Bókatíðindi - 01.12.2021, Síða 64

Bókatíðindi - 01.12.2021, Síða 64
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D Hjarta Íslands Frá Hrísey til Fagradalsfjalls Gunnsteinn Ólafsson Myndir: Páll Stefánsson Þriðji og síðasti hluti stórvirkis þessara höfunda um Ísland. Nú er komið að Norðausturlandi, Austfjörðum og Suðurlandi. Fléttað er saman náttúrulýsingu, sögu, þjóðtrú og bókmenntum á afar læsilegan hátt. Myndir Páls Stefánssonar eru stórkostlegar, bæði af jörðu niðri og úr lofti. 200 bls. Veröld G Hjálp fyrir kvíðin börn Cathy Cresswell og Lucy Willets Þýð.: Gyða Haraldsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir Kvíðaraskanir eru algengasti tilfinninga- eða hegðunarvandi sem greinist hjá börnum og talið er að um fimmtán prósent barna eigi í erfiðleikum vegna kvíða. Þessi gagnlega handbók er skrifuð af leiðandi sérfræðingum á sviði kvíðaraskana barna. Bókin mun hjálpa foreldrum og öðrum sem sinna börnum að skilja hvað veldur kvíða barnsins og að fylgja hagnýtum leiðbeiningum til að hjálpa barninu að sigrast á kvíðanum. 280 bls. Skrudda D Hlutabréf á heimsmarkaði Eignastýring í 300 ár Sigurður B. Stefánsson og Svandís Rún Ríkarðsdóttir Í bókinni er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn yfir alþjóðlegan fjármálamarkað. Með meiri þekkingu aukast gæði fjárfestinga og yfirgripsmeiri skilningur verður á áhættunni sem viðskiptunum fylgir. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri áhættu? 248 bls. Salka G Hugræn endurforritun - 2. útgáfa Ingibergur Þorkelsson Hugræn endurforritun er afar öflug sálræn meðferð sem byggir á samþættingu meðferða þriggja sálfræðinga og geðlækna sem kynntar hafa verið á síðustu árum og nýjustu rannsókna í taugafræði. Bókin er skrifuð fyrir almenning og er auðlesin og afar fróðleg um hvernig hugurinn er upp byggður og hvernig hægt er að Hún kom fyrst úr árið 2020 en hefur nú verið aukin að efni og kemur nú út sem 2. útgáfa. 236 bls. Dáleiðsluskóli Íslands ehf. D Húðin - og umhirða hennar Kristín Sam Langar þig að: Læra að greina þína húðgerð? Læra að velja húðvörur sem henta þinni húð? Læra að setja saman persónulega húðrútínu? Fræðast um innihaldsefni húðvara? Húðin og umhirða hennar inniheldur margvíslegan fróðleik um húðina og hvernig best er að annast hana. Kristín Sam hefur áralanga þekkingu og reynslu af húð- og snyrtivörum. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan D I Handan góðs og ills Friedrich Nietzsche Þýð.: Þröstur Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason Nietzsche er líkast til sá heimspekingur sem frægastur er utan raða fræðimanna, hann er í senn dáður og alræmdur. Handan góðs og ills er eitt af höfuðverkum Nietzsches og að mörgu leyti besti inngangurinn að heimspeki hans. Þessari vönduðu þýðingu fylgir ítarlegur inngangur Arthúrs Björgvins Bollasonar þar sem lífshlaup höfundarins og meginstef heimspeki hans eru rakin. 425 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G Handbók um málfræði Höskuldur Þráinsson Aðgengilegt grundvallarrit um íslenska málfræði fyrir nemendur, kennara og allt áhugafólk um íslenskt mál. Handbók um málfræði kemur nú út í endurskoðaðri útgáfu og tekið er tillit til breyttrar hugtakanotkunar, nýs orðaforða og nýrrar þekkingar í málfræði. Höskuldur Þráinsson, prófessor emeritus, er einn okkar virtustu fræðimanna á sviði íslensks nútímamáls. 368 bls. Forlagið - Mál og menning G Harður skellur Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir Fyrirsagnir fjölmiðla af alvarlegum umferðarslysum eru gjarnan eitthvað á þessa leið: Harður árekstur, lítil meiðsl. Er það virkilega svo? Nýrri tilvist eftir fyrirvaralaust og óafturkræft líkamstjón fylgja sorg og sárar tilfinningar, óheyrilegt álag og yfirþyrmandi streita. Í bókinni segir höfundur frá tveimur alvarlegum umferðarslysum og afleiðingum þeirra. Sorg sinni og sigrum. 158 bls. LEÓ Bókaútgáfa E Hérasmellir Óborganlegar gamansögur af Héraðsmönnum Baldur Grétarsson Þórunn á Skipalæk spænir rassinn úr buxunum. Hákon Aðalsteinsson lögregluþjónn skilar skýrslu um hestamenn. Frissi í Skóghlíð kennir þorstaleysis. Jón dýralæknir stýrir hundaslag. Jón Egill týnir héraðslækninum. Kjartan Ingvarsson reynir fyrir sér í leiklistarbransanum. Stórval fer í sögulega læknisaðgerð og flámæli veldur misskilningi. Þetta er bara brotabrot að þeim sem hér stíga á stokk og gera góðan dag enn betri. 96 bls. Bókaútgáfan Hólar D Hittumst á Horninu Atli Rúnar Halldórsson Hér er stiklað á stóru í sögu Hafnarstrætis 15, eins af elstu húsum Reykjavíkur, en að stærstum hluta fjallað í máli og myndum um matar- og menningarhúsið Hornið, fyrstu pizzeríuna á Íslandi. Þar hafa Jakob H. Magnússon og Valgerður Jóhannsdóttir staðið veitingavaktina ásamt fjölskyldu sinni í 42 ár og skapað líka ótal myndlistar- og tónlistarmönnum vettvang til að sýna, spila og syngja. 148 bls. Svarfdælasýsl forlag 64 Fræði og bækur almenns efnis
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.