Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 65

Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 65
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I Endurútgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 D Í auga fellibylsins Óttar Sveinsson Árið 2013 lenda þrír menn á lítilli skútu í fárviðri á leiðinni frá Kanada til Íslands. Lífshættulegir brotsjóir dynja á skútunni, hún fer á hliðina og sjór flæðir inn. Eftir að neyðarkall er sent út berjast þeir í óratíma upp á líf og dauða. Frásagnir mannanna hafa ekki birst áður opinberlega. Útkallsbækurnar hafa verið eitt vinsælasa lesefni Íslendinga í 28 ár. 208 bls. Útkall ehf. D Í bragar túni Óskar Halldórsson Óskar Halldórsson var lektor í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands. Þessi bók hefur að geyma safn ritgerða hans um bókmenntir, einkum um íslenskar fornsögur og ljóðagerð á 19. og 20. öld. Þar á meðal er þekktasta framlag hans til rannsókna á fornbókmenntum, Uppruni og þema Hrafnkels sögu. Bókin er gefin út í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu Óskars. 328 bls. Hið íslenska bókmenntafélag G Í helgum lundi Kærleikur og ástarorð Skúli Þór Bragason Einfaldir textar um lífið, kærleikann, ástina og sorgina. 62 bls. Skúli Þór Bragason G Íslenskar bókmenntir Saga og samhengi Aðalheiður Guðmundsdóttir, Ármann Jakobsson, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Margrét Eggertsdóttir og Sveinn Yngvi Egilsson Íslenskar bókmenntir: saga og samhengi er tveggja binda verk um sögu íslenskra bókmennta frá upphafi Íslandsbyggðar til vorra daga. Þar er sagan rakin á knappan hátt í samhengi við strauma og stefnur hvers tíma og er sú umfjöllun grundvölluð á rannsóknum seinustu áratuga. Verkið er ætlað háskólastúdentum, kennurum og áhugamönnum um íslenskar bókmenntir. 840 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D Íslenskar draugasögur Svanhildur Sif Halldórsdóttir og Huginn Þór Grétarsson Við Íslendingar eigum ríka sagnahefð sem teygir sig aftur til tíma landnámsmanna. Draugar, mörur, fylgjur, mórar, skottur og afturgöngur spila þar oftar en ekki stórt hlutverk. Þessar óvættir urðu ekki eftir í fortíðinni heldur eru hér enn og stundum stíga þær út úr myrkrinu. Í þessari bók má finna draugasögur frá nútímanum. 260 bls. Óðinsauga útgáfa G Hús og híbýli á Hvammstanga Húsaskrá 1898–1972 Þórður Skúlason Hvammstangi er þéttbýlisstaður sem byggðist upp á fyrri hluta 20. aldar sem aðalverslunar- og þjónustustaður fyrir Vestur-Húnavatnssýslu. Í bókinni rekur Þórður Skúlason þróun byggðar á Hvammstanga frá 1898 til 1972, sögu um 180 húsa á Hvammstanga -húsa sem enn standa og einnig þeirra sem hafa horfið af sjónarsviðinu í tímans rás. Sagan er krydduð með kátlegum mann- lýsingum og fróðlegum lýsingum á mannlífi fyrri tíðar á Hvammstanga. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af húsum og umhverfi, bæði gömlum og nýjum. 287 bls. Skriða bókaútgáfa D Hvað er lífið? Erwin Schrödinger Þýð.: Guðmundur Eggertsson Erwin Schrödinger var einn merkasti eðlisfræðingur tuttugustu aldar. Hann hlaut nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til skammtafræðinnar árið 1933. En Schrödinger var einnig annt um að máta skilning eðlisfræðinnar á lifandi efni og í Hvað er lífið? fjallar hann um erfðafræði á forsendum eðlis- og efnafræði. Bókin er enn í dag meðal þekktustu rita um eðli lífsins. 192 bls. Hið íslenska bókmenntafélag E Hvað veistu um kvikmyndir og sjónvarpsþætti? Gauti Eiríksson Frábær spurningabók fyrir allt áhugafólk um kvikmyndir og sjónvarpsætti. 265 spurningar í þremur þyngdarflokkum og mikið af ljósmyndum prýða bókina. Gauti Eiríksson gefur jafnframt út í ár spurningabækur um Ísland og fótbolta. 84 bls. Óðinsauga útgáfa D Hæstiréttur í hundrað ár Saga Arnþór Gunnarsson Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í eigin málum. Í þessu riti er aldarsaga réttarins rakin. Oft hefur gustað um Hæstarétt og jafnvel verið vegið að sjálfstæði hans en í annan tíma hefur rétturinn notið virðingar og friðhelgi. Þetta er viðburðarík saga sem varpar ljósi á íslenskt samfélag og kemur á óvart. 550 bls. Hið íslenska bókmenntafélag D Höndlað við Pollinn Saga verslunar og viðskipta á Akureyri frá öndverðu til 2000 Jón Þ. Þór Í þessari fróðlegu og læsilegu bók rekur Jón Þ. Þór sögu verslunar á Akureyri frá öndverðu til þúsaldarmótanna 2000. Hér segir frá fjölda fyrirtækja og körlum og konum sem mótuðu viðskiptaumhverfið og settu svip á mannlífið í bænum í áranna rás. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda og auk þess teikningum og máluðum myndum eftir Kristin G. Jóhannsson listmálara. 270 bls. Hið íslenska bókmenntafélag 65 Fræði og bækur almenns efnis

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.