Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 56

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 56
Og sá sem hefir lengi haldið götunni, kann því illa, þegar aðrir hleypa fram hjá: þessir köldu klettar þá kváðu á aðra strengi. Aður var ég jyrða fremst fram reiðar er gaman semst. Nú í fari hinna hemst og hvergi þar úr sporum kemst. Kveður Ágúst á Ljótsstöðum, sem áður er nefndur, og um sama hestinn. En svo finnast líka þeir hestar, sem halda öllum kostum sinum, þrátt fyrir árin, sem þeir hafa á baki. Síðasti spretturinn þeirra jafnsnjall þeim fyrsta. Vitanlega er það fágætt, en þó hafa slíkir hestar verið til, og munu eflaust finnast enn, ef vel er leitað. Og vænti ég að afsakað verði, þótt nokkurra drýginda kenni hjá hagyrðingnum, er hann kveður um slíkan hest: Blesi hefir engri íþrótt týnt. Elli fatast rökin. Enn þá getur hann sveinum sýnt sömu snilldar tökin. Vísan er kveðin hér á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Þá var Blesi 16 vetra. Engan þarf að undra, þó að maður sá, sem unnað hefir hestinum sínum, fyllist söknuði, er hann sér hann ekki lengur við stallinn og heyrir ekki framar vinarkveðjuna, þegar hurðin er opnuð. Honum mun finnast, eins og Ágústi á Ljótsstöðum, að hann sé sviptur einayndi því er ég meina veröld í. Og lengi er hagyrðingurinn að sætta sig við hvemig komið sé, þó að árunum takist þar, sem annarsstaðar, að breiða yfir söknuðinn og draga úr sviðanum: Þótt mér vordís klappi’á kinn, kvíði’ég nœsta degi: Nú er á brott hann Blesi minn blakkurinn elskulegi. Kveður einn í gróindunum vorið eftir að reiðhesturinn hans féll. Það var til lítils að hlakka fyrir hann, þó að vegir væru þurrir og kunningjamir að skemmta sér í góðviðrinu á ungum og íjörugum gæðingunum. Og þó að hestur komi hests í stað, lifir hún þó lengi í huganum, minningin um gamla snillinginn. Og þegar hagyrðingurinn ber þá saman, nýja gæðinginn og fallna snillinginn, finnst honum öðruvísi umhorfs á stöðvum þeim, er hann hafði áður yndis notið og dýpsta sælu fundið: Þegar Brúnn minn teygði tá og taumana eins og þvengi; Segir Páll Ólafsson í eftirmæli Vakra-Brúns. Hagyrðingurinn getur ekki orða bundist, þegar hann fer um stöðvar þær, þar sem gamli og góði hesturinn hans hafði áður leikið sér, oft og mörgum sinnum, á bestu kostunum. Hann verður að minnast þess á sína vísu og hugsun hans og mál brýst fram í stuðlum - hringhendunnar: Skulfu klettar, skall hann á skeiðið rétt við hjallann. Þessi blettur muna má margan sprettinn snjallan. Þessi staka er eflaust yngst þeirra hestavísna, er ég hefi nú uppritað, enda skal hún reka lestina. Hún er kveðin í haust, réttu ári eftir að hestur sá féll, er hún getur um. Höfundur lætur ekki nafns síns getið að svo stöddu. Og þá er þessum sprettinum lokið og skal hér staðar numið. Vona ég svo að ég hafi ekkert ofmælt í upphafi þessa þáttar, er ég gat þess, að efni það, er ég hefi nú rakið um stund, væri langt frá því að mega kallast ómerkilegt. Vel má vera að vísnavalið sé nokkuð af handahófi gert, því naumur var tíminn, en úr miklu að moða. Þó reyndi ég að vanda það eftir föngum. Vildi ég með þætti þessum, ennþá einu sinni vekja eftirtekt á alþýðu-stökunum, á snilld þeirra og orðfimi og gildi þeirra fyrir menningu þjóðarinnar. Ykkar, sem þáttinn lesið, er svo að dæma um, hvernig mér hefir tekist það. Vil ég svo enda með sömu bæninni og fyrri daginn. En hún er sú, að sem flestir riti upp vísur þær er þeir kunna og sendi mér, bæði hestavísur og aðrar, yfír höfuð allar alþýðuvísur, hverju nafni sem nefnast. Lofa ég aftur á móti, að halda öllu slíku til haga og sjá svo um, að vísnasafnið komist á tryggan stað til varðveislu komandi kynslóðum. Heiti ég ekki síst á hagyrðinga þá, er þetta lesa, að þeir dugi mér vel í þessu efni. Eg hóf þátt þennan með stöku, sem ég taldi sennilegt að væri kveðin á skemmtireið. Þykir mér því hlýða að enda með annarri stöku, sem víst er um að kveðin er á hestsbaki. Höfúndur hennar er talinn að vera Nikulás skáldi, Húnvetningur: Höldum gleði hátt á loft, helst það seður gaman. Þetta skeður ekki oft að við kveðum saman. Selfossi, 30. maí 1921. Heimild: Eimreiðin -1921. 344 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.