Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Page 11

Heima er bezt - 01.03.2006, Page 11
Jón Múli og Ragnheiður Asta í afmœli Jónasar. Flosi skemmtir. Þegar ég spyr Ragnheiði Astu að því hver hafí hugsað um börnin á meðan hún vann þessar löngu vaktir segir hún: „Það var hún móðir mín elskuleg og faðir minn líka. Ég fór með þau heim til þeirra um leið og ég fór í vinnuna. Bömin mín voru fljót að bjarga sér og á meðan við áttum heima í Ljósheimum voru drengirnir í ísaksskóla. Maður tryði því ekki núna en þeir fóru þangað sjálfir í strætó. Það munaði miklu hvað umferðin var miklu minni þá en nú. Þá var ekki hættulegt fólki á ferli en nokkrir sérstæðir persónuleikar. Allt blessaðist þetta vel og það hefur alltaf verið gaman að vinna við útvarpið.” Á heimili foreldra minna var gestkvæmt „Þangað komu afar margir og fólk var velkomið. Sumir af heimagöngunum voru kynlegir kvistir og af þeim má nefna Hauk pressara, hann var mikill vinur foreldra minna. Frá því að ég man eftir honum átti hann heima á Vífilstöðum. Hann kom í bæinn með pressujárnið og pressuklappann. Mér þykir líklegt að hann hafii fengið að geyma áhöldin á BSR, sem þá var í Lækjargötu, þau voru níðþung. Svo kom hann til okkar upp í Holt og Hlíðar, fékk að borða, pressaði síðan fötin af pabba og fékk greitt fyrir. Stundum kom hann með poka fulla af 10 og 25 aurum og sagði; „Lilla, teldu þetta fyrir mig.” Ég er kölluð Lilla. Ég spurði hann einu sinni að því af hverju hann væri með alla þessa 25 og 10 eyringa. „Ég skal segja þér það vina mín, krónan er alltaf að lækka og hún er orðin einskisvirði svo að ég skipti þessu öllu í aura.” Haukur var sonur Guðmundar klæðskera á Bergstaðastræti og bróðir systur Klemensíu. Þegar hann kynnti sig fyrir mér sagði hann: „Sæl, ég er bróðir hennar systir hennar Klemensíu“. Hann sagði líka við mig: „Ég slcal játa það fyrir þér, að ég var fermdur Alltafjafn ástfangin. Louis Armstrongþegar hann kom til íslands ogJón Múli. upp á faðirvorið og varð að gleypa altaristöfluna”. Þegar ég sagði honum að ég væri að flytjast úr foreldrahúsum, sagði Haukur að hann hefði ekkert þangað að gera lengur eftir að ég væru farin. Við vorum miklir vinir. Hann mun þó hafa haldið áfram að koma til foreldra minna. Haukur fór víða um bæinn til að pressa og gerði það í mörg ár. Á heimili foreldra minna var skotið skjólshúsi yfír marga og þar var ekki farið i manngreinarálit. Stundum fékk fólk sem var í reiðileysi að vera hjá okkur.” Heima er bezt 107

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.