Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 53

Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 53
Hátt og títt var hófum lyft, hvein í stinnum fönnum, Brúns míns fljóta fóta-skrift fjörug þótti mönnum. Ekki lagði hann línu skakkt - lengd á milli stafa átján fet hafa sumir sagt, sem það stigið hafa. Þessi seinni vísa, þótt ekki sé hún lýtalaus, er sérstök og næsta merkileg, því af henni má nokkuð ráða um kosti Vakra-Brúns. Hún segir að klárinn hafi dregið 18 fet á milli sporanna og munu þeir hestar mega snjallir kallast og vel vakrir, sem draga 9 álnir á skeiðinu. Vitanlega er þetta ekki einsdæmi. Síra Sigurgeir Jakobsson presturtil Grundarþinga átti jarpskjóttan hest afburða stóran og gæðing mikinn. Eftir hann var mælt eitt sinn, er hann hafði legið áskeiðinu á Eyjaíjarðará og voru það 18 fet á milli sporanna. Þetta sagði mér í vetur Stefán Stefánsson alþingismaður í Fagraskógi. Jón Grunnvíkingur hefir það eftir Páli Vídalín, að hann „hafí átt þann skeiðhest bestan er dró 18 fet og annan er dró 22 fet á skeiðinu og í logni var sem gola blési á móti þegar sá hestur var á ferðinni. Sá hestur, eða máski annar, stökk með Páli um vortíma þá hann rann á harða skeiði á ísi, er lá á Arnarvatnsheiði, sjö álna breiða vök á miðju skeiði. Einn hest átti Páll líka svo þýðan, að hann fékk haldið á fullum vatnsbolla og skeplaðist ekki út úr á meðan hesturinn lá á skeiðinu á spöl þeim, sem er á milli íjóss og bæjar í Víðidalstungu“. Vel má vera að einhverjum þyki þetta ótrúlegt, og skal ég ekki neinn dóm á það leggja. Þó hefír Jón Grunnvíkingur jafnan verið talinn merkur heimildarmaður. En það vita reiðmennirnir, að það er ótrúlega langt, sem góðir vekringar draga á skeiðinu þegar marka má. Og vakur þótti Sóti vera, sem Grímur á Bessastöðum átti. Enda minnist Grímur á það í einni af vísum þeim, er hann kvað um Sóta. Hún er svona: Glennir á skeiði gleiður sig, grípur hann sporin reiðilig, frýsar hart ogfreyðir á mig - fallega klárinn greiðir sig. Þá koma hér nokkrar vísur af handahófí um kosti ýmissa hesta, ijör þeirra, gangfími, höfuðburð og fleira er prýði þykir á öllum reiðhestum. Þykir mér þá hlýða, að Páll Guðmundsson á Hjálmsstöðum í Laugardal ríði fyrstur úr hlaði: Hálsi lyfti listavel, löppum klippti vanginn; taumum svipti, tuggði mél, tölti ’ og skipti ’ um ganginn. Þessa vísu kvað Páll í hitteðfyrra, en íyrir nokkram áram kvað hann svo um reiðhest sinn: Séð hefi’ ég Apal fáka fremst frýsa, gapa, iða. Efaö skapið í hann kemst, er sem hrapi skriða. Sigurbjöm Jóhannsson, kenndur við Fótaskinn í S.-Þingeyjarsýslu, en fór til Ameríku og dó þar, kveður svo um brúna hryssu, er heima átti austur á Héraði: Svifaði mökk af svitanum, sindur hrökk úr augunum; síst hugklökk í samreiðum; sauð á dökku hárunum. Þá er hér ein, sem mér hefír borist nýlega og hefí ég fyrir satt að hún muni norðlensk vera; líklega úr Húnaþingi: Skeifna þoldu skaflarnir - skyrpti mold úr hófum. Titraði fold, en taumarnir tálguðu hold úr lófum. Þó að flestir kjósi að reiðhesturinn sé fjöragur, eru þó hinir fleiri, sem jafnframt fjörinu óska að hann sé taumliðugur. Enda er það svo, að allir góðir reiðmenn kenna gæðingum sínum að hlýða. Það er fyrsta boðorðið. Og þegar það er fengið, að hesturinn hlýði hverri skipun húsbóndans, þá fyrst verður sambúðin báðum til yndis og ánægju. Síra Jakob Guðmundsson, siðast prestur á Sauðafelli í Dölum, kvað svo um reiðhest sinn: Taumar leika mér í mund, minn þá Bleikur rennur. Þetta veika léttir lund, lífs meðan kveikur brennur. Og Sigurbjörn í Fótaskinni orðar það á líkan hátt: Hvíldir naumar sér gaf sá, sýndi rétta snilli; lék við taum og tánum á tiplaði spretta milli. Þó að skeiðið sé sá gangurinn, sem flestir lofa og all oftast er nefndur í hestavísunum, þá er það þó ekki svo að skilja, að annar gangur hestsins eigi ekkert lof skilið. Það þykir alla jafnan prýði á hverjum hesti að hafa sem fjölbreyttastan gang. Og öllum reiðmönnum þykir notalegt þegar gæðingurinn veltur áffam á svifléttu töltinu á milli sprettanna. Enda hefír töltið verið nefnt hýruspor og yndisspor og er það réttnefni. En brokkið getur líka verið þægilega skemmtilegt, þegar það er mikið og gott. Og það er mér kunnugt um, að harðviljugur klárhestur getur orðið skriðdrjúgur á brokki. Heima er bezt 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.