Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Page 34

Heima er bezt - 01.03.2006, Page 34
 í f > 1 4 i| Ej. ■ 'ej * l S V 1 '■ i 1! lifllll ÁM Frú Carlill fær sín hundrað pund Vorið 1889 braust út í Rússlandi inflúensufaraldur, sem áður en árið var á enda breiddist til verulegs hluta heimsbyggðarinnar. Lundúnaborg varð til dæmis afar illa úti. Póstur var ekki borinn út, bankar voru lokaðir og réttvísi varð ekki framfylgt vegna veikinda dómara. Þegar faraldurinn var í hámarki árið 1892, voru aðeins í einum af mörgum kirkjugörðum borgarinnar jarðsettir dag hvern 200 menn. Þeir sem lifðu veikina af voru máttlausir og lengi að ná sér. „Rússaflensan“ lagðist jafnt á háa sem lága. Albert Viktor, sonarsonur Viktoríu drottningar og verðandi konungur Bretlands, lést úr henni 28 ára 1892, og faraldurinn hjó skörð í kóngafjölskyldur víðar í Evrópu, auk þess sem hann lagði að velli biskupa, kardínála, aðalsmenn og annað fyrirfólk. Fátt var vitað um það af hverju veikin stafaði. Kenningin um það að smitsjúkdómar orsökuðust af örverum var að ryðja sér til rúms, en inflúensuveiran var óþekkt, fannst raunar ekki fyrr en 1933. Alþýða manna leitaði ýmissa skýringa, kenndi meðal annars um fúlum dömpum í lofti, jarðskjálftum, rafmagnsfyrirbærum í háloftum ellegar halastjörnum. Þar sem engin nýt lyfþekktust, opnaðist arðvænlegur markaður fyrir gagnslaus skottulyf. Eitt slíkt, sem mjög var auglýst á Englandi, var „karbólsýru- reykjarkúlan“ (The Carbolic Smoke Ball), gúmmíkúla, um 5 cm að þvermáli, og gekk út úr henni grannur stútur með grisju yfír opinu. Inni í kúlunni var duft með karbólsýru, og notandinn átti að halda stútnum upp að nefínu og anda djúpt að sér um leið og hann eða hún kreisti kúluna. Þetta átti að sótthreinsa slímhúðina og bægja hvers kyns sjúkdómum frá öndunarfærunum. Framleiðandinn ábyrgðist í auglýsingu, að meðferðin læknaði kvef, astma, hósta, berkjubólgu, hæsi, inflúensu, barnaveiki, kíghósta, svo fátt eitt sé talið. Ekki nóg með það. Auglýsingin hélt áfram: „The Carbolic Smoke Ball Company heitir að greiða hverjum þeim 100 sterlingspund, sem veikist af þeirri inflúensu sem nú geisar, ellegar af kvefí eða fylgikvillum þess, eftir að hafa notað karbólsýrureykjarkúluna samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningu. Örnólfur Til tryggingar hefur félagið lagt 1000 Thorlacius ■ pund inn á reikning í Alliancebanka við Regent Street.“ Húsmóðir í Lundúnum, frú Louise 130 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.