Heima er bezt - 01.08.2009, Blaðsíða 82
Úthafsbotninn.
Enn eru að koma fram áður óþekkt,
stór landdýr í regnskógum hitabeltisins,
og má því nærri geta að mörg risavaxin
dýr, sem við vitum lítið eða ekkert um,
eru á sundi í úthöfunum. Sést hafa
höfrungar eða hnísur sem ekki líkjast
neinum hvölum sem skráðir hafa
verið, og af öðrum hafa fúndist leifar
í ijörum, jafnvel aðeins fáein bein af
einni skepnu.
Eldur og brennisteinn
Lengi var gert ráð fyrir að allt það
dýralíf, sem þrifist á botni úthafanna,
væri hluti af fæðukeðjum er ættu upptök
í plöntusvifínu í efstu sjávarlögunum.
Þessi botndýr hlytu sem sagt að lifa á
öðrum dýrum í úthafinu eða á leifum
lífvera sem féllu niður á botninn ofan
frá.
Þetta breyttist upp úr 1970 þegar
menn komust í djúpförum niður í
dýpstu ála úthafanna. Þá kom í ljós
eldvirkni í djúphafssprungum, þar sem
hafsvatn leikur um glóandi kviku og
streymir - oft um 350°C heitt - upp
úr stútum á sprungunum. Vatnið leysir
ýmis efni úr kvikunni, þar á meðal
brennisteinsvetni (H,S), koltvíoxíð
og súrefni. Sérstakar bakteríur, sem
hvergi annars staðar þekkjast, vinna
orku úr brennisteinsvetninu og virkja
Pípuormar.
hana við efnatillífun til framleiðslu á
lífrænum fæðuefnum. Aðrar örverur
lifa svo á bakteríunum og þarna þrífast
allflókin vistkerfí með stórum dýrum,
svo sem pípuormum, risasamlokum,
sérkennilegum kröbbum og öðrum
furðudýrum. Arið 1977 uppgötvuðu
visindamenn, sem köfuðu í rannsóknakaf-
bátnum Alvin niður í sprungu á um 9000
metra dýpi við Galapagoseyjar, pípuorma
(af fylkingu skeggorma, Pogonophora)
sem orðið geta hálfs annars metra
langir. I stað meltingarfæra hafa þessir
sprunguormar, Riftia, bolinn fullan af
bakteríum sem framleiða íyrir sig og
hýsil sinn lífræna fæðu með orku úr
brennist einsvetninu.
Það segir sig sjálft að margt í gerð og
eðli dýra, sem einungis þrífast í mörg
hundruð stiga heitu vatni og undir svo
gífurlegum þrýstingi að hann kemur
í veg fyrir að þetta vatn sjóði, hlýtur
að vera ffábrugðið því sem við eigum
að venjast, og þar bíða vísindamanna
margar spumingar.
370 Heima er bezt