Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 22
Auðunn Bragi Sveinsson: Vetrardvöl í Lambanesi og Haganesvík 1935 Fyrri hluti Eftir áramótin 1935 var mér komið fyrir í Haganesvík. Skyldi ég stunda þar nám annan hvern mánuð. í síöasta þætti hef ég getið kennarans, Sæmundar Dúasonar, bróður hins kunna fræðimanns, Jóns Dúasonar. Skólanum var komið fyrir í húsinu Brautarholti, þar sem hjónin Sveinn Stefánsson og Lilja Kristjánsdóttir bjuggu. Kennarinn var þama til húsa, Auðunn Bragi, 1954. auk mín og stúlku einnar úr Flókadalnum, Astu Guðvarðardóttur, frá Minni-Reykjum. Gott, ef við sváfum ekki í sama herberginu. Hún var jafngömul mér, varð 11 ára fyrir áramótin 1934 - 1935. Ég er hræddur um, að ég hafí strítt henni eitthvað, og skammast ég mín nú fyrir það. Hún varð eiginkona þekkts læknis, Ulfs Ragnarssonar, sem er sonur Ragnars Asgeirssonar ráðunauts. Astu gekk vel að læra, var bæði gáfuð og næm. En foreldrar henni voru barnmargir og gátu ekki veitt henni skrautleg klæði. Matur var ágætur hjá þeim hjónum þarna í Brautarholti. Talsvert var veitt í Miklavatni, þarna rétt hjá, og borðuðum við fisk úr því ágæta vatni. Best fannst mér bragðast grálúðan, oft söltuð og afvötnuð. Þá gengu ýmsar fisktegundir inn í vatnið um ósinn, nálægt Hraunum. Samræður vorujafnan líflegarundirborðum. Sæmundur var vel heima í mörgum greinum, svo og í almennum málum innanlands. Þá var Sveinn Stefánsson vel gefínn maður, sem átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Hann var nokkuð hávaxinn. Hárið hafói hann að miklu leyti misst. Á háhvirflinum bar hann tvö æxli, er voru nokkuð áberandi. Lilju, konu Sveins, lá allhátt rómur, og var hún nokkuð skrækróma stundum. Hún var indælismanneskja. Dætur áttu þau þrjár, báðar kornungar. Síðar fæddust þeim þrjú börn: Sveinn, sem nefndur var Brósi, Ása og Karólína, fædd 1946. Henni kenndi ég, er ég var skólastjóri í Fljótum 1954-1957. Ég hef getið þess að skólinn í Haganesvík hafí verið til húsa í Brautarholti. Það vartveggja hæða hús, og kennt var á þeirri neðri. Ekki var kennslustofan beint rúmgóð, en það gerði ekki mikið til, því við vorum fá. Lakar var, að vatn vildi renna inn, annað hvort gegnum vegginn eða yfir þröskuldinn, þegar hlákur gerði. Stóðum við í vatninu í gúmmístígvélum. Ekki kom þetta raunar oft fyrir þá tvo mánuði, sem ég dvaldi þama, á útmánuðum 1935. Mikil áníðsla hlýtur það að hafa verið að taka skóla inn á heimili sitt. En víða varð þetta að vera svona, þegar skólahús vantaði. Það var ekki fyrr en 1944, að skólahús var reist í Vestur- Fljótum, að Sólgörðum, nálægt Barði, sem Haganeshreppur tók við, eftir að hætt var að nota það sem sumardvalarheimili fyrir siglfirsk börn. Það þótti of langt frá Siglufirði. Skólafélagar Ég man eftir nokkrum skólafélögum mínum þarna. Þar var Jón Kort í Haganesi. Olafur faðir hans var vel metinn maður í Haganeshreppi, símstöðvarstjóri og í sveitarstjórn. Man að hann sat einu sinni eða oftar til borðs með okkur í Brautarholti, alveg bráðskemmtilegur karl. Þá voru þarna tveir synir Hermanns Jónssonar og Elínar Lárusdóttur á Ysta-Mói, Georg og Sæmundur. Sá síðamefndi orðinn stór vexti, kominn að fermingu. Stúlka var frá Neðra- Haganesi, Björg Sæmundsdóttir að nafni (1920-1992). Þá voru þarna tveir piltar, að nafni Alfreð: Alfreð frá Molastöðum Jónsson og Alfreð Hallgrímsson frá Minna-Holti. Vera má, að ég gleymi einhverjum, en þá verður að hafa það. Varla muna nokkrir eftir mér, utanveltugemlingnum, sem allt í einu skaut þama upp í nokkrar vikur, af því að ég var orðinn skólaskyldur. Kennarinn var okkur mjög góður. Hann var mikið með okkur Auðunn Bragi ásamt Elínu 118 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.