Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 9
Jóhanna Andrea Ludvigsd. Knudsen, langamma Ragnheiðar Astu. A myndinni með henni eru Einar Stefánsson og Birna Jónsdóttir. sjö ára aldri. Sum fóru í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Síðan fór ég í Gagnfræðaskólann í Vonarstræti og tók þar landspróf. Við vorum sex stelpur í bekknum, ijórar úr Lindargötuskóla og tvær ofan úr Kjós . Þær voru alltaf kallaðar Kjósarsystur og eru það enn. Þarna voru líka Þorsteinn Gylfason og Jónas Gústafsson. Síðan fórum við öll í Menntaskólann í Reykjavík. Þá þóttist nú margur maður með mönnum. Þar var gott skólalíf og ijarskalega gaman. Eg var í A- bekk, sem var kvennabekkur og við erum átta sem höldum hópinn enn í dag. Við Svala Thorlacius sátum alltaf saman, og það get ég sagt þér, að okkur leiddist ekki eina mínútu. Þegar ég var 16-17 ára fluttumst við í Eskihlið 10. Það var gott að búa þar. Síðar erfði mamma, eftir Þórð móðurbróður sinn, tvær íbúðir í hálfgerðu fjölskylduhúsi við Ásvallagötu 17. Foreldrar mínir bjuggu lengi á Ásvallagötu en fóru síðan í Garðastræti. Þá fannst mömmu hún komin heim, því þar mun Vigfúsarkot, sem afi hennar ólst upp í, hafa staðið. Var ekki mikió um böll og dansœfmgar í skólanum? „Það var dansað á sal, það var mikið gaman. Varla sást vín haft um hönd svoleiðis enda bannað og rektor, Kristinn Ármannsson, rnikið prúðmenni, tók hart á slíku. Helst bar á víni í Menntaskólaselinu. Þegar ég var í fimmta bekk eignaðist ég barn. Pétur sonur minn fæddist í mars 1960. Ég var utan skóla eftir jól. Það þótti ekki fínt að vera ófrísk í skóla. Ég átti hann á fæðingadeildinni. í júní 1961 varð ég stúdent og Eyþórminn eignaðist ég í september um haustið á Fæðingarheimilinu yndislega. Ég átti góða að, mína elskulegu foreldra. Birna dóttir mín fæddist 1965 heirna í stofu okkar Gunnars Eyþórssonar, fyrri manns míns. Hann var ljósmóðirin hennar. Solla okkar Jóns Múla er fædd 1975, hún er nú búsett í Bandaríkjunum með manni sínum og börnum. Þegar við Gunnar giftum okkur voru drengimir tveggja og ljögurra ára. Þá átti ég tveggja herbergja íbúð í Ljósheimum, þar sem við bjuggum fyrstu árin. Ur Ljósheimunum fluttumst við í leiguhúsnæði, fyrst í Barmahlíð og svo í Eskihlíð 8. Eftir stúdentspróf innritaðist ég í Háskólann í sögu og dönsku. Það var haft samband við mig úr Háskólanum þegar Danska ríkið bauð tveimur dönskustúdentum í Lýðháskóla í Danmörku. Bjarni Aðalsteinsson fór í Lýðháskólann um leið og ég, einnig voru þar þrjár stúlkur frá Isafirði. Við lærðum hitt og þetta sem varðaði danska menningu. Ég komst að því að ég ver betri í danskri stafsetningu og málfræði en dönsku nemendumir í skólanum. Þetta voru þrír góðir mánuðir á Frederiksborg höjskole í Hilleröd. Um þetta leyti var ég byrjuð í útvarpinu. Ég fékk frí og við fórum í maí, þá var skólinn nýbyrjaður. Mamma var með drengina og ég vissi að þeir vora í öraggum höndum heima hjá foreldrum mínum en saknaði þeirra auðvitað. Svo komu foreldrar mínir út og móðursystir mín tók strákana að sér. „Ert þú mamma,“ sagði Eyþór minn þegar ég kom heim og þá fór ég að gráta. Útvarpið „Pabbi vann í útvarpinu þegar ég fæddist, ég held að hann hafi unnið þar enn þegar ég fermdist, en hætti um það leyti en kom aftur til Utvarpsins í kringum 1970.” Hvaðfórfaðirþinn að gera eftir að hann hœtti ífyrra skiptið í Útvarpinu? ,Hann rak Skrifstofu skemmtikrafta og réði skemmtikrafta á samkomur og skemmtanir og flutti inn listafólk frá útlöndum. Hann flutti fyrstur inn Vladimir Ashkenazy, einnig Malcolm Frager, I Solisti Veneti, Litlu næturgalana frönsku og margt fleira listafólk og skemmtikrafta. Faðir minn rak Hreyfilsbúðina og einnig Sölutuminn við Arnarhól. Turninn stóð fyrst á Lækjartorgi og er nú Reykjavíkurtákn og stendur við Lækjargötu, ekki langt frá Menntaskólanum. Á Fríkirkjuvegi 11 rak hann söluturn í lystihúsi Thors Jensens í garðinunr. Það var falleg girðing í kringum garðinn, smíðuð Feðgarnir Arni frá Múla ogsynir hans, Jón Múli og Jónas. Heima er bezt 105

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.