Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.2006, Side 43

Heima er bezt - 01.03.2006, Side 43
- Já, við skulum öll sameinast um það að reynast Björgu vel, segir Þorgerður og strýkur tár af hvarmi. - Það verður okkur sjálfum til blessunar. Sverrir litli hefur setið hljóður og hlýtt af athygli á orðaskipti þeirra fullorðnu. Barnshjarta hans finnur sárt til með gömlu konunni, sem á svona bágt, eins og mamma hans og þau hin voru að tala um. Hann gengur til móður sinnar og nafna og hallar sér upp að þeirn. - Eg ætla líka alltaf að vera góóur við gömlu konuna og hjálpa henni eins og ég get, segir hann með barnslegri einlægni. - Og öllum sem eiga bágt. - Þetta er fallega sagt nafni minn, segir Sverrir Karlsson og strýkur ástúðlega um vanga drengsins. - Við skulum öll bjóða Björgu velkomna að Hamraendunr. Gömlu hjónin sýna á sér fararsnið og Sverrir litli gerir slíkt hið sama. - Eg ætla að sofa inni hjá ömmu og afa í nótt, segir hann og gefur móður sinni og nafna blíðan koss undir svefninn. Gömlu hjónin bjóða syni sínum og tengdadóttur góða nótt með mikilli hlýju og innileik. Svo leiða þau Sverri litla út úr gestastofunni, þeim gæti ekki þótt vænna um þennan yndislega dreng þótt hann væri þeirra eigin sonarsonur. Djúp gleði, friður og sátt fyllir hjörtu þessara aldurhnignu, virðulegu, fyrrverandi hreppsstjórahjóna. Hamingjubörn dagsins eru komin inn í svefnherbergi sitt, þangað sem brúðarsængin bíður þeirra. Sigrún gengur fyrst út að glugganum og nemur þar staðar. Þaðan horfir hún hugfangin yfir sveitina sína kæru, laugaða gullroðnu kvöldskini frá hnígandi sól. Aldrei hefur þessi sveit verið fegurri en nú í augum hennar og aldrei hefur hún átt dýpri gleði né meiri hamingju í hjarta sínu eftir atburói þessa liðna dags. Sverrir gengur að hlið Sigrúnar og vefur hana örmum. Hún hallar höfði sínu að barmi hans og þannig horfa þau hljóð um stund út í kvöldfegurðina. Svo lýtur Sverrir niður að konu sinni og þrýstir kossi á varir hennar. - Eg býð þig velkomna heim í sveitina okkar, heim að Hamraendum, heim til mín, ástkæra eiginkona mín, hvíslar hann heitum rómi. Og geisladýrð fyllir svefnherbergið og umvefur ungu hjónin á Hamraendum. Vlðauki Haustið hefur haldið innreið sína. Hreppstjórasetrið að Hamraendum er nokkurs konar menningarmiðstöð sveitarinnar og þangað eiga margir erindi. A síðastliðnu sumri hefur Sverrir hreppstjóri látið ljúka við byggingu á nýju barnaskólahúsi á Fossi og ráðið þangað til starfa ungan, ijölmenntaðan kennara. Skólinn, þetta vistlega og vel búna vígi æskunnar, er stórt skref á framfarabraut og hvatning til dáða. Sverrir litli Þórarinsson er nú í fyrsta sinn ferðbúinn að heiman til skólagöngu. Hann er vel gefrnn og efnilegur drengur og hamingjusamt barn. Hann á ástríka og trausta móður og nafni hans og fóstri er honuin í öllu sem besti faðir. Gömlu hreppstjórahjónin hafa mikið dálæti á Sverri litla og hann á óskipta vináttu og hylli allra á heimilinu. Nafni hans ætlar nú að flytja hann í skólann og drengurinn bíður þess altygjaður inni hjá móður sinni. - Hlakkarðu ekki til að fara í skólann, Sverrir minn, spyr móðir hans glaðlega. - Jú, mamma, mér þykir svo gaman að læra. Og ég hlakka líka til að hitta Ola í Nesi, því hann byrjar auðvitað núna í skóla eins og ég, fyrst við erum jafn gamlir, svarar drengurinn léttur í bragði. - Já, að sjálfsögðu, mætið þið þangað báðir, vinirnir, og eftir fáein ár bætist svo nafna mín í hópinn, segir Sigrún og brosir til sonar síns. - Já, ogþá verður enn meira gaman! Eg ætla alltaf að vera góður við Sigrúnu litlu í skólanum. Mér þykir vænt um hana síðan við vorum í Nesi, en þá var hún svo pínulítil, svarar Sverrir blíðum bamsrómi. Sigrún strýkur mjúkri móðurhönd um vanga sonar síns. - Eg vona að þú verðir góður við alla og komir þér allsstaðar vel, Sverrir minn, segir hún. - En Sverrir á Hamraendum lætur engan stríða Sigrúnu litlu í Nesi án þess að leggja henni lið, það er gamalt og sígilt lögmál í bamaskólanum á Fossi, bætir hún við, broshýr á svip. Drengnum er farið að leiðast biðin og hleypur út. Sigrún hefúr lokið við að merkja farangur sonar síns og kærar minningar frá eigin barnæsku leita á huga hennar. Hve allt þetta er líkt og forðum: Sigrún litla í Nesi og Sverrir á Hamraendum... Sigrún hrekkur skyndilega upp frá þessum hugleiðingum, Sverrir maður hennar snarast inn úr dyrunum. - Er farangur skóladrengsins okkar tilbúinn, Sigrún mín, spyr hann brosmildur á svip. - Já, hann er til reiðu, svarar Sigrún og eilítið annars hugar. Sverrir gengur að hlið konu sinnar, tekur hana í faðm sér og lítur örlítið glettinn í augu hennar. - Nú hefur þú verið að hugsa um skóladagana okkar á Fossi, forðum, segir hann, - ég sé það í augunum þínum. - Já, svo sannarlega vaktir þú mig frá þeim björtu endurminningum, svarar hún og brosir til hans. Og nú rifja þau sameiginlega upp æskustundir sínar í bamaskólanum á Fossi. - Já, segir Sverrir að lokum, ég man vel að ég hét því að vernda alltaf þessa nýkomnu, fallegu stelpu með tárvotu augun, eftir ertni og áreitni strákanna, og svo gekk ég til hennar í fyrsta skipti. Framhaldið þekkjum við bæði, frá þeim degi höfum við átt hvort annað, Sigrún mín. - Já, það er sannleikur, Sverrir, svarar hún og horfir ástúðlega á hann. - Og nafni þinn var að segja mér áðan að hann ætlaði að vera góður við nöfnu mína í Nesi, þegar hún byrjaði í skólanum á Fossi, og þar með innifalið að sjálfsögðu, að vernda hana frá stríðni og áreitni skólafélaganna og mér þótti vænt um að heyra þetta. - Jæja, sagði hann það, blessaður! Skyldi þetta fylgja nafninu, svarar Sverrir brosandi og innsiglar þau orð með ástríkum kossi á varir konu sinnar. í næstu andrá kemur Sverrir litli hraðfari inn úr dyrunum. Mikill ferðahugur er kominn í drenginn. - Förum við ekki bráðum að leggja af stað, nafni minn, spyr hann ögn ákafur, en hæversklega. - Jú, vinur minn, nú skulum við leggja af stað, svarar Heimaerbezt 139

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.