Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 59

Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 59
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 G A World in Fragments: Studies on the Encyclopedic Manuscript GKS 1812 4to Ritstj.: Gunnar Harðarsson, Christian Etheridge, Guðrún Nordal og Svanhildur Óskarsdóttir Bókin fjallar um íslenska alfræðihandritið GKS 1812 4to frá sjónarhornum ólíkra fræðigreina, þ. á m. handritafræði, stærðfræði og stjörnufræði. 322 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum D F Af einskærri Sumargleði Sögur frá litríkum skemmtanaferli Ómar Ragnarsson Hér segir Ómar á bráðsmellinn hátt frá árunum með Sumargleðinni, sem hann stofnaði með Ragnari Bjarnasyni söngvara. Þeir ferðuðust um landið sumrin 1971–1985 og héldu uppi söng, gríni og gleði. Einnig rekur Ómar upphaf ferils síns og segir frá skemmtanalífinu á Íslandi áður fyrr; revíunum, héraðsmótunum og ekki síst samferðafólki sínu. 257 bls. Forlagið - Iðunn D Agent Fox in Iceland 136 things to know before coming to the island Weronika Lis Í þessari teiknimyndabók sinni, lætur hin pólska Weronika Lis, refinn sinn, Agent Fox, kanna ýmsar staðreyndir um Ísland. Refurinn er fullur af húmor og jákvæðu hugarfari. Í bókinni, sem er skrifuð á ensku, gerir Agent Fox grein fyrir því hve ófyrirsjáanlegt Ísland getur verið. Tilvalin gjöf fyrir erlenda vini eða ættingja, hérlendis og erlendis. 160 bls. Nýhöfn D Allt í blóma Stofublómarækt við íslenskar aðstæður Hafsteinn Hafliðason Falleg pottablóm eru dásamleg. Þau gera heimilin okkar hlýlegri, veita gleði og fegra umhverfið. Í Allt í blóma fræðir fremsti garðyrkjumaður okkar, Hafsteinn Hafliðason, blómaunnendur um hvaðeina sem skiptir máli af sínu alkunna listfengi. Hafsteinn hefur lengi glatt fylgjendur Facebook- grúppunnar Stofublóm, inniblóm, pottablóm og gerir það svo sannarlega hér svo um munar. 400 bls. Sögur útgáfa D Heima hjá Lækninum í eldhúsinu Ragnar Freyr Ingvarsson Heima líður okkur vel og þar eigum við okkar bestu stundir. Ástríðukokkurinn og Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr, er kominn heim eftir langa dvöl erlendis og hér töfrar hann fram litríkt lostæti sem aldrei fyrr. Enda á heimavelli. Læknirinn í eldhúsinu sló í gegn með fyrri bókum sínum, sem eru löngu orðnar ófáanlegar. 374 bls. Sögur útgáfa D HEIMABARINN Ivan Svanur Corvasce og Andri Davíð Pétursson HEIMABARINN býður upp á fjölda spennandi uppskrifta í bland við áhugaverðan fróðleik - sannkallaður dýrgripur fyrir alla sem hafa gaman af að lífga upp á tilveruna með kræsilegum kokteilum! 224 bls. Edda útgáfa D Jómfrúin Dönsk og dejlig í 25 ár Jakob E. Jakobsson Myndir: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir Jómfrúin hefur á þeim 25 árum sem hún hefur starfað fangað hjörtu þeirra sem miðbæ Reykjavíkur sækja. Bókin sem hér kemur fyrir sjónir lesenda er óður til Jómfrúarinnar. Í henni má finna uppskriftir að fjölmörgum réttum sem prýtt hafa matseðilinn í gegnum tíðina, sögu veitingastaðarins og vitnisburð fastakúnna sem allir kalla Jómfrúna sína enda eru veitingastaðir hvorki stærri né meiri en fólkið sem er þar innandyra. Jómfrúin er okkar og við erum hennar. 192 bls. Salka Fræði og bækur almenns efnis Fræði og bækur almenns efnis 59 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.