Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 55

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 55
söknuðurinn var sárastur. En svo eru aðrar kveðnar á ferð og sumar ef til vill þegar mest reyndi á hestinn, ratvísi hans og dugnað. Sigurjón í Krumshólum kveður svo við Þokka sinn: Mig ég reiði’á máttinn þinn, mig þótt bili þróttinn. Þú munt rata Þokki minn, þó að dimm sé nóttin. Og ekki hræddist hann skammdegis norðanbylinn, sem þessa vísu kvað, ekki alls fyrir löngu, aleinn uppi á Hellisheiði: Þótt haglið dynji hart á kinn, og halli skömmum degi, kvíði’ég ei, því klárinn minn kennir alla vegi. Eina vísu kann ég, skagfirska að sögn, i sama anda: Afram veginn vonda’ég held vill hann þegi skána. Þótt halli degi’og komi kveld kvíði’ég eigi á Grána. Höfundinn þekki ég ekki, en vitað hefir hann hvað Grána mátti bjóða og er drjúgur yfír. En það eru fleiri en þessi Skagfirðingur, sem drjúgir eru yfír ratvísi hestsins og dugnaði hans. Að minnsta kosti kennir hins sama hjá Sunnlendingnum, sem kvað um Glám: Mesta gull í myrkri ’ og ám, mjúkt á lullar grundum. Einatt sullast ég á Glám og hálffullur stundum. Þennan höfund kann ég heldur ekki að nefna, en fúllyrt er að vísan muni kveðin vera hér á Suðurlandi. Og þó að einhverjum hárfínum og tilfinninganæmum bindindispostula fmnist hún lítt frambærileg, þá getum við að minnsta kosti sætt okkur við hana, sem þorum að hugsa um ástandið eins og það var, þó að við séum uppi á þessum „síðustu og verstu vatnsblöndu-dögum“. Höfundurinn hefir vitanlega verið hálffullur, eins og hann segir, og það er ástæðulaust að fara að gera rekistefnu út af því nú, og hann hefir líklega verið á heimleið úr kaupstaðnum með kútholuna sína. Það er orðið svo sjaldgæft að sjá þá tvímenna hagyrðinginn og Bakkus, að mér fmnst ekki nema réttmætt að minningunni um þá sé á lofti haldið. Það er misjafnt hvað reiðhestamir endast vel. Sumir eldast fyrir tímann, fella af áður en þeir komast á elliárin, stirðna upp og verða aðeins svipur hjá sjón, móti því sem þeir vom, þegar þeir léku á fyrri kostum sínum. Stundum getur þetta verið meðferðinni að kenna, þó er það ekki alltaf. En hitt Teikning eftir Ól. Magnússon, 1919. er vitanlega ekki nema eðlilegt, þó að gamli reiðhesturinn hafi ekki í fullu tré við ungu gæðingana og dragist aftur úr á sprettinum. Hann getur verið góður þrátt fyrir það, þó að hann verði að sleppa götunni. Bjami Björnsson, bóndi á Vatnshomi í Húnaþingi, kveður svo um gamlan reiðhest: Forðum þóttirðu fótheppinn, fram þá sóttir ómœðinn, búinn þrótti búkur þinn blessaður skjótti klárinn minn. En þeir em líka til, hagyrðingamir, sem una því illa, að reiðhesturinn haldi ekki kostum sínum fram i rauðan dauðann. Björn Skúlason, umboðsmaður í Múlaþingum (d. 1865), kveður svo: Ó, að þú vœrir vetra frnrn vorðinn gamli Skotti. Ellin bœði grá og grimm gerir þig nú að spotti. Heima er bezt 343
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.