Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 44

Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 44
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 E F C Hljóðbók frá Storytel Sjálfsskaði Elsebeth Egholm Þýð.: Sigurlín Sveinbjarnardóttir Í kæfandi sumarhita kemur til átaka milli lögreglunnar og ungra innflytjenda í Árósum. Í sama mund finnst lík af nakinni konu á bak við gám. Í ljós kemur að konan hafði dáið úr blóðmissi í kjölfar keisaraskurðar. Blaðakonan Dicte sogast inn í rannsókn málsins með lögreglumanninum Wagner. Á sama tíma magnast spennan í átökum lögreglunnar og innflytjenda. 365 bls. / H 11:02 klst. Ugla E Sjálfsævisaga Alice B. Toklas Gertrude Stein Þýð.: Tinna Björk Ómarsdóttir Í upphafi 20. aldar flykktust snillingar til Parísar og stóðu fyrir innreið nútímans í listum. Allir söfnuðust þeir saman á vinnustofu Gertrude Stein. Þar sáust listmálarar á borð við Picasso, Matisse og Cézanne, og rithöfundar eins og Hemingway, Fitzgerald og margir fleiri. Í þessari einstöku sjálfsævisögu segir Gertrude Stein frá þessum tíma á óborganlegan hátt. 384 bls. Una útgáfuhús E C Sjö systur Lucinda Riley Þýð.: Valgerður Bjarnadóttir Maia og systur hennar hittast á bernskuheimili sínu, ævintýralegum kastala á bökkum Genfarvatns. Faðir þeirra, sem ættleiddi þær sem ungbörn frá ólíkum heimshornum, er látinn en skildi eftir vísbendingar um uppruna þeirra. Bókin er sú fyrsta í bókaflokki um systurnar sjö. Bækurnar hafa selst í milljónum eintaka um allan heim. 572 bls. / H 18:00 klst. Benedikt bókaútgáfa D Skírnarfjall Dante Alighieri Þýð.: Einar Thoroddsen Ritstj.: Jón Thoroddsen Skírnarfjall annar hluti Guðdómlega gleðileiksins eða Kóme díunnar eftir Dante og er áframhald á Víti sem kom út í bundnu máli árið 2018. Þýðandinn ákvað að nota orðið Skírnarfjall en ekki Hreinsunareldur eins og viðgengist hefur vegna þess að mestur hluti verksins fer í ferð upp fjall en ekki að vaða eld. Í Víti var skáldið að mestu áhorfandi en í þessum hluta þarf það að gera yfirbót sjálft. Skírnarfjall er því um hinn eiginlega þroska skáldsins en ekki eingöngu um afdrif fólks sem hann mætir á ferð sinni. 484 bls. Guðrún útgáfufélag F C Skuggaleikur Morðin í Leirvík 2 Anna Bågstam Þýð.: Halla Sverrisdóttir Lesari: Birgitta Birgisdóttir Lísa, besta vinkona rannsóknarfulltrúans Helenu, hverfur við undarlegar aðstæður og allt bendir til þess að henni hafi verið rænt. Helena reynir allt sem hún getur til að hafa upp á vinkonu sinni. Stuttu síðar rekur lík, sem erfiðlega gengur að bera kennsl á, á land í sjávarþorpinu Leirvík. Fljótlega kemur í ljós að ekki er allt með felldu við Eyrarsundið. H 11:20 klst. Storytel E Ofurstynjan Rosa Likson Þýð.: Sigurður Karlsson Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista. Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst vetrarstríðið og síðan framhaldsstríðið í félagi við Þýskaland nasista. Hér eru ýfð upp gömul sár svo ódaunn sögunnar verður ekki umflúinn. 191 bls. Skrudda E F C Hljóðbók frá Storytel Ríki hinna blindu Louise Penny Þýð.: Friðrika Benónýsdóttir Gömul kona óskaði eftir því í erfðaskrá sinni að lögregluforinginn Armand Gamache yrði skiptastjóri bús síns. Það kemur Armand spánskt fyrir sjónir, því að hann þekkir hvorki haus né sporð á konunni. Hann heldur því að um eitthvert grín sé að ræða, enda eru ákvæði erfðaskrárinnar býsna skrýtin. En við líkfund fær erfðaskráin skyndilega ískyggilega merkingu ... 506 bls. Ugla E Samþykki Vanessa Springora Þýð.: Arndís Lóa Magnúsdóttir og Guðrún Vilmundardóttir Unglingsstúlkan V. lifir og hrærist í heimi bóka og hana dreymir um að verða rithöfundur. Þrettán ára gömul kemst hún í kynni við G., þekktan höfund sem fjallar gjarnan um sambönd sín og samneyti við ólögráða börn. Í bókinni er velt upp spurningum um samþykki; bæði í persónulegum skilningi og því sem samfélagið samþykkir á hverjum tíma. 172 bls. Benedikt bókaútgáfa E F C Síðasti naglinn Stefan Ahnhem Þýð.: Elín Guðmundsdóttir Kim Sleizner komst til æðstu metorða í dönsku lögreglunni með óheiðarlegum hætti og hefur ítrekað misbeitt valdi sínu. Mánuðum saman hefur lögreglukonan Dunja Hougaard stýrt leynilegri rannsókn á Sleizner og er nú reiðubúin að láta til skarar skríða. En hinum megin Eyrarsundsins fær sænski lögreglumaðurinn Fabian Risk skilaboð sem setja strik í reikninginn ... 464 bls. / H 16:04 klst. Ugla E F C Hljóðbók frá Storytel Sjáandinn Stephen King Þýð.: Þórdís Bachmann Johnny Smith liggur lengi í dái eftir alvarlegt bílslys. Þegar hann vaknar úr dáinu finnur hann að dulrænar gáfur sem hann uppgötvaði í æsku hafa magnast um allan helming. Einstakir hæfileikar hans til að skyggnast fram í tímann reynast honum þó fremur bölvun en blessun. Eftir langt hlé koma bækur Stephen King, konungs sálfræðitryllanna, nú aftur út á íslensku. 395 bls. / H 12:21 klst. Ugla 44 Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.