Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 74

Bókatíðindi - 01.12.2021, Side 74
A Gormabók B Harðspjalda bók C Hljóðbók D Innbundin bók E Kilja F Rafbók G Sveigjanleg kápa I EndurútgáfaB Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 1 A ÍSLAND Ferðakortabók með þéttbýliskortum Ferðakortabók í handhægu broti með þéttbýliskortum (mælikv. 1:500:000). Upplýsingar um vegakerfi landsins, vegalengdir og vegnúmer, en einnig um bensínstöðvar, tjaldsvæði, sundlaugar, söfn o.fl. Jafnframt eru í bókinni gróður- og jarðfræðikort og ítarleg örnefnaskrá. Ómissandi ferðafélagi! 96 bls. IÐNÚ útgáfa D Fjallamenn Guðmundur Einarsson frá Miðdal Hin merka ferðabók Fjallamenn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal kemur nú fyrir sjónir lesenda endurútgefin en hún kom fyrst út árið 1946. Þetta stórvirki inniheldur ferðaþætti frá byggðum og óbyggðum Íslands, meðal annars frá hinum dulrömmu slóðum útilegumanna, glitrandi snæbreiðum Suðurjökla, gosstöðvum Grímsvatna og auðnum hálendisins og loks veiðisögur frá straumvötnum og blátærum heiðavötnum fullum af laxi og silungi. Bókina prýða teikningar Guðmundar og fjöldi ljósmynda frá liðnum tíma. 400 bls. Salka G Gönguleiðir á hálendinu Jónas Guðmundsson Gönguleiðir á hálendinu hefur að geyma lifandi leiðarlýsingar tæplega 30 leiða á hálendinu, nánar tiltekið að Fjallabaki og í kringum Landmannalaugar. Hverri leið fylgir leiðarlýsing, kort og GPS-hnit, fjöldi ljósmynda og upplýsingar um staðhætti og aðstæður. Þar að auki má finna sögulegan og landfræðilegan fróðleik um þær leiðir sem gengið er hverju sinni. Í bókinni er einnig hagnýtur kafli um undirbúning og fjölda góðra ráða þegar kemur að fjallgöngum og útivist. 192 bls. Salka Hannyrðir, íþróttir og útivist G I 171 Ísland Áfangastaðir í alfaraleið Páll Ásgeir Ásgeirsson Ítarleg og stórskemmtileg ferðahandbók sem veitir nýja sýn á náttúru landsins og varpar ljósi á þjóðarsöguna og þjóðarsálina. Hér er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði og sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum. Ný og uppfærð útgáfa þessarar vinsælu ferðahandbókar. 368 bls. Forlagið - Mál og menning D Dagbók urriða Ólafur Tómas Guðbjartsson Ólafur Tómas Guðbjartsson hefur staðið við bakkann með veiðistöng í hönd við hvert tækifæri síðustu 30 ár og nú miðlar hann fróðleik í nafni Dagbókar urriða, meðal annars í sjónvarpsþáttum og hlaðvörpum. Bók þessi er óður Ólafs til veiðinnar og náttúrunnar. Í henni má finna fyndnar og merkilegar sögur, frásagnir af baráttum við ótal fiska á fjölbreyttum slóðum og fróðleik um sjóbirtinga, urriða, bleikjur, laxa og ótal veiðisvæði. 192 bls. Salka G Ferðakort 1–5 – 1:250 000 Norðvesturland Suðvesturland Norðausturland Suðausturland Hálendið Vönduð landshlutakort með hæðarskyggingu og 50 metra hæðarlínubili auk nýjustu upplýsinga um vegi, vegnúmer og ferðaþjónustu, s.s. sundlaugar, söfn, friðlýstar minjar, golfvelli o.fl. Ný útg. 2021. Blaðstærð: 86 x 110 cm. Tungumál: Íslenska, enska, þýska og franska. IÐNÚ útgáfa Hannyrðir, íþróttir og útivist 74 Hannyrðir, íþróttir og útivist

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.