Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Page 54

Heima er bezt - 01.08.2009, Page 54
Andrés Magnússon í Langholti í Hrunamannahreppi, kvað svo um klárhest er drjúgur þótti á brokki: Minn þótt Sokki brúki brokk, burt hann lokkar trega. Undan nokkrum fákaflokk fer hann þokkalega. Og um annan röskan klárhest kann ég vísu og er mér kunnugt um það, að mörgum hesti, sem vakur var kallaður, veittist fullerfitt að fylgja honum á skeiði, þegar hann lá á brokkinu: Þegar Haukur heim á leið hristir sína lokka, megið þið hinir herða skeið, hann mun undan brokka. Þá koma hér fáeinar vísur, sem jafnframt því að skýra frá kostum gæðinganna, lýsa útliti nokkurra hesta, skapnaði þeirra, lit og fleiru í því sambandi. Eyjólfur Jóhannsson, síðast í Sveinatungu í Borgarfirði, kvað svo um Rauðskjóna, er heima átti á Breiðabólsstað í Reykholtsdal: Söðla-drekinn sélegur sýndi þrekið nóga, burða frekur, framþykkur, faxið lék um bóga. Og enn þessa um sama hest: Lit ákjósanlegan bar, - leyfður hrósi stóru -: innan um rósir rauðleitar rákir Ijósar vóru. Ekki þótti Eyjólfi skjótti liturinn ljótur, þó að nú sé svo komið, að nýja menningin fordæmi alla skjótta hesta og hrossa-kandídatar heimti fé úr landssjóði til útrýmingar þeim! Agúst Jónsson, hómópati á Ljótsstöðum í Vopnafirði, dáinn kringum aldamótin síðustu, lýsir þannig hesti sínum: Limaréttur, Ijóneygður, leggjanettur, stórhæfður, í hárum sléttur, hringmekktur - á hverjum spretti grimmvakur. Sigurbjöm í Fótaskinni kveður svo um hest er Hjalti var nefndur: Vöðvaþéttur, sómirsér, sést ei hestur fegri. Brúnaléttur oftast er, eyrun nett á kviki ber. Þá er hér gömul vísa um hestinn Víking: Fagurskapað brjóst og bak, bógar, háls og makki. Hans er frjálslegt fótatak, fjörið ræður blakki. Eins og gefúr að skilja er oft í hestavísunum minnst á ratvísi hestsins, snarræði hans og dugnað i öllum hættum. Viðurkenna hagyrðingarnir það fyllilega og án kinnroða, að oft hafi þeir orðið að varpa öllum áhyggjum sínum upp á hestinn. Enda em ótal dæmi þess, að margur maðurinn hefir átt líf sitt undir viti hestsins, ratvísi hans og dugnaði. I hríðarbyljum og náttmyrkri hefir reiðhesturinn ótal sinnum bjargað húsbóndanum heim til bæjar. Og í ám og vötnum og margskonar hættum hefír hann reynst sannur stólpagripur. Þeir gleyma heldur ekki að minnast þess, hagyrðingamir, hvað þeir eiga mikið að þakka hestinum i þessu efni. Síra Páll Bjamason, síðast prestur á Undirfelli í Húnaþingi (d. 1839) var reiðmaður mikill, segir Gísli Konráðsson, og átti marga ágæta hesta. Hann hefír líka kveðið allmargar hestavísur, meðal annars Gránuvísumar sem hann orti eftir reiðhryssu ágæta, er fótbrotnaði 22 vetra að aldri. Mun það hafa verið á seinni ámm síra Páls og harmaði hann mjög örlög Gránu. Þar í eru þessar tvær vísur: Margan fráan fékk ég hest, fóru afþeim sögur. Þó hefir Grána borið best beina minna drögur. Eg það reyndi ár og síð, þótt engin fyndist gata, í náttmyrkri og niða hríð náði hún heim að rata. Páll Olafsson getur og hins sama, er hann minnist samveru þeirra Bleiks: Daga og nætur rataði rétt rösklega fætur bar hann; fremstur œtíð fór á sprett, fáum sætur var hann. Og svo ég nefni þriðja Pálinn í þessu sambandi, þá kvað Páll á Hjálmsstöðum svo í hittiðfyrra, er hann minntist Grána síns, er þá var nýfallinn: Þegar njóta einiryls, aðrir hljóta ’að vinna; í nauða hótum norðan byls naut ég fóta þinna. Allar þessar vísur vom bundnar við endurminninguna; kveðnar eftir að gæðingurinn var fallinn og á meðan að 342 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.