Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 70

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 70
Biskupshöfðinn og Höfðavíkin nær. Fjöllin í baksýn eru frá vinstri talið: Teigagerðistindur, Ljósárdalur, Sómastaðatindur, Grjótárdalur, ogfjallið yst til hægri með skýjahúfu á kollinum, er Hólmatindur. tekið fram að framangreint er aðeins getgáta. Það skal enn tekið fram, að Stefánsmáldagar eru hvorki dagsettir né ársettir og engir Austfjarðamáldagar Stefáns biskups geta verið eldri en frá 1493, nema þeir sem gerðir kunna að vera í umboði biskups. Þess vegna er eigi vitað hvenær Stefánsmáldagi fyrir Maríukirkju á Hólmum er gjörður. Máldagann fyrir Hólakirkju má lesa í Fornbréfasafni 7. bindi bls. 29. Sumarið 1512 var Stefán biskup Jónsson á yfírreið um Austfjörðu eins og greint er frá hér að framan. Kom hann þá heim að Hólmum sem öðrum kirkjustöðum. Þá átti Marteinn eða taldi sig eiga Hólma - og bjó þar eins og áður er getið. Móttökumar sem biskup fékk vom heldur ómjúkar af hálfu þeirra feðga. Svo er frá sagt að þeir feðgar, Marteinn og sonur hans Isleifur, veittu biskupi þær viðtökur, að þeir réðust á biskup og menn hans. Snömðu þeir steini að biskupi og kom á handbók, sem biskup hafði á brjóstinu, en mönnum hans veittu þeir skemmdir og lemstrarsár. Og er þeir biskup vildu burt ríða, réðu þeir Marteinn enn að þeim og reyndu að tálma för þeirra, eða þannig segir Páll Eggert Olason í verki sínu Menn og menntir frá þessum viðskiptum. Þess má geta að á þessum tíma - kaþólskum tíma - höfðu prestar og biskupar iðulega sakramenti í skjóðu geymt eða bók sem um háls þeirra hékk og lá niður á brjóst er þeir vom á ferðalögum. Það var að vísu vítavert atferli að snara steini að biskupi og á bókina og lá í augum uppi að slíks atferlis yrði eigi látið óhefnt, þótt líklega hafí það óviljaverk verið. Kannski hafa þeir aðeins í huga haft að varpa steininum í áttina til biskupsins, en ekki í hann. Enda stefndi biskup þeim feðgum um sakir þessar fyrir tólf klerka dóm og vom þeim gjörð mikil fégjöld. Var dómurinn gjörður í kirkjunni (Dómkirkjunni) í Skálholti hinn 18. júlí 1513. Dóminn má lesa í Fombréfasafni 8. bindi (á bls. 462 - 463). Greinilegt er að eitthvað mikið hefir þeim borið á milli biskupnum og þeim Hólmafeðgum - sennilega var þar um að ræða eignarhaldið á jörðinni. I máldaganum um Hólma, sem áður er getið, er kirkjan og biskup talinn eiga heimaland allt á Hólmum og líklega hefír biskup þá verið búinn að gjöra máldagann, er hann í annað sinn vísiterar Hólmastað. Þeir Hólmabændur áttu þó eða töldu sig eiga löglega enn 15 hundruð í jörðinni eftir, að öllum líkindum, kaup á arfshlut Marteins af séra Jóni Indriðasyni. Eða hafði séra Jón kannski enga heimild til sölunnar, að selja Marteini þau 10 hundmð í jörðinni sem Olafúr faðir hans hafði gefið kirkjunni?. Marteinn er í fjárkröggum vegna skulda við Hólmakirkju og ekki hafa þessi miklu fégjöld, sem hann var dæmdur til að greiða og raunar þeir feðgar báðir, bætt úr. Loks var svo komið að þeir feðgar eða Marteinn komust alveg í þrot. Marteinn hafði fyrir raunar félítill verið. Greiðslumar til kirkjunnar hafa því litlar verið og skuldin farið vaxandi — þeir feðgar því í þrot komnir vegna áfallinna skulda. Árið 1515 selur Marteinn svo jörðina eða þann hluta sem hann taldi sig eiga. Eitthvað er nú samt skrýtið við þetta. Hvernig gat hann selt jörðina, ef hún var eign kirkju og biskups samkvæmt Stefánsmáldaga? fyrir eða um Hólmakirkju? Hafi þessi gjömingur verið ólöglegur virðist Stefán biskup ekkert hafa gjört í málinu. Tæplega mun það vera vegna tillitssemi við þá Hólmafeðga, því eftir því sem Páll Eggert segir, að þótt hann hafi verið óhlutdeilinn að fyrra bragði var hann litlu tillátssamari en embættisbræður hans á Hólastóli, biskupamir Ólafúr Rögnvaldsson og Gottskálk biskup oft nefndur hinn grimmi Nikulásson, bróðursonur hans. Hitt mun nær, að eg held, að Stefán biskup átti þá skammt ólifað, en hann andaðist þriðjudaginn fyrsta í vetri, þá líklega nær 16. október 1518 eftir „ört viku liggjandi sjúkur“. Til er í Fombréfasafni kaupbréf frá 16. ágúst um Hólma í Reyðarfirði 1516, þar sem Marteinn selur einhveijum Jóni Hallvarðssyni fimmtán hundrað í kauphlutum á jörðinni. Kaupbréflð má lesa í 8. bindi bréfasafhsins á bls. 582 - 583. Nokkmm ámm seinna, líklega um 1520 sýnist að aftur hafi orðið á jörðinni eignaskipti, því þá er minnst á Snjólf Rafnsson eða Hrafnsson frá Ási í Fellum, erkeypti. Um þennan SnjólfRafnsson er heilmikil lesning í Menn og menntir eftir Pál Eggert og eins í Sýslumannaævum eftir Boga Benediktsson. Árið 1519 sezt á biskupsstól í Skálholti ábótinn úr Viðey, Ögmundur Pálsson, staðfestingarbréf konungs kom 30. maí 1521, vígður sama ár og sezt í Skálholt 1522. Ögmundur virðist ekki alls kostar sáttur við þessi eignaskipti á Hólmastað og lætur málið til sín taka og sýnist sem Stefánsmáldagi hafí verið vanvirtur , þ.e.a.s. réttur kirkjunnar þar og höndlun á jörðinni lögbrot (þetta er ágizkun). Biskup Ögmundur kærði kaup Snjólfs á jörðinni og telur ýmis rök, svo sem gamlar skuldir sem féllu á Martein og 358 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.