Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 42

Heima er bezt - 01.03.2006, Blaðsíða 42
Ingibjörg Sigurðardóttir: Framhaldssaga 12. hluti - Já mamma, hann er brátt orðinn að bjartri, dýrmætri endurminningu, sem lifa mun jafnlengi okkur sjálfum, svarar Sverrir festulega. Hann þrýstir hönd konu sinnar, þau eru hér komin til að kunngjöra foreldrum hans ijölgunina á heimilinu. En áður en þau ná að heija máls á erindinu snýr Karl sér að syni sínum og spyr með alvöruþunga í rómi: - Þú hefur varla að óþörfu farið að bæta nýrri manneskju inn á heimili ykkar hjóna á þessum degi sonur sæll, eða á ég að trúa því? - Já pabbi, það er rétt til getið hjá þér. Við Sigrún erum hingað komin til að skýra ykkur mömmu frá þessu, svarar Sverrir hægt og rólega. - Jæja, síst af öllu hefði mér flogið í hug að þið hjónin tækjuð Björgu frá Fossá til ykkar á brúðkaupsdaginn. Áður en Sverrir nær að svara þessu vindur Sigrún sér að tengdaföður sínum og segir einöróum rómi: - Sverrir gerði þetta fyrir mig. Hér á ég alla sök, enginn annar. - Svo já. Hvað gat komið þér til þess að biðja hann slíkrar bónar á brúðkaupsdegi ykkar Sigrún, spyr Karl og horfir í forundran á tengdadóttur sína. Sigrún mætir augum hans djörf og hiklaus: - Því skal ég svara þér Karl, undanbragðalaust. Eg var að koma beint frá altari Drottins á mesta hamingjudegi lífs míns. Björg varð á vegi mínum, stóð ein utan við fjöldann. Mig langaði að heilsa þessari gömlu nágrannakonu minni en ekki ganga fram hjá henni eins og presturinn og Levítinn forðum. Og þarna mætti ég einmana og heimilislausu gamalmenni. Hann, sem gefið hafði mér hvílíkan dag sem þennan, hefði einnig sagt: “Það sem þér gjörið einum af þessum mínum minnstu bræðrum það hafíð þér gjört mér”. Og það var heilög skylda mín að rétta þama fram vinarhönd og minn góði eiginmaður stóð með mér. - Hefur þú þá gleymt fyrri kynnum ykkar Bjargar, spyr Karl og svipur hans mildast. - Já, þau eru fallin í ævarandi gleymsku. Ég þarf sjálf að biðja fyrirgefningar á ótal mörgu og því skyldi ég þá ekki fyrirgefa öðrum. Gamli sveitarhöfðinginn er djúpt snortinn af orðum tengdadóttur sinnar, þau getur enginn hrakið. Ráðamenn sveitarinnar hefðu fyrir löngu átt að vera búnir að sjá sóma sinn í að útvega Björgu varanlegan samastað eftir að hún hrökklaðist frá Fossá, en það gerðist um svipað leyti og Kristján sonur hennar giftist og tók þar við búi. Hún hefur reyndar aldrei leitað ásjár ráðamanna sveitarinnar í því efni og enginn hafði séð aumur á henni fyrr en nú að sú kona, sem síst skyldi, gekk þar fram fyrir skjöldu. - Þú ert fágæt kona, Sigrún, segir hann hrærðum rómi. - Svona ber okkur öllum að breyta, enginn má hindra það að mannkostir þínir fái að njóta sín. 138 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.