Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 18
skildi eftir dauft, dökkt far á blaðinu. Síðar kom grafít í stað blýsins, en nafnið loðir við skriffærin, sem við köllum blýanta, og tölum um blýið í þeim. Grafít er afbrigði af kolefni, sama efni og er í demanti, en atómin skipast öðru vísi niður, og grafít er mjög mjúkt og skilur eftir sig svart strik. Snemma á 16. öld fannst náma með mjög hreinu grafíti í Borrowdale á Englandi. Menn héldu fyrst að þetta væru kol og reyndu að brenna því með rýrum árangri - grafít brennur að vísu en mikinn hita þarf til að kveikja í því. Bændur fóru svo íljótlega að merkja kindur með grafíti. Kringum 1565 fóru menn að skrifa með grafítlengjum, sem vildu molna og voru fyrst vafðar inn í tau. Síðar var farið að fella grafítstrengi inn í tréstauta, og þar með má segja að blýanturinn hafi orðið til. Árið 1662 hófst verksmiðjuframleiðsla á blýöntum í Núrnberg í Þýskalandi, þar sem grafítlengja var felld inn í rennu í viðarlista og rennunni svo lokað með því að líma yfir hana annan lista. Framan af spillti það fyrir blýantagerð hve mjúkt grafitið er, auk þess sem gæðin voru misjöfn eftir uppruna. Árið 1795 fékk franskur efnafræðingur, Nicholas Jacques Conté, einkaleyfí fyrir aðferð til að hita blöndu af leir og grafíti svo til varð staðlað kerfi af „blýi“ sem síðan er notað í blýanta. Ef mikið er af grafíti verður til mjúkur teikniblýantur, en harðari gerðir, með meiru af leir, nýtast við tækniteiknun. Nú eru hörðustu blýantar auðkenndir 7H og síðan 6H, 5H ... 2H, H. Þá tekur við F og svo „miðlungsblýanturinn“ HB, og röðin af teikniblýöntum frá B til 7B. I fyrstu blýöntunum var „blýið“ ferstrent og auk þess ekki alltaf inni í skriffærinu miðju, og þessir blýantar voru yddaðir með hnífi. Með aukinni stöðlun og vélvæðingu var grafítblandan mótuð í sívalning og felld inn í viðarbol blýantsins miðjan á síðari hluta nítjándu aldar. Þá hófst timi yddaranna. Bandarískt fyrirtæki skráði árið 1869 einkaleyfi á handyddara, sem rúmast í vasa, og þessi gerð hefur haldist nær óbreytt síðan. Fjöldi af einkar hugvitsamlega hönnuðum yddurum til skrifstofunota, sem knúnir voru sveif og síðar rafmagni, kom fram við lok nítjándu aldar og snemma á hinni tuttugustu; meðal annars voru sumir búnir slípiflötum úr sandpappír. Árið 1822 skráðu tveir Bretar, Sampson Mordan og John Isaac Hawkins, einkaleyfi fyrir skrúfblýanti, og nú er íjöldi gerða af þeim á markaði, þar sem blýið er ýmist skrúfað út úr blýantinum eða því pumpað. Lindarpennar Elsti málmpenni sem um getur, er úr kopar og fannst í rústum Pompei á Italíu, en borgin grófst undir gosefnum úr Vesúvíusi árið 79 e. Kr. Lengi framan af fór samt iítið íyrir þessum pennum. Það var ekki fyrr en á öðrum ijórðungi nítjándu aldar sem tæknin leyfði ijöldaframleiðslu á vönduðum málmpennum. Fyrst voru málmoddamir skorðaðir í pennastöngum og þeim dýft í blek eftir þörfúm. Fljótlega var reynt að smíða penna með innbyggðu blekhylki, svo ekki þyrfti að dýfa þeim í blekbyttu, en í fyrstu gerðunum var rennslið ójafnt og blekið gusaðist oft úr pennanum og klesstist á pappírinn. Tryggingasali í New York, Lewis Waterman, hafði keypt slíkan grip en tókst ekki betur til en svo að penninn spjó bleki yfír verðmætan samning og eyðilagði skjalið, og keppinautur Watermans hafði af honum viðskiptin. Waterman ætlaði ekki að láta þetta ganga oftar yfir sig og leysti vandann með hárpípukerfi sem tryggði jafnt rennsli. Árið 1884 fékk hann einka- leyfi á kerfinu og hóf framleiðslu fyrstu nothæfu lindarpennanna. Og enn em framleiddir pennar tneð nafni hans. Á mörgum vönduðum lindarpennum er sjálfur penninn úr gulli, og oft er framan á hann felldur hnúður úr harðari málmi, svo sem iridíum. Blekfyllingin er með ýmsu móti. Algengt er að bulla sé dregin upp, eða belgur úr gúmi eða plasti kreistur og blekið dregið upp í hann. Um 1950 komu fram pennar með einnota blekhylkjum. Kúlupennar Ungverskir bræður, Lazlo (Ladislao) og Georg (György) Biro, fengu árið 1938 einkaleyfi á penna sem skammtar blek úr blekhylki um málmkúlu sem rúllar Fjaðurpenni. yfir pappírinn. Blekið, sem er seigara en venjulegt skritblek, þomar nær samstundis. I heimsstyrjöldinni flúðu bræðumir til Argentínu, endumýjuðu þar einkaleyfi sitt og hófu framleiðslu á kúlupennum. Nýi penninn nýtist í háloft- unum, þar sem venjulegir pennar spýta blekinu vegna lágþrýstings, og bandaríski og breski flugherinn keyptu leyfi hjá bræðrunum til að framleiða kúlupenna handa flugmönnum. Eftir stríðið stórjókst sala á kúlupennum jafnframt því sem verðið lækkaði, ekki síst eftir að franskur barón, Marcel Bich, hóf fjöldaframleiðslu á hræódýmm, einnota kúlupennum undir nafninu BiC. Á hinn bóginn hafa svo sérlegir kúlupennar, eflaust rándýrir, verið framleiddir til nota í þyngdarleysi úti í geimnum. Upp úr 1980 komu svo fram vökvakúlupennarnir (roller ball), sem flestir eru með keramíkkúlu og skrifa með þynnra bleki en venjulegir kúlupennar. Þeir sameina ýmsa kosti hefðbundinna blekpenna og kúlupenna, renna til dæmis léttaryfir blaðið en kúlupennar. Hins vegar er það kannski einmitt ein meginástæðan fyrir velgengni kúlupennans að hann skrifar undir þrýstingi og getur þar með skilað mörgum afritum samtímis. Án bírópennans væri greiðslukortabyltingin líklega óframkvæmanleg! Filtpennar Upp úr 1960 fóm Japanar að framleiða penna með fljótandi bleki sem dregst fram í odd úr filti. Þessir einföldu og ódýru pennar fást í ýmsum litum og breiddum og fylla breiðar hillur í 114 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.