Heima er bezt - 01.03.2006, Qupperneq 32
Smáþrautir
Hér eru nokkur skemmtileg viðfangsefni til að brjóta heilann um,
þegar þið eruð orðin þreytt á hinum umfangsmeiri leikjum.
Ef einhver ykkar eru óviss í greinarmerkjasetningu, œttuð þið að
spreyta ykkur á því að flytja kommur á rétta staði í þessari setningu:
„Þá kom lávarðurinn inn á höfðinu, hafði hann hvítan hatt
á fótunum, stóra gljáandi skó á enninu, myrkt óveðursský í
hendinni, göngustaf í augunum, illilega bliku þegjandi."
Eða þá þessa setningu héma:
„Hundar bitu, menn og konur hlupu burt og geltu.“
A komman kannski að flytjast þannig:
„Hundar bitu menn, og konur hlupu burt og geltu.“
Og hvemig er hægt að fá rím í þessa undarlegu vísu:
„Við Krösos auðga sagði Sólon
er sá hann allt hans veldi:
Allt vort gengi er sem ryk
við enda lífsins. -
Það fæst með því að lesa greinarmerkin með:
„Við Krösos auðga sagði Sólon
er sá hann allt hans veldi kólon.
Allt vort gengi er sem ryk
við enda lífsins punktur strik.“
I þessa setningu vantar lestrarmerki:
Það var og sagði ég ekki eða. Hún er skiljanlegri, ef þau
eru sett svona:
Það var „og“, sagði ég, ekki „eða“.
Hér er ekki rúm til að setja margar gátur. Þó skulu settar
hér örfáar, svo að þið séuð ekki alveg á flæðiskeri stödd, ef
þið kunnið engar gátur, en langar til að skemmta kunningjum
ykkar við þær ofurlitla stund.
1.
Einn morgun kom bankastjórinn óvenjulega snemma í
bankann, enda kom það ekki til af góðu: Hann ætlaði í ferðalag
með morgunlestinni. Hann mætti næturverði bankans og sagði
honum, að hann væri að fara með þessari jámbrautarlest.
Þá sagði næturvörðurinn:
„I yðar spomm mundi ég ekki fara. En ég er trúaður á
drauma, og þótt yður þyki e. t. v. ekki mark á því takandi,
dreymdi mig núna í nótt, að einmitt þessi lest rynni út af
sporinu og allir farþegarnir færust.“
Bankastjórinn svaraði fáu, en fór þó ekki með lestinni. Hún
fór hins vegar út af sporinu og varð mikið slys.
Daginn eftir lét bankastjórinn það verða sitt fyrsta verk
að reka næturvörðinn úr starfinu og kvað bankann ekki geta
haft svo óhúsbóndaholla menn í þjónustu sinni.
Hvers vegna gerði hann þetta?
Svar: Næturvörðinn dreymdi á nóttunni, einmitt þegar
hann átti að vaka og vera á verði.
2.
Þetta er gömul og góð íslensk gáta:
Maður kom að gömlum túngarði og sagði: „Það var fyrir
fiski, að þessi garður var ull.“ — Hvað átti hann við?
Svar: Fyrir löngu var þessi garður lagður (fiskur = langa;
ull = lagður, sbr. ullarlagður).
3.
Andapabbi, andamamma og andarungi fóru út á tjöm að
synda. Þá sagði andarunginn við foreldra sína: „Er þetta ekki
gaman fyrir okkur öll fjögur?“ — Hvers vegna sagði unginn
„fjögur“ í staðinn fyrir „þrjú“?
Svar: Hann kunni ekki að telja, litla greyið.
4.
Hvort er fyrr skapað, maðurinn eða skeggið?
Svar: Skeggið, því að hafurinn hefur skegg, og guð skapaði
dýrin á undan manninum.
128 Heimaerbezt