Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 71

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 71
ísleif á meðan þeir héldu jörðina, máldaga kirkjunnar, þar sem fram kom að hún ætti fjórðung í heimalandi í Hólmum. tínir auk þess ýmislegt annað til, svo sem lausafjármuni (15 hundruð í góðum og gildum peningum), kirkjuskraut og kirkjugripi, gjafabréf Guðmundar heitins þar sem hann geftir 10 hundruðin og kúgildin 10 er þeir Þorvarður príor á Skriðuklaustri og séra Jón Markússon vitnuðu að séð hefðu og biskupinn viðurkenndi, að „svolátandi bréf læi heima í Skálholti“. Reiknaði hann hlut kirkjunnar 20 hundruð, það er að segja eignarhlut í jörðinni og því til viðbótar 10 hundruð, er leikmenn áttu. (Hér virðist sem jörðin sé virt á 30 hundruð), en það fær ekki staðist við það sem áður er fram komið, ekkert er t.d. minnst á gjafahlut Valgerðar. Talað er um að kirkjan átti fjórðung í heimalandi á Hólmum, ef fjórðungur jarðarinnar og viðbótargjöf Guðmundar , sem var 10 hundruð, gjörði samtals 20 hundruð, þá hlýtur sá fjórðungur í heimalandi á Hólmum, sem kirkjan átti að hafa verið 10 hundmð. Heildarverð alls 40 hundmð. - Og það kemur vel heim og saman við það sem Marteinn (líklega) taldi sig geta selt löglega 15 hundruð í jörðinni. Biskup kærði á Snjólf, Snjólfur viðurkenndi og þeir sem honum seldu að ógoldin skuld hefði þá verið „xlC“, þ.e. 40 (líklega) hundmð - og til viðbótar komu sakir þær, sem ffam komu á hendur þeim Marteini og ísleifi vegna framkomu þeirra við „Stefán heitinn" biskup „guð sál hans náði“ og áður er getið. Ögmundur biskup útnefndi dóm þriggja klerka og þriggja leikmanna. Dómendumir komu saman á Skriðuklaustri hinn 9. ágúst 1526 og felldu þar dómsorð sitt. „Dæmdum vér fýrmefndir dómsmenn með fullu dóms atkvæði jörðina Hólma fallna í reikningsskap (skuld) og kirkjunnar eign og biskupsins eign vera og verið hafa. Svo og alla þá peninga sem þeir Marteinn og ísleifur og þeirra fylgjarar mættu (máttu) með lögum eiga dæmum vér biskupsins eign og kirkjunnar fyrir áður sögð sakferli (et cetera)“. Vafalaust hefir Snjólfur bóndi og lögréttumaður mátt sætta sig við þennan úrskurð, Hverjir vom svo þessir „dómsmenn“ er biskupinn útnefndi? Þeir voru: 1. Þorvarður príor að Skriðu 1506 - 1530 , er enn á lífi 1532, þá munkur í klaustrinu, áður prestur í Vallanesi Helgason. 2. Séra Brandur Hrafnsson (um 1470 - um 1552) Sonur Hrafns (Rafns lögmanns Brandssonar eldri. Príor 1534 að Skriðuklaustri. Er 1494 orðinn prestur að Hofi í Vopnafirði. 3. Séra Jón Koðransson. Um hann skortir frekari heimildir, virðist hafa fengið Valþjófsstaðl507, er þar enn 1532. ( Tekur við staðnum af séra Þorvarði Helgasyni? Gæti verið sonur Koðrans Jónssonar í Múlaþingi 1465 og síðar? Þá bróðir séra Kolgríms Koðranssonar (15. og 16. öld)?, á Val-þjófsstað 1502 og síðan í Vallanesi 1514, séra Kolgrímur varð síðar ábóti í Þykkvabæ 1523. 