Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 78

Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 78
n* Ingibjörg Sigurðardóttir, skáldkona Kveðja Jfá Heima er bezt Þann 17. júlí s.l., lést einn af góðvinum Heima er bezt til langs tíma, skáldkonan Ingibjörg Sigurðardóttir. Ingibjörg var þjóðkunn fyrir skáldsögur sinar sem nutu vinsælda alla tíð, og lengst af birtust þær jafnan fyrst í þessu tímariti, Heima er bezt, og komu síðan á bók. Ingibjörg var fædd 17. ágúst 1925 að Króki í Skagahreppi i Austur-Húnavatnssýslu, og ólst þar upp, eins og hún komst sjálf að orði í viðtali sem ég átti við hana, fyrir blaðið, árið 2003, í afar fögru umhverfi með tignarlegri fjallasýn til allra átta, víðáttumiklum Húnaflóanum annars vegar, í sínum margbreytilegu myndum, spegilsléttur og blár, sólgulli sleginn á björtum sumardögum, í byljum hausts og vetrar, búinn rismiklum, freyðandi öldutoppum, sem féllu með þungum niði að klettóttri strönd. Og hvergi hef ég séð fallegra sólarlag en heima við Húnaflóann.“ Þannig fórust henni orð í upphafi samtals okkar, og fór þar ekki á milli mála að ást hennar á umhveifii sínu, og hæfileikinn til þess að færa lýsingu þess í skáldlegan og fagran búning, var henni svo sannarlega meðfæddur og eiginlegur. Og vel má gera sér í hugarlund að það hafi ekki verið henni léttbært að þurfa að yfirgefa æskuslóðimar svo snemma sem raun bar vitni, en tvítug að aldri flytur hún til Sandgerðis með fóstm sína, aldraða. Foreldrar hennar vom Guðrún Oddsdóttir og Sigurður Oli Sigurðsson, bæði Vestfirðingar, og þegar hún er eins árs, flytja þau frá Króki og út að Kálfshamarsnesi, á bæinn Klöpp. Þau slitu samvistum þegar Ingibjörg er 4 ára gömul, og fór hún þá í fóstur til eldri hjóna, sem bjuggu í nágrenninu. Þau vom bamlaus en hún hafði hænst mjög að þeim áður og æxluðust mál þannig að hún fór alfarið til þeirra þegar foreldrar hennar skildu. Fóstri hennar deyr þegar hún er 6 ára gömul og vom þær fóstra hennar einar í heimili eftir það. Fylgdust þær að öll þau ár sem hún átti ólifúð, en hún lést 95 ára gömul, eftir að þær vom fluttar til Sandgerðis. Eins og algengt var á ungdómsámm Ingibjargar þá var almennt ekki mikið um skólagöngu hjá bömum umfram það sem bamaskólinn bauð upp á, efni og aðstæður leyfðu ekki meira. Þá var það líka svokallaður farskóli, sem bömin gengu í, en þá kom kennari og kenndi á ákveðnum bæjum. Ingibjörg var 4 vetur í þannig skóla og vom bara tvö böm í hennar bekk, því hún átti aðeins einn jafnaldra á Kálfshamarsnesi. Margur þráði það að fá að læra meira en kostur var á þessum ámm eihaleysis og erfiðra aðstæðna, og svo var því einnig varið með Ingibjörgu. Það sagði hún mér að hún öfúndaði unga fólkið í dag af því hvað það hefði mikil og góð tækifæri til þess að læra það sem því lysti, því það heföi hún svo sannarlega vilja gera meira af, ef aðstæður hefðu leyft. Hennar uppáhalds námsgrein var íslensk málfræði og hafði hún mikið yndi af að læra hana. Þar hefúr greinilega verið strax kominn fram hæfileiki hennar og þrá til að vinna með mál og texta, sem svo átti eftir að verða jafn mikill hluti æviferils hennar og raun ber vitni. En aðeins urðu það 7 vikur sem segja má að hún hafi fengið í lífinu til þannig undirbúnings undir þessi miklu ritstörf sín. Og sögur skrifaði hún alveg ffá bamsaldri. Þetta var, eins og hún sagði sjálf, henni eitthvað svo í blóð borið og nauðsynlegt, að hún var alltaf sískrifandi. Vísur og ljóð gerði hún líka alla tíð mjög mikið af og var hún jafnvel meira í því á yngri ámnum. En sögumar sínar byrjar hún svo að skrifa fyrir alvöru fljótlega eftir að hún flutti til Sandgerðis, þegar hún er rúmlega tvítug að aldri. Fyrsta sagan sem hún skrifaði hét Sigrún í Nesi, en hún var þó ekki sú sem fyrst kom út á bók. Það var sagan um Hauk Iækni, en Prentverk Odds Bjömssonar gaf út bókina um Sigrúnu nokkmm ámm síðar, eða 1964. Aður hafði birst eftú hana sagan Bylgjur, í Nýju kvennablaði, árið 1956, en ritstjóri þess var Guðrún Stefánsdóttir, systir Davíðs Stefánssonar skálds frá Fagraskógi. Það sagði Ingibjörg síðar að líklega hefði hún aldrei komið sögum sínum sjálf á framfæri. En þannig vildi til að hún kynntist konu, Rannveigu Guðnadóttur að nafni, sem var á þessum tíma að safna áskriftum að bókum fyrir Ragnar í Smára, sem var mikilvirkur útgefandi þá og átti bókaútgáfuna Helgafell. Hún haföi þann háttinn á að safna áskriftunum fyrst og koma svo aftur síðar með bækumar. Hún átti ekki bíl og fékk hún þess vegna mann Ingibjargar, Oskar Júlíusson, til að keyra sig á Suðumesin, þessara erinda. Og eitt sinn óskaði hún eftir að fá að gista. Og eins og Ingibjörg sagði frá því f viðtali okkar 2003, má segja að þar hafi örlögin kippt í einn spottann. Henni segist svo frá þar: 366 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.