Heima er bezt - 01.03.2006, Page 7
dúkku, Bimu og Gunnu og bangsanum, sem
ég á enn og heitir Smábjöm. Ég átti líka
bú niðri í kjallaratröppum, sem mamma
mín hjálpaði mér og Hönnu vinkonu minni
að búa til. Hún notaði appelsínukassa í
skápa og þar áttum við okkur bú. Ragnheiði
dúkku keypti Jón bátsmaður á Dettifossi,
fyrir foreldra mína í Bandaríkjunum í
síðustu ferðinni áður en skipinu var sökkt.
Ég man eftir kassanum, sem hún var i uppi
á skáp, við fótagaflinn á rúminu mínu. A
Eyþór, Birna, Pétur, Birna og Pétur.
Hlíðardalur var sveit, þar voru kýr, hænsni, minkabú, hundar
og kettir. Þangað fórum við, Anna Lár frænka mín og vinkona,
þegar kúnum var hleypt út á vorin, svo fengum við súkkulaði
og pönnukökur á eftir. Það var sveit allt í kring. Sunnuhvoll
var sveitabær, rétt hjá þar sem Austurbæjarapótek er núna.
Þar gekk maður framhjá á leið í skólann.
Móðir mín vann á Veðurstofu Islands sem þá var til húsa
í Sjómannaskólanum. Ég fór oft að sækja hana þangað.
Theresía Guðmundsson var þá veðurstofustjóri. Við áttum
yndislega tík sem hét Dimmalim og fór með mér. „Limmý
má vera hér, en ég vil ekki hafa börn,” sagði frú Theresía.
Það var mikið lesið fyrir mig og ég varð snemma læs. Um tíma
var bókin um litla svarta Sambó afar vinsæl og ég man enn hvað
ég varð spæld þegar sá sem las fór að þreytast á lestrinum og
ruglaðist í ijöldanum á pönnukökum, sem litli svarti Sambó og
foreldrar hans átu. Og ég man afskaplega vel þegar ég kynntist
Línu Langsokk. Þá hét hún Lóa Langsokkur og var framhaldssaga
í Morgunblaðinu. Jens Benediktsson, guðfræðingur og
blaðamaður á Morgunblaðinu, þýddi söguna. Ég hef alltaf
verið hrifín af sögunni um Lóu Langsokk, sem nú heitir Lína.
Ég var ung þegar ég lagðist í bækur og mér hefur alltaf þótt
gaman að kvæðum og átt gott með að læra þau. Var ekki gömul
þegar pabbi lét mig læra Áfanga, eftir Jón Helgason. Til þess
að hvetja mig borgaði hann mér tíu krónur fyrir hvert erindi.
Mér er það afskaplega minnisstætt þegar ég var sjö eða átta
ára, að dag einn sá ég pabba koma upp Meðalholtið með
stóran pakka undir hendinni. Hann var alltaf að færa mér
eitthvað og gleðja mig. Fyrst datt mér í hug að nú hefði
hann keypt á mig skó. En í pakkanum var Helgafellsútgáfan
af Brennu-Njálssögu. Hann sagði að ég ætti bókina en
hún var náttúrlega heimiliseign. í henni voru myndir eftir
Þorvald Skúlason og fleiri myndlistarmenn. Faðir minn las
mikið fyrir mig úr bókinni og ég las sjálf kafla í Njálu.
Þessi gjöf gladdi mig mikið, og síðan hefur Njála verið
uppáhaldsbókin mín. Ég man eftir því að ein jólin fékk ég
27 bækur í jólagjöf. Ég held aö ég hafi aldrei orðið glaðari.”
Hvaó þótti þér skemmtilegast að dvelja við,fyrir utan lestur
góðra bóka, þegarþú varst barn?
‘ ’Ég var mikil dúkkumanneskja og lék mér mikið að Ragnheiði
honum var mynd af brúðu
og þótt ég væri lítil vissi ég,
að þetta var jólagjöfín mín.
Þannig var í Meðalholtinu
að við bömin lékum okkur
mikið saman úti, vorum í
kúrekaleikjum, bófahasar
og fórum oft í bió að sjá
Roy Rogers og Trigger.
Það voru steyptir veggir
í kringum garðana og
beggja vegna hliðsins var
upphækkun, þetta voru Dimmalimm.
hestarnir okkar. Þarna
sátum við og þeystum
um allar grundir. Pabbi Bjarkar, vinkonu minnar, Sigdór
Helgason, smíðaði handa okkur hástökksgrindur, sem við
stukkum yfir. Við fengum að vera með þær inni á blettunum
Ragnheiður Asta í
Útvarpinu, með Birnu, í
kringum 1967.
Heima er bezt 103