Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Page 20

Heima er bezt - 01.03.2006, Page 20
r hverjum degi koma gestir í garðinn minn. Þegar ég stend við eldhúsgluggann og þvæ upp eftir hádegismatinn flykkjast þeir að með vængjaslætti og kvikum hreyfingum, skógarþrestir og starrar, sem keppast við að ná sér í brauðmola sem við höfum kastað út á snjóinn. Atferli þessara tveggja tegunda er töluvert ólíkt. Starramir eru styggir, heija sig til flugs við minnstu hreyfingu í glugganum. Þrestimirem sumirótrúlega spakir. Þeir koma oft á vissum tíma undir hádegi, setjast á blómaker nálægt glugganum, halla undir flatt sitt á hvað og mæna upp í gluggann, eins og til að gá hvort ég fari nú ekki að koma út með hádegismatinn. Þegar ég kem svo með brauðmola og fleira góðgæti á diski, hörfa þeir aðeins til hliðar meðan ég strái úr þessu en koma svo næstum fast að mér til að fá sér bita. Þrestimir eru ótrúlega frekir. Þeir ráðast hver á annan og rífast um bitana þótt nóg sé handa öllum. Stundum fljúgast þeir á eins og reiðir hanar, heija sig á loft og höggva hver í annan. Um þverbak keyrði einn daginn. Ég fór út með kúst til að sópa mesta snjónum af bletti sem ég hugðist strá á hafragrjónum. Ekki hafði ég alveg lokið við að sópa þegar þröstur kom undan runna, argandi og gargandi af frekju og rak í burtu annan, sem nálgaðist, maturinn ekki einu sinni kominn. Síðan sat hann lengi einn að krásunum, belgdi sig allan út og rak aðra þresti sem nálguðust, miskunnarlaust í burtu með gargi og látum. I óðagoti réðst hann jafnvel á starra sem kom en áttaði sig fljótlega, opnaði aðeins ginið og hvæsti. Yfirieitt láta þrestir starra alveg í friði, jafnvel þótt þeir eti hlið við hlið og næstum rekist hver á annan. Ég held að þessar tvær tegundir fyrirlíti hvor aðra svo mjög að þær eyði ekki einu sinni augnatilliti hvor á aðra. Aldrei hef ég séð starra rífast. Fuglarnir em ótrúlega matvandir. Rúgbrauð og kartöflur vilja þeir helst ekki, jafnvel þótt í brunagaddi sé og við höfum ekki annað að bjóða þeim. Ostbitar þykja sælgæti, að ég tali nú ekki um kjöttægjur. Ef fugl nær sér í sérlega gómsætan bita, fer hann með hann afsíðis í gogginum og etur hann þar í ró og næði. Ég hef stundum verið að velta fyrir mér hvort ekki væru þetta sömu fuglarnir sem koma daglega í heimsókn. Nú hef ég fengið sönnur á því. Dag nokkum sá ég óvenjulega hnöttóttan og digran þröst. Þegar betur var að gáð vantaði á hann stélið. Þetta virtist ekki há honum á flugi - og þó? Kannski var hann svona feitur og hnöttóttur af of miklu áti og oflítilli hreyfmgu, alveg eins og verða vill hjá mannfólkinu? Sá stéllausi kemur oft í heimsókn. Svo er það vesalings einfætti starrinn. Það vantar á hann vinstri fót. Hann kemur oft í garðinn, hoppar á öðrum fæti og teygir stundum úr stúfnum og styður sig við hann. Hann getur þó ekki staðið á öðrum fæti til skiptis, eins og aðrir fuglar gera þegar kuldinn úr snjónum er alveg að fara með litlu grönnu fæturna. Þá er líka gott að geta tyllt sér upp í tré og runna. Stöku sinnum koma enn fallegri og skemmtilegri gestir í garðinn. Ofurlitlir, hnubbaralegir auðnutittlingar, dökkir í vöngum með rauða bót á enninu. Þeir snerta ekki brauðmolana heldur setjast í tré og mnna og tína uppþornuð fræ og smáblöð. Snjótittlingar sjást varla hér í borgarmiðjunni. Þeir em einu fuglarnir sem vilja maískurl frá Sólskríkjusjóðnum. Þrestir líta ekki við slíku harðmeti. íffífó Anna Man'a Þórisdóttir: 116 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.