Heima er bezt - 01.08.2009, Qupperneq 89
Framhaldssagan - 2. hluti
K ~~~wr~ ullakomekkieinheimumnóttina.Meðhenm
liL & var vinurinn sem reyndist heita Sigurður,
^kallaður Diddi. Hann vildi endilega gefa
Ásdísi í glas en hún afþakkaði. Að því búnu sneri hann sér að
kæliskápnum og hvarf að mestu bakvið hurðina, stóð boginn svo
að breiður afturendinn í grábláum buxum blasti við. Hann kom
með mjólk og harðfisk og sagði um leið og hann tuggði: „Eg
skil ekkert í þér, Gulla mín, að geyma harðfiskinn í kælinum,
hann missir allt bragð af því.“
Ásdís aðstoðaði frænku sína við að koma matarsendingunni
ffá Sigurlínu og föður sínum á öruggan stað.
„Eg ætla að fara í lax í sumar til hans föður þíns“, sagði hann
við Ásdísi. „Heldurðu ekki að hann verði ódýr við mig, þar
sem ég er svo gott sem kominn inn í ijölskylduna?“
„Þeir sem eiga ána leigja hana út og ráða engu um hveijir
veiða þar. Það þarf að sækja um veiðileyfi hjá viðkomandi
áður en allir dagar verða uppseldir", svaraði hún.
„Það er sem ég hef alltaf sagt, bændur era aular“, sagði hann,
kveikti sér í vindli og blés frá sér reykjarstrók.
Ásdís svaraði ekki.
Stuttu síðar bára þau kommóðuna og skrifborðið upp stigann
og inn í herbergið hennar. Þegar þessir hlutir voru komnir á
sinn stað og hún haföi lagað örlítið til í herberginu fylltist hún
ánægju. Hún haföi þrátt fyrir allt eignast annað heimili og var
að byrja nýtt líf.
3
Hún mætti langt á undan öllum á mánudagsmorgninum og
kom að læstum dyram stónnarkaðarins. Hafði lítið getað sofið
um nóttina vegna ótta um að vakna ekki á réttum tíma. Ekki
vildi hún koma of seint fyrsta daginn. Olukkans gleymska að
hafa ekki keypt sér vekjaraklukku fyrir helgina. Hún hafði
treyst því að ífænka hennar gæti lánað sér klukku, en hún átti
ekki neina og sagðist ekkert hafa að gera með vekjara þar sem
hún færi aldrei til vinnu fyrr en eftir hádegi. Hún var búin að
bíða í tíu mínútur þegar Ingi kom. Hann var ekki eins hress
og á föstudeginum. Honum stökk ekki bros og bauð þurrlega
góðan dag. Um leið og hann opnaði fyrir henni dymar rétti
hann henni stimpilkortið og sagði: „Þú gerir bara svona.“
Hann setti sitt kort í rauf efst á klukkunni og um leið heyrðist
smellur og 20. sept. bættist á kortið ásamt kl. 08.40.
Hún fann fyrir spennu gagnvart þessu gangverki og spennan
óx þegar Ingi snaraðist inn ganginn og kallaði: „Komdu og
sjáðu, þetta er skápurinn þinn og inni í honum er svunta sem
þú átt að nota.“
Fólkið fór að tínast inn og engum stökk bros. „Hvað áttu
að gera?“ spurði há og grönn skolhærð stúlka. Án þess að
bíða eftir svari bætti hún við: „Mér hundleiðast þessi eilífú
mannaskipti í áfyllingunni.“ Ásdís horfði á eftir henni snarast
fram í búðina og setjast við einn afgreiðslukassann. Henni fannst
stúlkan sýna sér kulda. Hún fór að kjötinu þar sem hún fann
Heima er bezt 377