Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 49

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 49
getið, að hann hafi verið „hestamaður og reiðmaður hinn mesti“. Hann hefir líka kveðið ógrynnin öll af hestavísum og eru margar þeirra prentaðar í kvæðabók hans, sem Bókmenntafélagið gaf út 1886. Flestar eru hestavísur þessar með dróttkvæðum hætti, eða þá kveðnar undir þeirrar tíðar háttum og þykja því síður munntamar nú á dögum. Þó dylst hestamaðurinn engum og reiðmennskan er hverjum auðsæ, er skilja vill, og eru þó 300 ár síðan Stefán fæddist (f. 1620, d. 1688). Menn hafa frá öndverðu valið hestinum sínum nafn. Vitanlega ræður litur því oft, en hitt er engu síður títt að velja honum fallegt nafn og glæsilegt, er síðar festist við hann. Stundum er og nafnið valið eftir skaplyndi hestsins, háttum hans og kostum. Um Pál Vídalín lögmann er þess getið, að hann hafi verið ágætur hestamaður. Atti hann fjölda ágætra hesta og gaf þeim öllum eitthvert nafn. Jón Grunnvíkingur, er var fóstursonur Páls og ritað hefir ævisögu hans, getur nokkurra nafna þessara og eru sum þeirra dálítið einkennileg. „Dyrgja hét stóðmeri, er steingráir hestar voru undan. Áburðarhestar hans hétu: Snati, Valar, Paufí, Þybbur, Bursti. Agnar hét hestur hans er einn var með þeim bestu, lítill en þó sá fráasti. Goði fékk nafn sitt af því, að hann tók forustuna á sundi í fyrsta sinn er hann var rekinn og lokkaði hina á eftir. Igull hét einn nýfenginn, er át svo mikið, sem drengur einhver gat leyst heyið til hans i 2 daga. Frosti hét einn og mun hafa verið hvítur. Ráðvaldur var hans hinn síðasti; hann var reistur og ríkilátur. Svipur hét einn er Eggert Jónsson á Ökrum gaf honum. Hann fékk nafh sitt af því, að þá Páll reið honum frá Ökrum í fyrsta sinn var miður aftan, en þá hann kom í Bólstaðarhlíð var aflíðandi miður aftan. Hann gat ekki stillt hann fyrr, en svo mjúkur var hann í rásinni að hann gat sveigt hann sem tá í kringum hverja keldu“. Þeir sem farið hafa þessa leið, frá Ökrum, yfír Vatnsskarð og niður að Bólstaðarhlíð, þeim mun eflaust fínnast vegalengd sú drjúgur sprettur. Eitt sinn reið Páll Vídalín frá Víðidalstungu og suður í Skálholt á réttum sólarhring - 24 stundum - og öðru sinni á þremur dögum vestan frá Mýrum i Dýrafirði, að haustlagi, og náði í réttan tíma að setja skólann í Skálholti. Jón Grunnvíkingur getur þess ekki, hvað marga hesta Páll hafí haft, er hann fór ferð þessa, en hitt skilst okkur eða við lesum það milli línanna, að góðir hafí hestamir hlotið að vera, úr því þetta mátti takast á jafn skömmum tírna, eins og vegir voru þá, og að haustlagi. Sonur Eggerts á Ökrum, sem gaf Páli lögmanni Svip, var Steinsstaða-Jón. Hann var reiðmaður góður og átti hest ágætan, er hann nefndi Eitil. Um hann kvað Jón vísu þessa: Allvel finnur Eitill stað undir svörtum Jóni. Um hádegi fór ég heiman að, í Hofsós kom ég að nóni. Það segja kunnugir að vel hafi þetta verið riðið, og góður hafí Eitill verið að renna vegalengd þessa á 3 stundum. Þá var Grafar-Jón, sem kunnastur hefir orðið af Reynistaðar- líkamálum, orðlagður hestamaður og reiðmaður, og léttfær þótti Himna-Bleikur hans vera. Af Bleik segir Gísli Konráðsson þá sögu, að Jón hafí eitt sinn sloppið á honum frá Skúla Magnússyni sýslumanni, þann veg, að Jón komst út frá Skúla og á bak Bleik í réttinni á Ökmm, en klárinn þurrkaði sig yfír réttarvegginn með Jón á baki, og tók þegar skeið niður til Jökulsár og yfír um hana á ís, en svo var ísinn ótraustur að vatnaði upp úr skaflaförunum. Þar skildi með Jóni og þeim, sem áttu að grípa hann. Þótti húskörlum sýslumanns glæfralegt að leggja á ísinn. Hestur var og uppi í Skagafírði um aldamótin 1800, er nefndur var Skarða-Skjóni, og ýmsar frægðarsögur eru af. Þótti hann afburðagóður hestur og kenndu menn hann langar leiðir og húsbónda hans, þar sem þeir fóru um, eins og segir í vísunni: Hófaljóna þýðastur þýtur um Frónið harða, er hann Skjóni auðþekktur undir Jóni Skarða. Heima er bezt 337

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.