Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 87

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 87
Heimkoma Odysseifs til íþöku Brátt vaknaði Odysseifur af værum blundi á sjávarströnd íþöku og vissi að þá loks væri hann kominn heim. Það fyrsta sem hann sá var ungur og glaðlegur hjarðsveinn, sem í raun og veru var vemdargyðja hans, Pallas Aþena, í dulargervi. Fyrst hjálpaði gyðjan honum að fela ýmsa dýrgripi sem hann hafði meðferðis og að endingu veltu þau stórum steini yfír leynistaðinn. Síðan sagðist gyðjan skyldi gera hann óþekkjanlegan, svo að hann gæti villt á sér heimildir, meðan hann væri að kanna ástandið heima. Snart hún hann því næst með töfrasprota og breyttist hann þá samstundis í tötrum klæddan beiningamann með betlistaf. Svo ráðlagði hún honum að fara og finna gamla svínahirðinn Eumaios, því að hann væri bæði honum og Telemakkos, syni hans, trúr og tryggur, en engum skyldi hann segja hver hann væri að svo stöddu. Odysseifur fór að ráðum hennar og gamli svínahirðirinn tók vel við þessum hruma ölmusumanni. Sagði hann honum allt af létta um biðlana og hvernig þeir hefðu hreiðrað um sig í höllinni og haft þar í frammi hvers kyns uppvöðslusemi. Næsta morgun kom Telemakkos til kofa svínahirðisins og heilsaði þá þessum gamla betlara af mikilli vinsemd. En allt í einu breytti Aþena honum, svo að hann fékk sitt eðlilega útlit og Telemakkos fékk að vita að þar væri faðir hans sjálfur kominn. Varð þá að vonum með þeim mikill fagnaðarfundur. Saman lögðu þeir feðgar síðan á ráðin um, hvernig losna mætti við hina hvimleiðu þrásetumenn úr höllinni, en ákváðu jafnframt að Ijósta engu upp um heimkomu Odysseifs að sinni. Daginn eftir hafði Aþena breytt honum aftur í flakkara og hélt hann þá með svínahirðinum til hallarinnar. Á leiðinni varð geitahirðir staðarins á vegi þeirra. Hann hafði gengið í lið með biðlunum og rak nú á undan sér feitar og fallegar geitur sem slátrað skyldi í matinn handa hinum sjálfboðnu gestum. Geitahirðir þessi jós Odysseif skömmum og sparkaði í hann, en hinn dulbúni konungur varð að þola það þegjandi, því að hans tími var enn ekki kominn. Við hallarhliðið lá gamli hundurinn hans á haug. Hann hafði fyrrum verið kvikur og snar i snúningum, en var nú orðinn svo ellimóður að hann mátti sig vart hræra lengur. En þegar hann kom auga á Odysseif, þekkti þetta tryggðardýr húsbónda sinn aftur, þótt hann væri í dulargervi, lyfti höfði, dinglaði rófunni og ýlfraði vinalega. Komst þá Odysseifúr svo við að honum hrukku tár af hvarmi. Það virtist svo sem hundurinn hefði lengi beðið þessarar stundar, því að litlu seinna leið hann út af og geispaði golunni fyrir fullt og allt. I stórum sal í höllinni sátu biðlamir við langborð sem svignaði undan kræsingum og dýrum veigum, en eigandi alls þessa gekk inn sem betlari. Þegar hann bað um ölmusu, var honum svarað með skömmum, svo hann hrökklaðist fram í útidymar og settist þar. I sömu andrá bar að annan betlara sem var hagvanur þama. Er hann sá keppinaut kominn á sinn stað, varð hann vondur og skipaði Odysseifi brott með ljótum orðum. Þetta upphlaup skemmti biðlunum og siguðu þeir körlunum saman og hétu þeim blóðmörskepp í verðlaun sem betur hefði. Odysseifur sló þá til hins svo harkalega að hann lá og snýtti rauðu. Biðlamir hlógu dátt að þessu og enn meira fögnuðu þeir, þegar Odysseifur bar hinn út fyrir dyrnar og sagði lionum að venja sig af ókurteisi við ókunnuga framvegis. Við þetta steig hann nokkuð í áliti hjá biðlunum, en ósvífnar þemur sem gengu um beina spottuðu hann og hröktu á alla lund. Verst af þeirn öllum lét þó hin snoppufríða Melantó sem Penelópe hafði fyrrum tekið að sér og gert vel við. Gekk það nærri Odysseifi að horfa upp á vinnukonur sínar hegða sér líkt og pútur í félagsskap hinna sjálfboðnu gesta. En brátt nálgaðist úrslitastundin. Þemumar höfðu ljóstrað upp því leyndarmáli að Penelópe rekti upp á nóttunni það sem hún hefði ofið yfir daginn. Biðlamir sóttu því fastar að henni og kröfðust þess að hún gerði upp hug sinn varðandi tilvonandi eiginmann. Penelópe taldi það skyldu sína gagnvart Telemakkos að stöðva hið taumlausa bruðl sem viðgekkst í Heima er bezt 375
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.