Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 50

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 50
Þá mætti og í þessu sambandi minnast tveggja hesta, sem Grímur Thomsen hefir kveðið um snilldarkvæði. Það er Sörli, sem Skúli bjargaðist á og heygður er á Húsafelli (Skúlaskeið) og Kópur, sem Sveinn Pálsson læknir fékk léðan yfir Jökulsá á Sólheimasandi, svo hann mætti hjálpa konu í barnsnauð, en áin þá hlaupin fyrir skömmu og talin ófær með öllu. Bæði þessi kvæði eru þann veg ort, að óhætt er öllum að lesa þau og læra. Það spillir engum að kunna þau. Það er áreiðanlegt. Það mætti nefna fleiri dæmi um ágæta hesta og reiðmenn, sem tökin kunnu á þeim, þó að ég láti hér staðar numið. En þessi dæmi sýna þó það, að mönnum hefir ekki þótt ómerkilegt að færa það og þvíumlíkt í letur, og yrkja út af sumum atburðunum snilldarkvæði. Slíkir menn hafa fundið, hvað hesturinn er samgróinn okkur Islendingum og ómissandi, og þjóðinni eflaust ánægja að á lofti væri haldið frægðarsögum gæðingsins og ágætum kostum hans. Þess vegna er síst að furða, þó að hestsins hafi verið minnst í vísnagerð þjóðarinnar, þegar svo má að orði kveða, að mikill hluti þjóðarinnar sé þeirri gáfu gæddur, að mega binda orð sín í rími og mæla af munni fram í stuðlum og hendingum. Það hefir líka lengi verið á vitorði alþýðu, að þeir hlutir geymdust lengi og þær minningar fymdust síðast, er ljóðfestar vom. Og á meðan því verður ekki hrundið að Islendingar séu hagmæltasta og ljóðelskasta þjóðin undir sólinni, þá er síst að undra, þó að hestavísumar lifi á vömm alþýðu og bergmáli landshomanna í millum. Ekkert skal ég um það fúllyrða, hvenær byrjað er að kveða hestavísur. Það er fræðimannanna að grafa það uppi. Þó þætti mér trúlegt að aðallega byrji það með Stefáni Olafssyni, eða um hans daga. En síðan hafa hestavísur verið kveðnar á öllum tímum og alltaf bætist við þær með hverju ári. Vitanlega em hestavísumar sömu lögum háðar og aðrar alþýðuvísur, að þeim einum skolar á land til þess að geymast og lifa á vömm þjóðarinnar, sem snjallar em og hafa auk orðfíminnar, í sér fólginn þann sannleik, er við á, á öllum tímum. Það hefir aldrei þurft að benda alþýðu á ágæti vísnanna, hvorki hestavísna né annarra, er hún tekur ástfóstri við. Hún hefir vanalega sjálf fundið hvar feitt var á stykkinu. Dómgreind hennar hefir aldrei skeikað í því efni. Léttmetið hefir gufað upp og gleymst, en kjarninn og snilldin hefir geymst. Þess vegna er óhætt að trúa því, að landshoma- stökumar og þær, sem allir kunna, hafa eitthvað til síns ágætis. Sú vísa, sem víða flýgur og íjöldinn hendir á lofti, lærir og raular, hún er góð. Og góð vísa er aldrei of oft kveðin. Þó að flestar hestavísur Stefáns í Vallanesi séu lítt þekktar nú, eins og ég drap á áður, þá hefír hann þó kveðið eina stöku, sem margir kunna enn og raula stundum. Hún er svona: Bylur skeiðar virkta vel, - vil ég þar á gera skil þylur sanda, mörk og mel, mylur grjót, en syndir hyl. Hér er og önnur eftir Stefán, og heyrði ég hana stundum raulaða austur í Múlaþingi í ungdæmi mínu: Láttu hlaupa hestinn þinn - hér er strax til reiðu minn. Þú ef sigrar, þraut ég finn, en þykist mikill ef ég vinn. Ætli að sami hugsunarhátturinn sé ekki að nokkm ríkjandi enn: að þykja vænna um að hesturinn, sem maður hleypir, haldi götunni, þegar riðið er í kapp. Eftir því þykist ég hafa tekið, að bestu og lífseigustu hestavísumar hafa þeir kveðið, sem jafnframt hagmælskunni og orðfíminni em hestamenn, og ekki nóg um það, heldur reiðmenn með lífí og sál. Sannur hestamaður og reiðmaður sýnir gæðingnum sínum alla nærgætni. Honum er það yndi, að hugsa sem best um hestinn. Hann gerir það ekki af hálfum huga, heldur heilum huga. Hann gefúr hestinum það besta úr stálinu, dekrar við hann og talar við hann eins og vin sinn. Öll slík nákvæmni treystir sambandið milli mannsins og hestsins, gerir það innilegt og skilninginn glöggan þeirra í millum. Þetta fínna þeir báðir, maðurinn og hesturinn, því milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður, eins og Matthías hefír orðað það. Manni, sem þann veg umgengst hestinn sinn, verður hlýtt í huga, þegar gæðingurinn leikur við tauminn, spriklandi í Ijöri og altilbúinn að rjúka á sprettinn, þegar húsbóndinn óskar. Slíkur maður er sólarmegin stundina þá, og fylgir vonglaður skáldkonunni „ til Logalanda þar sem eldurinn aldrei deyr og allar klukkur standa “. Því hann skilur, eins og hún, að „þegar dýrið dillar sér drottinn, það er brot afþér“. A slíkum stundum liggur hagmælskan ekki á liði sínu. Þá munu þær fæðast og vera kveðnar fúllum rómi margar af snjöllustu hestavísunum okkar. Mér fínnst síst fjarri, einmitt i þessu sambandi, að nefna tvo menn til sögunnar, er uppi voru samtímis og margir muna eftir. Það eru þeir Páll Ólafsson og Jón Ásgeirsson, eða Jón á Þingeyrum, eins og hann mun tíðast nefndur. Þeir hafa kveðið mesta fjölda af hestavísum, enda óhætt að telja þá jafnsnjallasta af samtíðarmönnum sínum á slíka vísu. Þeir voru báðir hestavinir, og reiðmenn á meðan þeir voru 338 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.