Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 6
Fremri röð frá vinstri: Sigríður Eyþórsdóttir, Birna Jónsdóttir, heldur á óskírðri dóttur Eyþórs, nú Elísabetu,
Ragnheiður Asta Pétursdóttir, Pétur Pétursson ogAnna Lísa Pétursdóttir. Aftari röð frá vinstri: Eyþór Gunnarsson,
Ellen Kristjánsdóttir, Birna Guðrún Gunnarsdóttir, Jón Múli Arnason, Ragnheiður Asta Pétursdóttir, Anna Margrét
Olafsdóttir, Pétur Gunnarsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
r
g er fædd 28. maí 1941 á Landspítalanum í Reykjavík,
áður en fæðingadeildin var reist. Þá bjuggu foreldrar
mínir á Ljósvallagötu 8, í húsinu sem amma mín átti.
Eg held að ég hafi verið eins árs þegar við
fluttumst þaðan. Eg ólst upp í Meðalholti 5, en áður
vorum við smá tíma í Keflavík, þar ólst móðir mín upp.
Hún hét Bima, faðir hennar var Jón Bjarnason læknir og
móðir hennar Anna Þorgrímsdóttir. Þorgrímur Þórðarson,
aft mömmu, var héraðslæknir í Keflavík. Hann fæddist
í Vigfúsarkoti í Reykjavík, faðir hans var Þórður
Torfason útvegsbóndi í Vigfúsarkoti. Móðir Þorgríms
var Ragnheiður Jónsdóttir Stephensen, húsfreyja þar.
Þorgrímur var héraðslæknir í Hornafirði. Þetta var stórt
og erfítt læknishérað svo hann hætti þar þegar hann fór að
reskjast. Eftir það var hann læknir í Keflavík. Kona hans var
Jóhanna Andrea Ludvigsdóttir Knudsen. Móðirmín fæddist í
Kaupmannahöfn. Faðir hennar var aðstoðarlæknir hjá Þorgrími
langafa mínum. Þegar Jón afí minn varð héraðslæknir í
Borgarftröi, varð mamma eftir hjá afa sínum og ömmu í
Keflavík. Afi minn var frá Steinnesi í Húnavatnssýslu, sonur
Bjarna Pálssonar prófasts og Ingibjargar Guðmundsdóttur,
konu hans. Föðurafi minn, Pétur Guðmundsson, var frá
Votamýri á Skeiðum, hann var kennari og skólastjóri á
Eyrarbakka. Amma mín hét Elísabet Jónsdóttir. Hún var
frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð. Afar mínir létust báðir þegar
foreldrar mínir voru börn. Mamma var 9 ára þegar faðir hennar
dó, pabbi 3 ára þegar faðir hans dó, kominn á sjötugsaldur.
Holtin voru í jaðri borgarinnar
Eg ólst upp í Meðalholtinu og þaðan á ég góðar
minningar. Holtin voru að byggjast, og þar var
gott að vera. Allir þekktust og nágrennið var gott.
Rétt fyrir austan Holtin voru kartöflugarðar, þar sem
Kennaraháskólinn er núna. Þar sem Háteigskirkja stendur
var stakkstæði. Eg man hvað það var fallegt en ekkert er eftir
af því núna. Þar í grennd var Vatnsgeymirinn, Kringlumýri
og Hlíðardalur, þar sem frændfólk mitt átti heima. Guðrún
í Hlíðardal og Jón afi minn voru systkinaböm, þau vom frá
Akri en þar ólst aft minn upp að miklu leyti, hjá ömmu sinni
og afa. Guðrún var dóttir Ingunnar Pálsdóttur langafasystur
minnar.
102 Heima er bezt