Heima er bezt - 01.03.2006, Page 30
Loftmynd af Hofi í Hjaltadal sumarið 1983. Bæirnir Hof I fyrir miðju og Hof II ofar til hægri. Þar er Hjaltahaugur,
sem sker sig vel út í slegnu túni efst á mynd. Mitt á milli bæjar ogjjárhúsa á Hofi I er Skálatóftin og beint upp af henni
Goðalaut, hálf í skugga, en Halinn og Halatóft er á miðri mynd lengst til vinstri, út og upp frá fjárhúsunum, sem heita
Skálhús. Hitaveituskurðurinn firá 1981 sést greinilega upp túnið ogyfir bæjarhólinn sunnan við íbúðarhúsið gegnum
stœði gamla torfbæjarins.
Hjaltahaugur
Hofer landnámsj örð í Hjaltadal.
Þarnam land Hjalti Þórðarson
skálps. Náði landnám hans
yfir fremri hluta dalsins, út
að Hálsgróf að austan milli Víðiness
og Laufskála, en að Skúfsstaðaá að
vestan. Synir Hjalta Landnámsmanns
voru Þorvaldur og Þórður, skartmenn
miklir og auðugir. Ætla má að þeir hafi
auðgast í víking og Flateyjarbók getur
þess að Þorvaldur Hjaltason hafí tekið
þátt í orrustu á Fýrisvöllum í Svíþjóð
og verið í liði Eiríks Svíakonungs
sem barðist við Styrbjöm Svíakappa
og hafði sigur. Var Svíakóngur reifur
eftir orrustuna og bað einhvern yrkja
um, sem kynni. Þorvaldur Hjaltason
orti þá vísur tvær og þáði að launum
hálfrar merkur hring fyrir hvora vísu.
„Ekki orti hann áðr né síðan, svá at
menn vissu.“
Þegar Hjalti landnámsmaður andaðist,
héldu synir hans mikla veislu og buðu til
mönnum hvaðanæva. Segir í landnámu
að það erfí hafí ágætast verið á íslandi:
„ok váru þar tólf hundruð boðsmanna,
ok váru allir virðingarmenn með gjöfurn
brutt leiddir."
Hjaltahaugur er þekktur og vel sýnilegur
enn í dag. Hann er um 70-80 metra norður
afíbúðarhúsinuáHofi II. Þegar móunum
þar í kring var bylt í tún á sjötta áratug
20. aldar, var farið upp að hálfsokknu
garðlagi, sem virtist vera kringum
hauginn. Sjálfur er Hjaltahaugur reglulega
lagaður melkollur, hringlaga og um 25-
30 metrar í þvermál innan garðsins.
Sigurður Vigfússon fornfræðingur, kom
í Hof 1886 og gróf þá m.a. í Hjaltahaug,
en án árangurs. Aður hafði verið raskað
þar talsvert en ekki fyrir því haft að moka
ofan í aftur og er því enn dálítil uppgróin
grylja norðan í melkollinum. Ekkert
sannar það þó um að fornmaðurinn liggi
ekki á öðrum stað í haugnum.
Hof er talið fara í eyði um miðja 11. öld,
þegar afkomendur Hjalta landnámsmanns
yfírgáfu jörðina og fluttu sig út í Hóla.
Sá hét Oxi Hjaltason, sem byggði
fyrstu kirkju á Hólum og Ingimundur
Bjarnason prestur, sem gaf föðurleifð
sína til biskupsseturs, var afkomandi
Hjalta landnámsmanns.
Miklar fornleifar eru á Hofí. Þar eru
örnefnin Hoftóft og Goðalaut. Halatóft,
í langhúsastíl, sýnilega frá söguöld,
a.m.k. að hluta til, og önnur sem nefnist
Skálatóft, sögð í munnmælum vera af
skálanum sem þeir bræður létu reisa í
tilefni af erfídrykkjunni en virðist þó
bæjarrúst frá yngri tíma. A Hofi voru
einnig minjarum sundlaug, sem virðist
hafa verið mikið mannvirki en nú hafa
126 Heimaerbezt