4. Bjami Erlendsson (á 15. og 16. öld) sýslumaður, sonur Erlends sýslumanns á Ketilsstöðum á Völlum. Móðir Vilborg Loftsdóttir. Hefir haldið Múlaþing lengi, líklega frá 1513 eða hluta þess árs og víslega enn 1559. Bjó á Ketilsstöðum, mikillmenni og héraðsríkur, enn á lífi 1566. 5. og 6. um hina tvo Magnús Amarson og Erling Gíslason, er í helmingadóminum voru Ögmundar biskups skortir heimildir, og hefí (enn) engar heimildir um þá fúndið. Dóminn má í heild sinni lesa í 9. bindi Fombréfasafns á bls. 372 og 373. Það vill svo til að í sundurliðaðri skýrslu séra Jóns Þorlákssonar að Hólmum um tekjur af brauðinu 1736 er m.a. að finna : 4.1iðr. Sómastaðir, kristfjár jörð, íylgir kirkjunni að Hólmum. Fyrir afgift þessarar jarðar forsorgar presturinn einn ómaga“ einnig „ Kristfjár jörðina Sómastaði eignar vísitatio Mag. Brynjólfs Anni 1641 kirkjunni með þvi skilyrði að þar skuli ómagi vera. E nú ómagi á staðnum og gjörir biskupinn þá skipan framvegis, að prestamir, sem þennan stað halda, skuli forsorga sinn ómaga, sem ei sé þyngri en að svara jarðarinnar (Sómastaða) afgift“. (Eskja 2. bindi bls. 30). Segi menn svo að ekki finnist fótur þjóðsögum fyrir. Hér mætti svo að lokum við bæta annarri sögu um hvemig fyrmefnd ömefhi urðu til. Þá sögu rakst eg á í skrá yfir ömefni á Eyri. Sagan hermir: „Biskup var á Hólmum (í vísitazio eða gera visitasiu) og áreitti prest á staðnum - Hólmum. Prestur lét ýta biskupi á fjöl út á sjó í Biskupsbás í Hólmalandi, en fjölina rak suður á Biskupshöfðann“. Skemmtileg saga. Fjórða ömefnið kennt við biskup er Biskupshlaup á Fagradal, aðeins neðan við Sléttadalsvörp, en frá því sagt í upphafi greinar. Við það ömefhi er engin ákveðin þjóðsaga bundin, svo eg viti til, saga ömefnisins er því óþekkt. En hermt er í munnlegri geymd, að nafhið sé tilkomið vegna þess, að í hlaupinu hafi farist biskup og orðið undir því og þaðan sé nafnið komið. Önnur sögn hennir, að þar hafi tjaldað Guðmundur biskup (á Hólum 1203 - 1237, f. 26.sept. 1160, d. 16. marz 1237) hinn góði Arason á leið til að vígja Skrúðinn. Varð hann andvaka og vakti sveina sína og færði tjöldin áður en hlaupið hljóp fram. Þriðja sögn hermir að Brynjólfúr biskup (í Skálholti 1639 - 1674 f. 14. sept. 1603 d. 5. ágúst 1675) Sveinsson hafi fótbrotnað í hlaupinu í vísitasíuferð. Var hann fluttur ( þá að öllum líkindum frá Hólmum úr Biskupsbás sjóleiðis og suður yfir fjörð í Biskupshöfða) út að Berunesi (hvers vegna þangað?). Ólafúr Jónsson á Akureyri - frá Freyshólum á Völlum á F lj ótsdal shérað i -telur Biskupshlaupið 1000 ára ogyngra (Skriðuföll og snjóflóð). Það gæti því verið frá 12. eða 11. öld, til og með 13. öld einnig. Það er nú svo að einhvem veginn finnst mér skemmtilegast að tengja nafnið við ferð Guðmundar biskups hins góða Arasonar. Ef svo er hefír þama hlaupið fram á fyrra helmingi 13. aldar. Læt eg svo lokið hugleiðingum mínum um biskupsörnefhi og sitthvað um deilur á Hólmastað. Skýringar; xlc, rómverskar tölur, x = 10,1 = 50 (1, hér sama og L, að líkindum) c = 100 . xl les hér sem, 50 mínus 10 (tíu af fimmtíu) = 40, c, þá hundruð. Heima er bezt 359

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.