Heima er bezt - 01.03.2006, Síða 27
nokkru fjær, stóð á bak við norðausturhorn bæjarhúsanna.
í þeirri hlöðu var nokkurt rúm, enda réttamönnum ávallt
ætluð þar gisting í leitunum á haustin.
Nú búast þær um í þessari hlöðu um kvöldið og krækja
hlöðudyrunum vel aftur að innanverðu. Ingveldur hafði
kippt með sér úr bæjardyrum um leið og hún fór, aflagða
karlmannskápugarm, til að slá um sig og verja sig með því
mosa og öðru rusli úr heyinu. Nú leggjast þær niður og
hafa bóndadóttur á milli sín. Þær sofna bráðlega, en nálægt
miðri nóttu vaknar bóndadóttir og vekur stöllur sínar. Er hún
þá næsta óttaslegin og hvíslar að þeim í hljóði, að Símon
sé áreiðanlega inni hjá þeim í hlöðunni. Hinar telja slíkt
varla geta átt sér stað, þar sem hlöðudyrunum hafí verið
krækt aftur að innanverðu. En bóndadóttir stendur enn fast
á sínu og kvaðst jafnvel hafa þreifað á karli. Nú leist hinum
ekki á og athuga hlöðudymar, en ganga þá fljótt úr skugga
um að hurðin er fast aftur og allt með sömu ummerkjum
og þær höfðu skilið við um kvöldið. Biður þá vinnukonan
bóndadóttur að Iáta af öllum grillum og fásinnu, enda komust
þær að þeirri niðurstöðu, að þegar bóndadóttir taldi sig hafa
þreifað á Símoni, þá muni þar hafa oróið fyrir hendi hennar
kápulafið hjá Ingveldi. Róast nú telpan og leggjast þær fyrir
aftur og sofna.
Eldsnemma um morguninn rís svo vinnukonan upp og fer
til bæjar til þess að kveikja upp eldinn þar i eldhúsinu. En
þegar hún ætlar inn i bæinn, mætir hún Símoni þar á hlaðinu.
Er hann á nærklæðum einum og ekki frýnilegur. Ætlar hann
inn á eftir stúlkunni, en í því bar þar að bóndann og kom hann
í veg fyrir að vandræði hlytust af. En reiður var þá Símon
og kvað „kvenþjóðina illa hafa svikið sig.“ Stúlkurnar hafi
hlaupið frá sínum rúmum og dembt sér út í hlöðu. Svo hafi
hann verið á vakki mest alla nóttina í kring um hlöðuna. En
hvemig sem hann hafi hlustað, hafi hann hvorki heyrt til
þeirra stunu né hósta. Þess var heldur ekki von, því að Símon
mun eingöngu hafa vaktað kúaheyhlöðuna, þar sem
enginn var fyrir. En fyrir þessi mistök Símonar fengu þær
stöllur að sofa raunverulega óáreittar í sinni hlöðu.
Símon stóð við í Vogsósum eitthvað fram eftir deginum.
En ölærslin, sem hlupu á hann dag-inn áður og allur þessi
mótgangur frá kvenfólksins hálfu, hafði sett hann svo út af
laginu, að hann gat ekkí ort þar nema örfáa, nauða ómerkilega
kviðlinga í þetta sinn. Eftirþetta kvaðst Ingvelduraldrei hafa
óskað eftir Símoni í heimsókn.
Aldargamall og of
ærslafenginn fyrir börnin
ÞINGHOLTIN í Reykjavík áttu til skamms tíma einn boðbera
gleðinnar, sem aldrei krafðist neinna launa. Það var Sigurður
Guðmundsson, sem um hartnær tvo áratugi hefur leikið á
munnhörpu og dansað sóló fyrir börnin á leikvellinum við
Freyjugötu. En nú er hann hættur að leika við börnin, og
hann býst ekki við að gera það framar. Hann segist hafa
verið rekinn af vellinum, gæslukonan hefði beðið sig að
koma þangað ekki, vegna þess, „að hann æsti upp krakkana
og væri of ijörugur“. Víst er ekki hollt að æsa upp börnin, en
sjaldgæft mun það vera, að 99 ára gömlum manni sé vísað
úr leik vegna ærslaláta og íjörs.
