Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 75

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 75
r Asmundur Uni Guðmundsson BERNSKU- MINNINGUM r rið 1935 flytja foreldrar mínir Guðmundur Pálmi Asmundsson bóndi og kona hans Málmfríður Jóhannsdóttir ásamt börnum frá Krossi í Haukadal að Þormóðsdal í Mosfellssveit. Á þeim tíma var vegakerfið æði bágborið, illfærir troðningar og annað eftir því, auk þess farnir árbugir og stöðugt verið sulla í vatni, öðru vísi var lítt komist áfram. Það er óhætt að segja að götuslóðarnir og troðningarnir væru lagðir í landið niður á við. Pabbi var búinn að hafa símasamband við mág sinn Guðmund Kristjánsson sjómann og vörubílstjóra í Reykjavík frá símstöðinni á Sauðafelli og áttu bílarnir að koma ákveðinn dag (sem ég er búinn að gleyma) en um fardaga skildi það vera. Það var vitað að bílarnir kæmust ekki alla leið að Krossi, þröskuldurinn var snarhallandi einstigi á klöpp á jarðamótum Villingadals og Kross, og svo þröngt að engu mátti muna annars færi allt fram af og beint í Haukadalsá. Af þeim sökum var búið að koma hinni fátæklegu búslóð niður fyrir tæpuna á holt sem þar er. Um hádegisbilið voru bílamir komnir á holtið hjá búslóðinni. Komu bílstjóramir, Guðmundur mágur pabba og sonur hans Ásmundur, labbandi fram að Krossi. Var þá um það bil verið að leggja af stað í síðustu ferðina. I þeirri ferð voru flutt rúmstæðin, sængurföt, það sem eftir var af mataráhöldum og annað það sem á þurfti að halda . Var mér komið fyrir á vagninum dúðuðum í sængurföt, en foreldrar mínir og systir gengu frá því, ásamt bílstjórunum. Þegar komið var á melinn þar sem búslóðin var, var strax hafist handa við að ferma bílana. Gekk það fljótt og vel enda nokkrir bændur mættir til að aðstoða. Þegar því var öllu lokið stóð hestakerran ein eftir á holtinu. Þá hófst ferðin til baka niður dalinn og heldur gekk hún hægt, því víða lá við að allt sæti fast í troðningunum. Þess má geta að öll hross í Haukadal fældust, bæði er farið var fram og aftur og niður dalinn, enda voru þetta fyrstu bílarnir sem komu í Haukadalinn. Áfram mjakaðist hersingin. Þegar komið var að Sauðafelli þrjú um nóttina, var ég löngu fallin i svefn eftir 8 klukkustunda barning af melnum. Á Sauðafelli þurfti pabbi að kveðja fósturforeldra sína og uppeldissystkini, eftir þriggja tíma stans, þar sem menn fengu sér smá blund. Var svo haldið af stað aftur. Á eymnum hjá Gröf í Miðdölum var stansað og árbotninn kannaður, síðan lagði fyrri bílinn í ána og gekk allt vel. Þegar hann var kominn vel upp á eyrina, lagði seinni bíllin í ána. Átti hann stutt eftir að fara yfir er hann festist. Þar sem eyramar vom allar lausar í sér þótti ekki á það hættandi að láta fyrri bílinn taka í, varð því að bera allt af bílnum í land. Ekki tókst að losa hann fyrir það. Nú vom mættir allir bændumir þrír í Gröf og systir þeirra. Datt þá einum Grafarbænda það í hug að beita hestum fyrir bílinn. Var það framkvæmt í hvelli, og upp fór bíllin með aðstoð allra þeirra manna sem voru mættir á svæðið. Fljótt gekk að ferma bílinn aftur, enda margar hendur á lofti. Við Dragháls Skorradalsmegin, var stansað smá stund, síðan lagði fyrri bíllin í brekkuna, eins mjóa og hún var þá, alveg á gilbrúninni. Hvarf hann upp spólandi. Svo lagði seinni bíllin í brekkuna, spólandi líka. í honum vorum við móðir mín, en systir mín og pabbi höfðu farið með fyrri bílnum. Þegar komið var upp á hádraga var stansað og hundunum leyft að hreyfa sig, en þeir vom hafðir í kassa efst og aftast á fyrri bílnum. Þar hafði faðir minn líka sæti við hliðina á kassanum til að halda hundunum í ró. Skoskir íjárhundar era viðkvæmir fyrir öllu áreiti, hverju nafni sem nefnist. Eftir að hundarnir, 2 að tölu, vom búnir að hreyfa sig svolítið bað Guðmundur bílstjóri pabba að senda þá eitthvað í burtu. Var það gert. Fóm þeir þá hátt upp í hlíð og sóttu tvær tvílembur Heima er bezt 363

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.