Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 41

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 41
Eftir skimarathöfnina stungu menn sér í sjóinn. Skímarvottorðið. rjála við einskonar rjóður. Jamm, svona er lífið á suðrænum sólskinsströndum. Ekki komst maður upp með neitt rjál í þetta skipti því um kvöldið vorum við teknir að bryggju og strax byrjað að lesta þessi tæpu 1000 tonn sem við áttum að taka. Ég hef aldrei verið við auðveldari lestun. Þeir spurðu mig hvemig legu ég vildi hafa á skipinu. þ. e. a. s. stafnhalla. Svo færðu þeir lestunargræjumar fram og til baka uns lestun var lokið með réttri djúpristu. Lestunin tók um 3 tíma og svo var bara að kvitta á pappíra og koma sér af stað. Við höfðum sem sagt lestað þama tæp 1000 tonn af hrájámi til Mantanzas, smábæjar, sem stendur við Orinoco fljótið í Venesúela og er eiginlega bara bryggja með losunarútbúnaði fyrir allskonar ósekkjaða kornvöru m. a. Vegalengdin var ca. 3000 sjómílur. Við fengum sæmilegt veður og komum að fljótsmynninu um miðnætti 23.-24. júlí. Lóðsinn var ungur, innfæddur náungi, léttur og skemmtilegur. í byrjun fannst mér hann stundum fúll kærulaus en það vandist. Ég hugsa að svona smærri flutningaskip séu írekar sjaldséð þarna og hann hafi því bara notið þess að stýra sjálfúr og spjalla. Og ég átti eftir að sakna hans heldur betur á útleiðinni. A ytri höfninni í Vitoría. Siglingin upp fljótið var einstök lífreynsla. A fljótsbakkanum búa frumbyggjar „Yanomamimenn/konur“ (jafnréttið haft í heiðri), einn af ættbálkum indíána að ég held. Þeir em veiðimenn og búa í hreysum niður við fljótsbakkana. Við hvert hreysi er tóm olíutunna sem búið var að helminga. Sennilega notuð til að grilla mat í. Og svo var jafnan hengikoja við hvern kofa og yfirleitt mannvera í henni. „Húsbóndinn“, sagði lóðsinn. Hann er höfuð heimilisins og er í því að afla matarins, þ. e. hann veiðir dýrin í skóginum. En konan fæðir og elur upp bömin, eldar og fiskar, Það er fyrir neðan virðingu „húsbóndans“ að veiða fisk. Á fljótinu var krökkt af svokölluðum eintrjáningum eða kanóum. I þeim vom bara konur og/eða böm. Það var mikið kallað, veifað til okkar og hlegið. Fólkið var algerlega óhrætt á þessum smábyttum. Við köstuðum stundum sælgæti og gömlum fötum til þeirra sem lóðsinn sagði að væm vel þegin. Hálf var ég smeykur við þessa miklu umferð þessara eintrjáninga, en það vandist fljótt af mér. Lóðsinn sagði mér að mikill meirihluti þessa fólks hefði sennilega aldrei komið til neinnar borgar eða þorps. Aldrei séð bíl eða neitt af slíku tagi. En það vantaði ekki glaðværðina. Engar áhyggjur af vöxtum, gengi gjaldmiðilsins „venesúelanskum bolívar“. Ekkert sjónvarp ekkert útvarp. Nokkur hreysin vom með bámjáms þaki. Sennilega hafa „kvótakóngar" svæðisins átt þar heima. En hvað um það, við komum til Ein af verslununum ífátœkrahverfum Kingston. Eitt af reysulegri híbýlum Yanomafólksins. Kona af ættbálki Yanomafólksins. Mantanzas um klukkan 10:30, þann 25. júlí. Losað var með einhvers konar segultrommu. Seglinum var slakað án straums niður í hauginn í lestinni, straumur settur á heila klabbið og síðan híft upp. Svo er straumurinn tekinn af þegar hlassið er komin yfir jámbrautarvagninn og járnið hrynur niður í hann. Losunin gekk vel, unnið var ffam að miðnætti og byrjað aftur klukkan 6. Henni var lokið um klukkan 20, og landfestar leystar 22:15. Heima er bezt 329

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.