Bókatíðindi - 01.12.2021, Qupperneq 45

Bókatíðindi - 01.12.2021, Qupperneq 45
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 G Sögur Belkíns Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Aleksander Púshkín Þýð.: Rebekka Þráinsdóttir Ritstj.: Kristín Guðrún Jónsdóttir Sögur Belkíns er fyrsta prósaverkið sem Aleksander Púshkín lauk við. Brugðið er á leik með þekkt stef, s.s. rómantíska hetju, draugasöguna, hugljúfar ástir og óvænt endalok. Sögurnar eru fullar lífsgleði, glettni og umhyggju fyrir sögupersónum og höfðu sumar ófyrirséð áhrif á rússneskar bókmenntir. Eftirmáli um verkið fylgir þýðingunni. 160 bls. Háskólaútgáfan E Tsjernobyl-bænin Framtíðarannáll Svetlana Aleksíevítsj Þýð.: Gunnar Þorri Pétursson Tsjernobyl-slysið er stærsta kjarnorkuslys allra tíma. Geislunin hafði hörmuleg áhrif á líf hundruði þúsunda manna til frambúðar en ráðamenn reyndu að þagga slysið niður. Þetta er vitnisburður þeirra sem lifðu af, skráður af hvítrússneska rithöfundinum og blaðamanninum Svetlönu Aleksíevítsj sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2015. Vinsælu Tsjernobyl-þættirnir eru að hluta til byggðir á þessari bók. 400 bls. Angústúra E Um endalok einsemdarinnar Benedict Wells Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Jules og systkini hans tvö eiga örugga æsku þar til foreldrar þeirra látast af slysförum. Á fullorðinsárum telja þau sig hafa unnið úr áfallinu. En þá leitar fortíðin þau uppi, hún verður ekki umflúin. Farsæld framtíðar þeirra er í húfi. Margverðlaunuð skáldsaga höfundar. 331 bls. Benedikt bókaútgáfa E F Uppruni Saša Stanišić Þýð.: Elísa Björg Þorsteinsdóttir „Uppruni er bók um staðina þar sem ég á heima, þá sem lifa í minni mínu og þá sem ég hef skáldað. Um sumarið þar sem afi minn tróð ömmu svo um tær í dansi að litlu munaði að ég hefði aldrei fæðst. Sumarið sem Angela Merkel opnaði landamærin ...“ „Stórkostleg bók.“ Sunna Dís, Kiljan 351 bls. Bjartur E F Úti við laugar Sophie Daull Þýð.: Jóna Dóra Óskarsdóttir Skáldkona kynnir bók sína í sjónvarpi. Það kemur manni nokkrum úr jafnvægi. Hann lifir fábreyttu lífi eftir að hafa afplánað fangelsisdóm fyrir glæp sem hann framdi fyrir þrjátíu árum. Nú þarf hann óvænt að horfast í augu við fortíð sína á ný. Skáldkonan er nefnilega dóttir fórnarlambs hans. Meistaralega vel ofin saga um tilfinningarót og eðli fyrirgefningar. 163 bls. Ugla E F Skuggi ástarinnar Mehmed Uzun Þýð.: Einar Steinn Valgarðsson Aðalsöguhetja þessara sögu er frelsisbaráttumaðurinn Memduh Selîm sem fór fyrir uppreisn Kúrda við Ararat gegn Tyrkjum á árunum 1927–1930. Memduh stendur frammi fyrir sígildri glímu – milli persónulegrar hamingju og hugsjóna, milli ástar til stúlku og ástarinnar til þjóðar sinnar. Áhrifarík og ljóðræn söguleg skáldsaga um grimm örlög og sterkar ástríður. 294 bls. Ugla G Snyrtistofan Mario Bellatin Þýð.: Birta Ósmann Þórhallsdóttir Þegar faraldur herjar á borgina neyðist sögumaður til þess að breyta snyrtistofunni sinni í Biðstofu dauðans. Hann reynir að sinna sjúklingunum ásamt skrautfiskum stofunnar en allt virðist umbreytingum háð og snýst upp í andhverfu sína. Höfundur bókarinnar, Mario Bellatin, hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga og verið þýddur á yfir annan tug tungumála en Snyrtistofan er hans þekktasta verk. Hann er talinn einn áhugaverðasti samtímahöfundur Rómönsku Ameríku. 96 bls. Skriða bókaútgáfa G Sonur minn Alejandro Palomas Þýð.: Sigrún Á. Eiríksdóttir Á bak brosmilt yfirborðið eynist mjög viðkvæmur heimur, eins og völundarhús sem geymir leyndardóm sem þarf að leysa. Þrautin inniheldur föður í kreppu, fjarverandi móður, forvitinn kennara, besta vininn og sálfræðing sem reynir að púsla saman vísbendingum – um einhvern sem er í stórhættu. 224 bls. Drápa E F C Spegilmennið Lars Kepler Þýð.: Ísak Harðarson Ung kona hverfur á leiðinni heim úr skólanum og finnst myrt á hrottalegan hátt fimm árum síðar í miðjum Stokkhólmi. Eina vitnið glímir við algjört minnisleysi. Þetta er áttunda bókin um Joona Linna sem á aðdáendur um allan heim, enda standast fáir Kepler snúning þegar kemur að æsispennandi og hrollvekjandi glæpasögum. 566 bls. / H 15:59 klst. Forlagið - JPV útgáfa E F Stúlka, kona, annað Bernardine Evaristo Þýð.: Helga Soffía Einarsdóttir Margradda nútímasaga sem hlaut Booker-verðlaunin 2019 og var útnefnd skáldsaga ársins á British Book Awards. Hér segir frá lífi og veruleika tólf ólíkra persóna sem tengjast á einhvern hátt. Í gegnum sögur af baráttu, rasisma, femínisma, kynvitund, elskendum, pólitík, velgengni og vandamálum kynnist lesandinn fortíð og umhverfi persónanna. 486 bls. Forlagið - Mál og menning 45 Skáldverk ÞÝDD
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.