Sigurður er skagfírskur að ætt, en hefur dvalið lengi hér
í Reykjavík. Bömin nefna hann Sigga gamla og nágrannar
hans þekkja hann ekki undir öðru nafni. Hann býr í litlu
bakhúsi, eða skúr við Freyjugötu, sem hann á sjálfur. Eins
og stendur býr hann þar einn, en undanfarin ár hefur hann
leigt húsvilltu fólki stofuna sína og sofíð sjálfur í búrinu.
Hann er að velta því fyrir sér, hvort hann eigi nokkuð að
leigja fólki aftur.
„Eg hef efni á að búa hérna einn“, segir hann, „og ég
kann bezt við að sjá um mig sjálfur. Það vill hvort sem er
enginn skipta sér af mér nema til þess eins að koma mér á
Elliheimilið. Og þangað vil ég ekki f ara, má ekki til þess
hugsa. Auðvitað er það sérviska, en ég um það.
Fyrir nokkrum ámm háði mér lystarleysi og magaverkir,
og þá var ég drifinn á spítala. Komst ég þaðan við illan leik
eftir viku, án þess að leggjast veikur, — og enn hef ég ekki
legið rúmfastur einn einasta dag á ævinni.
Einn sólbjartan sumarmorgun kom ég að máli við Sigurð,
þar sem hann stóð utandyra við að brjóta spýtur í uppkveikju.
Hann tvíhenti sleggjuna og braut og knosaði timbrið.
„Ljóta greyið með exina mína, búið að stela henni”. Það er
enginn friður með nokkum skapaðan hlut.“
Hann tönglast á því nokkra stund, að það væri ljóta ólánið
með exina sína, uns granni hans heyrir þetta og færir honum
exi. Svo tínir hann saman spelkana, raðar þeim í fínleg knippi,
lætur tvö þau stærstu niður i kolakassann, en ber það minnsta
í húsið, og bauð mér inn.
Við göngum beint inn í eldhúsið, en innar af því er stofan,
sem Sigurður er hættur við að leigja út. í sannleika sagt er
hún mesta kytra og ekki vistleg, en um leið og hann opnar
hurðina segir hann með stolti sjálfseignarmannsins:
„Sýnist þér hún ekki vera væn og stór?“
Gömul ábreiða hangir fyrir glugganum, eitt rúmstæði er
í stofunni, og ekkert húsgagn annað.
Mig langar til að fræðast um helstu æviatriði Sigurðar, en
hann svarar spumingum mínum út í hött, segist vera hættur
að muna nokkuð, enda komi hann ekki öðrum við. Hann
endurtekur það hvað eftir annað, að hann komi ekki öðrum
við, og það er ekki laust við beiskju og ásökun í röddinni.
Hann veit, að hann hefur lifað lengi, man hvar hann hefur
lifað, en ekki hve lengi á hverjum stað.
„Eg hef séð fyrir mér sjálfur í 89 ár og skulda engum neitt.
Tíu ára yfírgaf ég móður mína. Ég var yngsta barnið og
faðir minn lést þegar ég var fárra ára. Síðan hef ég ekkert af
mínu fólki séð og eiginlega veit ég ekkert hvað af því varð.
Eitthvað af systkinum mínum fór til Ameríku og sum fóru til
Siglufjarðar. Móður mína hitti ég ekki framar, en löngu seinna
sá ég um að koma henni í jörðina, jörðina, jörðina.“
Hann endurtekur stundum orð og orð til að fyrirbyggja
hugsanlegan misskilning.
„Fram yfír fermingu var ég að Gröf í Hofshreppi og vann þar
fyrir mér, fyrir mér, fyrir mér. Þaðan fór ég í vinnumennsku
að Bræðraá í Sléttuhlíð og var þar um slóðir þangað til ég
fór að eiga með mig sjálfur. Flutti ég þá til Sauðárkróks og
Heima er bezt 123