Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 60

Bókatíðindi - 01.12.2021, Page 60
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D Arfur aldanna I Handan Hindarfjalls Aðalheiður Guðmundsdóttir Hér er fyrsta bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna en ritröðin fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessi bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í evrópsku samhengi utan Norðurlanda fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum og sér í lagi er sótt í annála og aðrar fornar sagnfræðiheimildir en einnig söguljóð og fornminjar sem kunna að fela í sér myndrænar tilvísanir í söguefnið. 242 bls. Háskólaútgáfan D Arfur aldanna II Norðvegur Aðalheiður Guðmundsdóttir Norðvegur er annað bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna sem fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessu bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í norrænu samhengi fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum er stuðst við fornminjar á borð við myndsteina, rúnasteina, útskurð í tré og vefnað en við sögu koma þó einnig sagnaritarar og skáld sem unnu með sagnaefnið í ritum sínum og kveðskap. 250 bls. Háskólaútgáfan G Á fjarlægum ströndum Tengsl Spánar og Íslands í tímans rás Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur Ritstj.: Erla Erlendsdóttir og Kristín Guðrún Jónsdóttir Safn greina eftir 14 höfunda um samskipti Spánar og Íslands í tímans rás. Sagt er frá ferðum um Jakobs- veginn fyrr og nú, hvalveiðum Spánverja við Íslands- strendur, gömlum orðasöfnum, saltfisksölu, íslenskum sjálfboðaliðum í spænsku borgarastyrjöldinni, íslenskum gítarnemum, sólar landaferðum, spænsku- kennslu á Íslandi, þýðingum bókmenntaverka o.fl. Einnig eru minningabrot Spánverja og Íslendinga. 422 bls. Háskólaútgáfan G Á réttri leið Uppbygging og þróun í málefnum fatlaðra á Norðurlandi eystra 1959 – 1996 Bjarni Kristjánsson og Svanfríður Larsen Raktar eru hugmyndir um þjónustu við fólk með þroskahömlun á 20 öld og breytingar á þeim við aldarlok. Í forgrunni er Vistheimilið Sólborg á Akureyri og starfsemi þess. Heimilið var lagt niður þegar barátta fyrir réttarbótum til handa fötluðum hafði skilað sér í auknum réttindum þeirra og sjálfstæði. Tími hinna stóru altæku stofnana var að líða undir lok. 379 bls. Á réttri leið D F Á sviðsbrúninni Hugleiðingar um leikhúspólitík Sveinn Einarsson Í þessum hugleiðingum um leikhúspólitík rifjar Sveinn Einarsson upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum og sjónvarpi undanfarna áratugi. Hann veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans og samvinnunni við leikskáld, tónskáld, leikara, söngvara, höfunda leikmynda, búninga og ljósa ásamt öðrum sem koma að því að skapa sviðslistaverk. 234 bls. Ormstunga G Almanak Háskóla Íslands 2022 Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Auk dagatals flytur almanakmið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Einnig er Yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má nefna grein um útþenslu alheimsins og aðra um lengingu dagsins eftir vetrarsólhvörf. 96 bls. Háskólaútgáfan G Almanak HÍÞ ásamt árbók Arnór Gunnar Gunnarsson Ritstj.: Þorsteinn Sæmundsson og Gunnlaugur Björnsson Auk dagatals flytur almanakmið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Einnig er Yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálfstæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má nefna grein um útþenslu alheimsins og aðra um lengingu dagsins eftir vetrarsólhvörf. Að vanda fylgir árbók ársins 2020. 120 bls. Háskólaútgáfan E Andardráttur Forn list endurvakin James Nestor Þýð.: Urður Snædal Öndun er mikilvægasti þáttur heilsu okkar en þó höfum við tapað hæfileikanum að anda rétt. Blaðamaðurinn James Nestor sýnir okkur að smávægilegar breytingar á öndun geta lengt lífið, eflt þrek og þol, endurnært líffærin og komið í veg fyrir hrotur, astma og ýmsa sjúkdóma. Metsölubók New York Times og Sunday Times. Bók ársins hjá Washington Post. 303 bls. Sögur útgáfa G F Andlit á glugga Úrval íslenskra þjóðsagna með skýringum Myndir: Halldór Baldursson Ritstj.: Jón Karl Helgason og Romina Werth Safn íslenskra þjóðsagna og ævintýra með nútímastafsetningu og ítarlegum orðskýringum. Í bókinni eru um 60 sögur þar sem lýst er ástum og grimmum örlögum, heimsku og útsjónarsemi, hugrekki og hryllingi. 272 bls. Forlagið - Mál og menning G Andvari 2021 Ritstj.: Ármann Jakobsson Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar, prófessors í Edinborg, eftir Torfa H. Tulinius. Einnig er minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er nú 150 ára. Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur ritar grein um síðustu 50 árin í sögu félagsins. Aðrar greinar í heftinu eru eftir Guðrúnu Nordal, Birnu Bjarnadóttur, Hauk Ingvarsson, Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur, Kristínu Ingvarsdóttur, Guðrúnu Steinþórsdóttur, Hannes Pétursson, Svein Einarsson og Sigrúnu Júlíusdóttur. 217 bls. Háskólaútgáfan 60 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.