Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 58

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 58
Endanleg lausn ^ , morðgatu íbyltingunni í Rússlandi 1917 var Nikulás II. keisari handtekinn og honum haldið föngnum með jjölskyldu sinni í Jekaterínbúrg eða Katrínarborg undir r austurhlíðum Uralfjalla. - Borgin var kölluð Sverdlovsk á dögum Sovétríkjanna en hefur nút aftur fengið upprunalegt nafn sitt. Aftakan Aðfaranótt 17. júlí 1918 knúði tólf manna aftökusveit dyra á húsinu þar sem fangamir vom geymdir, undir því yfírskini að flytja ætti þá á öruggari stað. í þess stað var fólkið leitt niður í kjallara hússins og tekið af lífi. Aftakan gekk hálf brösuglega enda var sveitin óvön slíku Örnólfur Thorlacius 346 Heima er bezt verki. Til þess var tekið hversu kúlumar hrukku af dætmm keisarans, svo vinna varð á þeim með byssustingjum, enda höfðu þær falið gimsteina Ijölskyldunnar í lífstykkjum sínum. Nikulás var þá fímmtugur og kona hans Alexandra 46 ára. Dætur þeirra ljórar voru Olga, 22 ára, Tatjana, 21 árs, María, 19 ára og Anastasía, 17 ára. Yngstur, 13 ára, var ríkisarfinn, Alexej. Fernt, sem með þeim var í húsinu, var líka myrtur svo enginn yrði til frásagnar. Líkin voru svipt klæðum og flutt burt í vörubíl, en eftir að bíllinn bilaði var líkunum dröslað inn í aflagða námu og opinu á námugöngunum lokað með handsprengjum. Síðar voru líkin sótt í námuna og grafin annars staðar. Einhvers staðar í þessu ferli var hellt yfir þau sýru og þau brennd til að gera þau torkennilegri. Leitin að líkunum Sovétstjómin reyndi að fela morðin. Keisarinn var sagður hafa verið sekur fundinn um ýmsa glæpi gegn þjóð sinni og tekinn af lífi, en íjölskylda hans væri óhult, en hið sanna kom í Ijós 1924 þegar landflótta Rússi í París, Nikolaj Sokolov, greindi frá því sem gerst hafði. Hann hafí verið í hvítliðasveit sem gerð var út til Katrínarborgar í leit að keisaraijölskyldunni og hafði þar frétt um afdrif hennar. Á meðan hvítliðamir höfðu borgina á valdi sínu, sem ekki var lengi, fann Sokolov námuna með ummerkjum eftir það sem gerst hafði, en líkin voru horfm. Alexander Avdonín, jarðfræðingur í Sverdlovsk, fékk snemma áhuga á afdrifum keisaríjölskyldunnar, enda var margt rætt um þau i heimaborg hans. Meðal annars sagði fylliraftur og sjálfskipaður föðurlandsvinur oft reyfarasögur á drykkjukrám um hetjudáðir sínar við að losa þjóðina við hinn hataða keisara. 1 leit sinni kynntist Avdonín rithöfundi og kvikmyndagerðarmanni, Geli Ryabov, sem fengið hafði hjá syni fyrirliðans, Jakovs Júrovskís, skýrslu hans um afdrif líkanna. Þeir Avdonín og Ryabov fóru aðfaranótt 30. maí 1979 á stað sem Júrovskí vísaði á í skýrslunni og grófu þar upp úr mýri þrjár höfuðkúpur. Þar töldu þeir sig meðal annars hafa fundið Hugmynd listamanns af aftöku keisarafjölskyldunnar. höfuð keisarans, sem síðar reyndist rétt. Þeir óttuðust að verða sakaðir um afskipti af ríkisleyndarmálum og földu því beinin en grófu þau aftur næsta sumar á sama stað í trékistu meö íkóni úr eir. Eftir perestrojku Gorbatsjovs leystu félagarnir frá skjóðunni og í júli 1991 hélt hópur manna á greftrunarstaðinn, þar á meðal Avdonín og fomleifafræðingur á vegum stjómvalda. Við uppgröft fundust beinaleifar af níu af þeim ellefu persónum sem líflátnar voru 1918. Erfðarannsóknir Þegar beinin voru greind eftir kyni og aldri kom brátt í ljós að þarna vantaði bein ríkisarfans og einnar systur hans. Þess má geta að í skýrslu Jakovs Júrovskí kom fram að tvö af líkunum hefðu verið grafín annars staðar en hin. I fyrstu var talið að það væri næstyngsta systirin, María, sem ófundin var, en síðari rannsóknir benda fremur til að það hafi verið sú yngsta, Anastasía. Hafa enda ýmsar sögur gengið um að hún hafí á einhvem hátt komist undan ásamt bróður sínum, og nokkrar „Anastasíur“ hafa gefið sig fram. Frægust þeirra er sjálfsagt Vörubíllinn sem líkin voru flutt á — og komst raunar ekki á leiðarenda. „Anna Anderson", sem kom fram 1920 og heimtaði arf sinn. Það spillti fyrir kröfu hennar að hún kunni ekki orð í rússnesku en bar við minnistapi sakir andlegs álags. Um hana var gerð kvikmynd þar sem Ingrid Bergman fór með titilhlutverkið. Eftir að hún lést 1984 sannaðist að hún hét réttu nafni Franziska Schanzkowska og var dóttir pólskrar kaupakonu. Nokkrir krónprinsar hafa líka komið fram, fyrst sem Alexej, en nýlega kom meintur sonur hans til skjalanna og vildi setjast á valdastól í Rússlandi. Af líkunum sem fundin voru er það að segja að erfðagreining á hvatberagenum, sem rússneskir, breskir og bandarískir sérfræðingar unnu, staðfesti að þar vom leifar foreldra og þriggja dætra þeirra. Systurdóttursonur keisarafrúarinnar, Filippus hertogi af Edinborg, lagði til blóðsýni sem sannaði að mæðgumar, sem upp voru graínar, höfðu verið nánir ættingjar hans. Erfiðara reyndist að persónugreina ætlaðar leifar keisarans. Af þremur nánum skyldmennum, sem á lífi voru, fengust tvö til að leggja sýni til rannsóknarinnar og reyndist DNA úr þeim báðum eins, en á erfðaefninu í hvatberum þeima og líksins munaði einu basapari af 782. Trúleg skýring er stökkbreyting í hvatberageni keisarans, og líkindin á að beinin væm úr honum voru sögð 98,5%. Þá var ráðist í að lyfta þungri marmara- hellu af gröf Georgís stórfursta, yngri bróður keisarans, í dómkirkju í St. Pétursborg. I hvatberagenum stórfurstans greindist sama basaröðin og fundist hafði í beinunum sem talin voru úr bróður hans, og hálfs annars prósents óvissunni var þar með eytt. - Þessi lokaniðurstaða var birt 31. ágúst 1995. Megnið af því sem hér hefur verið rakið hef ég áður skráð í ritgerð í Náttúru- fræðingnum 1997.' En síðan hefurbæst við söguna. Útförin Hinn 17. júlí 1998, nákvæmlega áttatíu árum eftir morðið, vom lík keisarahjón- anna og þriggja dætra þeirra lögð til hinstu hvílu í Dómkirkju Heilags Péturs og Heilags Páls í St. Pétursborg. Við 1 Örnólfur Thorlacius. Gömul morðgáta upplýst. Náttúrufrœðingurinn 67 (2), bls. 125-128, 1997. Heima er bezt 347
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.