Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 36
Kviðlingar kvæðamál Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson Vísnaþáttur Góðir lesendur. Þá er kominn langi mars, eins og eitt sinn var sagt við mig, þegar ég stundaði kennslu, og framundan var þessi langi mánuður, eftir að febrúar sleppti, með sína 28 daga, nema þegar hlaupár er. Þau, sem fædd eru 29. febrúar, eiga afmæli fjórða hvert ár. Þannig er því varið með kunningja minn, Einar Baldvin Pálsson, prófessor, sem fæddur er 29. febrúar 1912. Hann varð stúdent frá M. R. 1930, 18 ára, sonur Páls Einarssonar, sem var fyrsti maður er bar stöðuheitið borgarstjóri í Reykjavík. Annars var ekki ætlunin að fræða ykkur, ágætu lesendur, um ættir manna, heldur að miðla einhverju úr vísnasjóði. Fyrir nokkrum árum sá Kristján Hreinsson, oft nefndur Skerjaljarðarskáld, (f. 1957) um útvarpsþátt, þar sem fólk botnaði vísna-fyrriparta gegnum síma, er hann varpaði fram. Var þetta hin besta skemmtun. Ég fylgdist með þáttum þessum og skrifaði margt úr þeim niður. Fylgir hér á eftir brot úr þessum þáttum. Höfundar botna eru eftir ýmsa, ekki nafngreinda. Kristján varpaði fram þessum fyrriparti: Lipur tunga lærir víst að láta sitthvað flakka. Tveir botnar, að mínu vali, fara hér á eftir: Máski þó sé máttlaust tíst, má það eflaust þakka. Orðsnilldin fær okkur nýst, ýmsir hana þakka. Fyrri hluti vísunnar hér á eftir fæddi af sér tvo botna: Senn mun okkur sólin blíð sælustundir veita. Þá fara menn um fjöll og hlíð, fegurðar að leita. Besta veður bœtir lýð, bœja jafnt og sveita. Eftirfarandi fyrriparti varpaði Kristján fram og fékk botna: Þegar kona þráir mann, þarf hún val að hyggja, að þau megi œ með sann ástarveröld byggja. að ekki þurfi o 'ní hann alla hluti að tyggja. að ekki fái önnur hann upp við sig að liggja. ekkert segja illt um hann eða nokkuð styggja. Kristján Hreinsson er eins og kunnugt er, skáld, sem varðveitir hina fornu arfleifð ríms og stuðla. Hann yrkir: Að vera Ijós í veröld hér víst er talinn styrkur, því hverjum neista ætlað er að yfirbuga myrkur. Fyrir áhrif frá þessari vísu Kristjáns, gamals nemanda míns, varð eftirfarandi staka til : 132 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.