Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 49

Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 49
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 G Kona fer í gönguferð 799 kílómetrar – 34 dagleiðir Hanna Óladóttir Kona sem komin er í öngstræti í lífi sínu fær tilboð sem hún getur ekki hafnað: Gönguferð eftir hinum heilaga Jakobsvegi á Spáni, leið sem fólk hefur gengið öldum saman í leit að innri ró og svörum við knýjandi spurningum. Ferðin verður henni lærdómsrík og beinir huganum á óvæntar brautir. Þetta er önnur ljóðabók Hönnu Óladóttur. 43 bls. Forlagið - Mál og menning G Kona lítur við Brynja Hjálmsdóttir Gáskafullt og femínískt furðuverk í þremur hlutum, fullt af eftirminnilegum myndum og ögrandi meiningum. Víða er litið við, svo sem í sjó, saumaklúbbi, hárgreiðslustofu, bílskúr og fylgsni undarlegs óramanns. Ferðalaginu lýkur loks í stórbrotinni útópíu. Eftirtektarvert ljóðverk sem læðist aftan að lesendum. 80 bls. Una útgáfuhús D Laus blöð ljóð og textar Ragnar Helgi Ólafsson Hér má finna tækifæriskvæði, heilræðavísur, minnismiða, ættjarðarljóð, eggjanakvæði, heimsendatexta, jólalög, ádeilukveðskap, ljóð úr fyrri lífum, ástarsöngva, saknaðarljóð, ferðabálka, athuganir, vögguvísur, erfiljóð, grafskriftir, heimspekileg kvæði, gamankvæði í nokkrum tilbrigðum auk lausavísna. 160 bls. Bjartur D Ljóðasafn Einar Bragi Einar Bragi (1921–2005) var í fylkingarbrjósti atómskáldanna svonefndu og átti stóran þátt í þeim straumhvörfum sem urðu í íslenskri ljóðagerð um og eftir miðja 20. öld. Í þessari veglegu tveggja binda útgáfu birtist meginþorri frumortra ljóða Einars Braga, auk viðamikils úrvals af ljóðaþýðingum hans sem einnig spanna rúmlega hálfa öld. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang þar sem fram kemur ný sýn á feril skáldsins. 513 bls. Dimma A Ljóðvindar Magnea Þuríður Ingvarsdóttir Íslensk alþýðumenning og sjálfsbókmenntir eru samofin hugtög og í þeim felast allskonar ritun s.s eins og bréfaskriftir, sjálfsævisögur, ljóðagerð, rímur og fleira eftir alþýðu manna. Ljóðin í þessari litlu ljóðabók er ort með þeim hætti. Efniviðurinn er persónulegur en um leið alþýðulegur og kallast á við ljóðmenningu Íslendinga. 141 bls. Magnea Ingvarsdóttir G Í einlægni/Sincerely Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir Þýð.: Ásbjörn Edgar Waage Í einlægni geymir ljóð Þorbjargar Ingu og sýnir einlægar birtingarmyndir í litrófi tilfinninganna. Tilefni ljóðanna eru sum hver komin beint frá höfundi, önnur hafa vakið upp spurningu eða setið eftir í huga hennar á einhvern hátt. Titill bókarinnar er heiti á ljóði sem segir í barnslegri einlægni frá kostum ljóss og myrkurs. Þannig má horfa á lífið sjálft- í einlægni þess. Bókin er bæði á íslensku og ensku. 46 bls. Þorbjörg Inga Ásbjarnardóttir G Í svartnættinu miðju skín ljós ljóðaviðtöl Eyrún Ósk Jónsdóttir „Síðustu mánuði hef ég átt samræður við fjölda ólíkra einstaklinga, áhugavert fólk sem hefur treyst mér fyrir sögum sínum, frásögnum sem hreyfðu við hverri taug. Í þessari bók hef ég reynt að gera þessum einstöku sögum skil í ljóðaformi. Hvert ljóð er merkt manneskjunni sem á frásögnina.“ 140 bls. Bjartur G Jóðl Bragi Valdimar Skúlason Hér er komið úrval kvæða og ljóða eftir Braga Valdimar sem þjóðinni er að góðu kunnur fyrir snjalla texta sína. Hér eru gamankvæði, ástarkvæði, lífsspeki og kvæði af öllu tagi. 160 bls. Bjartur G Klettur ljóð úr sprungum Ólafur Sveinn Jóhannesson Klettur – ljóð úr sprungum er óvenjuleg ljóðabók. Ólafur Sveinn Jóhannesson missti ungur að árum foreldra sína og sem elsta barn þeirra tók hann að sér uppeldi yngri systkina. Hér yrkir hann um sína einstöku lífsreynslu af einlægni og íhugun sem er áhrifamikil og lifir lengi með lesandanum. 76 bls. Bjartur G Klón – eftirmyndasaga Ingólfur Eiríksson Myndir: Elín Edda Þorsteinsdóttir Bráðfyndin og nístandi ljóðsaga um ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni, um dauða og endurfæðingu. Í bókinni er rakin ævisaga klónahundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff, sem lætur engan ósnortinn. 80 bls. Forlagið - Mál og menning 49 Ljóð og leikrit

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.