Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 4
Agœtu lesendur.
í upphafi vega var maðurinn ekki svo ýkja frábrugðinn
ýmsum æðri skepnum jarðarinnar, eins og það stundum er
nefnt, hann eigraði um lendurjarðar, veiddi sér til matar, leitaði
sér skjóls í hellum og skútum, líkt og önnur dýr merkurinnar
gerðu. Og lífið gengur ekki bara út á það að innbyrða gæði
jarðarinnar, líkamanum til viðhalds og trausts, úrvinnslu
fæðunnar þarf líka að losa sig við. Og það gerðu frummennirnir
á sama hátt og dýrin, losuðu sig við afgang fæðunnar þar sem
hentaði stað og stund hverju sinni. Og svo mun hafa háttað
til um árþúsundir, og jafnvel eftir að maðurinn tók upp fasta
búsetu, og má segja alveg fram á okkar daga. Líklega hafa
menn og dýr, í þessum efnum, fýlgst einna lengst að í siðum
sínum. Svo kemur að því að þama fer að skilja á milli, menn
taka upp á því að gera stykki sín í ýmsa dalla og kimur, ef
svo má að orði komast. Og svo háttaði til víðast, langt fram
eftir öldum. Rómverjar voru reyndar í þessu, eins og svo
mörgu öðm, á undan sinni samtíð, því í þeirra rönnum munu
vatnssalemi hafa verið komin fram á sjónarsviðið, enda þekkt
að þeir lögðu vatnsveitur í borgir sínar, auk þess sem þeir
söfnuðu vatni af þökum húsanna. Sagt er að við uppgröft á
ítölsku borginni Pompeii, sem grófst í ösku frá eldfjallinu
Vesúvíusi, hafi vel mátt sjá útbúnað sem benti til salerna er
skolað var úr með vatni. Ekki var þekking manna á sýklum
og veimm til komin á þessum tíma, þess vegna voru salernin
oft höfð nálægt eldhúsinu, þar sem nýta mátti affallsvatnið
úr eldhúsvaskinum til þess að skola niður úr saleminu. Mun
sá siður hafa verið við hafður, að konumar nýttu sér salemið
við eldhúsið en karlamir fór á sér salemi bakatil.
Til eru síðari tíma myndir af nokkurs konar klósett-fötum,
sem menn notuðu á afskekktari stöðum, þar sem mold var
sett í botninn svo auðveldara væri að hreinsa áhaldið.
Svo fara að koma til sögunnar kamramir, sem svo vom
kallaðir, og víðast fólust í því, að grafnar voru holur, sem
síðan var byggður yfir kassalaga smákofi, sem rétt nægði fyrir
einn mann. Og inni í þessum kassa var n.k. trébekkur, sem
í hafði verið sagað kringlótt gat, er þjónaði sem kamarseta.
Reyndar em kamrar enn í notkun sumsstaðar, einkum kannski
á fáfarnari ferðamannaslóðum, en nú era þeir orðnir nokkuð
þróaðri en áður tíðkaðist, gjarnan úr öðrum efnum en timbri,
komnir með plast- eða postulínssetur, svo ekki sé nú hætta á
flísum í rassinn, og jafnvel útbúnir fíneríi eins og speglum.
Og undir þeim em gámar eða geymar, sem fjarlægðir era í
heilu lagi, svo ekki er lengur bara grafín hola í jörð. Auk þess
sem öllum fylgir sjálfsagt orðið salemispappír. En áður fyrr
notuðust menn við blöð og tímarit af öllu tagi, og hefur það
nú sjálfsagt ekki allt verið jafn þægilegt til brúkunar. Einn
mann heyrði ég eitt sinn nefna að nauðsynlegt hefði verið
að kmmpa sumar arkimar rækilega, áður en hægt var að
leggja þær sér að rassi. Og þegar pólitíkin var sem heitust,
og fór mest fram á síðum dagblaða, þá var til í því að menn
hefðu á orði að umfjöllun viðkomandi blaðs væri svo léleg,
að ekki væri einu sinni hægt að nota það til þessara starfa.
Hefur þá líklega tæpast þótt vera hægt að komast neðar í
samlíkingunni.
í gömlu, íslensku torfbæjunum, mun það hafa verið til að
innangengt var úr bænum eða göngunum, á kamarinn, og
hefúr þá fylgt því að þurft hefur að hreinsa hann út, eins og
sambærilegar vistarvemr dýranna. Víða erlendis tíðkaðist
að grafa bara nýja holu, þegar ein var orðin full, og færa
kamarinn til yfír hana, um leið og hinni var lokað.
Og köld hlýtur nú setan, í tvennum skilningi, oft hafa verið,
þegar menn þurftu að nota hana á köldum vetrardögum eða
nóttum, og sjálfsagt ekki verið dvalið lengur en bráðnauðsynlegt
var. Og ekki er ólíklegt að ætla að menn hafí reynt að komast
hjá slíkum ferðum að næturlagi, og þá gripið til næturgagnsins,
eða koppsins, sem algengast var nú að kalla það, og fyrst og
fremst var notað til þess að pissa í. Var það geymt undir rúmi
viðkomandi, og hafði hver sinn kopp, sem svo var tæmdur
að morgni.
Líklegt má telja að um og upp úr 1960 hafi kamrar og koppar
tekið mjög að hverfa af sjónarsviðinu, og sú kynslóð sem
fædd er upp úr því, viti tæpast hvað um er að ræða þegar slík
hjálpartæki eru nefnd á nafn. Undirritaður, sem fæddur er á
miðri síðustu öld, náði þó að kynnast þessu lítilsháttar, þegar
hann eitt sinn, á unga aldri, gisti á bæ þar sem svo háttaði
til að enn var við lýði útikamar og koppur undir rúmi. Sofíð
var í baðstofu, eins og það var kallað, þ.e. stóm herbergi þar
sem heimilisfólk svaf allt. Og rétt áður en gengið var til náða,
kom húsmóðirin með skínandi hreina og fína, hvítemeleraða
jámkoppa, og setti undir hvert rúm. Fannst mér þetta, þá
nútíma baminu, nokkuð kúnstugt, og vonaði að ekki kæmi
til þess að ég þyrfti að nota það. Það fór nú þó svo, að um
miðja nótt vaknaði ég, og þurfti nauðsynlega að tappa af,
eins og það er stundum nefnt. Uti var auðheyrilega hressileg
austanátt í gangi og rigningarslitur, svo ekki var nú fýsilegt
að fara út á kamarinn eða undir vegg. Og þá kom upp annað
vandamál, hvemig í ljáranum átti nú að fara að því að nota
koppinn, og það án þess að vekja allt fólkið í baðstofúnni.
Framhald á bls. 127
100 Heima er bezt