Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Side 90

Heima er bezt - 01.08.2009, Side 90
Inga ásamt ljóshærðum manni á svipuðum aldri og Ingi. „Ég heiti Láras“, sagði hann og heilsaði með handabandi. „Pési gamli sýnir þér hvar lagerinn er og verður þér innan handar þangað til karlinn kemur.“ Hann átti við verslunarstjórann. Seinna komst Asdís að því að hann var alltaf kallaður þetta á meðal starfsfólksins. Hans rétta nafn var Kristófer. „Karlinn kemur aldrei fyrr en klukkan tíu á mánudögum“, sagði Ingi og glotti. Um kvöldið fannst Asdísi að hún hefði aldrei orðið eins þreytt áður. Það var bót í máli að hún hafði keypt sér vekjaraklukku og gat því sofið róleg um nóttina. Eftir nokkra daga var hún farin að kunna vel við sig í vinnunni. Skólinn var líka byrjaður og daglegt líf komið í fastar skorður. Þá bauð Ingi öllum vinnufélögum sínum í partí nema „karlinum“. „Það er ekki nokkur leið að hafa hann og kerlinguna hans með, þau era svo góð með sig“, sagði hann. „Svo er ekkert víst að þau kæmu“, bætti hann við. Ingi átti heima í einu af úthverfum borgarinnar. Hann var fráskilinn og bjó í lítilli leiguíbúð. „Svona verður nú ævin þín, Asdís mín, ef þú giftist mér, eilífur gleðskapur“, sagði hann um leið og hann bauð henni inn. Petra stóð þar hjá og gaf Asdísi illskulegt augnaráð við þessi orð Inga. Eftir tveggja stunda gleðskap var farið í nokkram leigubílum á ball. Ásdís fann til einmanaleika á ballinu. Hún þekkti næstum engan þama og vinnufélögunum sem komu með henni var hún varla farin að kynnast. Hálft í hvora vonaðist hún eftir því að sjá Pálma þama inni. Hún hafði ekkert heyrt ffá honum eftir að þau hittust í Hvalfirðinum. Hún ásakaði sig fyrir þessa hugsun. Hann sem hafði komið svona illa ífam við hana. Eiginlega þótti henni ekkert gaman á þessum stað, allt var svo framandi og ólíkt því sem hún átti að venjast á böllunum heima. „Þið komið öll á eftir heim til mín“, sagði Ingi, „annars verð ég agalega full á mánudaginn." „Það er öllum sama hvort þú ert í fylu eða ekki, nema þá kannski henni Petra, en þú ert hvort sem er alltaf svo vondur við hana“, sagði Rósa. Ingi vildi vita hvort Ásdís hefði verið trúlofuð og kom sér beint að efiiinu, en áður en hún gat svarað sagði Láras: „Farðu nú að þegja, Ingi, og vertu ekki að þessum fíflalátum. Það er ég viss um að hún Ásdís vill ekkert með þig hafa. Hún verður orðin hefðarffú áður en þú verður yfirmaður í kjötinu.“ Ingi svaraði að bragði: „Þú ert fyrir mér, Láras, í kjötinu og verður það þangað til karlinn hættir og þú verður verslunarstjóri.“ Þegar þau komu út iðaði bærinn af lífi. Þau héldu hópinn og gengu eftir göngugötunni. Skyndilega sá Ásdís hvar Pálmi kom á móti þeim með Bimu og aðra stelpu sér við hlið. Ásdísi krossbrá en hann virtist ekki taka eftir henni. Að sumu leyti var hún fegin að hann sá hana ekki en það fór samt í taugamar á henni hvað hann var ánægður með sig. Þau fóra flest heim til Inga og vora þar ffam undir morgun. Ásdís fór heim með Rósu sem bjó skammt ffá henni. Henni féll alltaf betur og betur við Rósu eftir því sem hún kynntist henni betur. Hún var einstæð móðir og átti þriggja ára dóttur. „Nú eldum við okkur mat“, sagði Rósa, „og á meðan segi ég þér allt sem ég veit um starfsfélaga okkar.“ Rósa sagði henni að Ingi væri ffáskilinn, konan sem hann var giftur hafði flutt til útlanda með einhverjum ferðamálaffömuði og tekið með sér stelpuna sem hún og Ingi áttu: „Hún var á fyrsta ári, skinnið litla, og fær sjálfsagt aldrei að kynnast pabba sínum.“ Ásdís hafði gefið sér að Ingi væri rétt um tvítugt og varð hissa þegar Rósa sagði henni að hann væri orðinn 27 ára. „Láras er árinu yngri en hann“, sagði Rósa. „Petra á dálítið bágt, hún leynir því með því að vera kvikindisleg við allar stelpur sem byija að vinna þama. Hún er bálskotin í Inga en hann er ekkert spenntur fyrir henni. Samt held ég að hann hafi einu sinni sofið hjá henni, líklega blindfullur. Hann drakk svo illa fyrst eftir að konan fór ffá honum.“ „Er langt síðan þau skildu?“ spurði Ásdís. „Það era bráðum tvö ár ffá því hún strauk frá honum. Það var í byijun nóvember fyrir tæpum tveimur áram. Já, ég man þetta rétt. Eg var búin að vera einn mánuð í markaðnum og var í áfyllingunni eins og þú ert núna, en skyndilega var mér dembt f kjötið til að fylla skarð Inga sem ekki mætti í vinnuna í heila viku því þetta fékk svo á hann.“ Rósa hélt álfam að segja henni frá Petra: „Hún var byijuð á undan mér þama og tók mér svona rétt eins og þér þegar ég kom. Ég lét bara eins og ég tæki ekki eftir því. Hún var stundum að tala um lausaleikskróga og þá gaut hún alltaf augunum til mín, vegna þess að hún vissi að ég átti ársgamla stelpu. Hún þrástagaðist líka á því hvað við, þessar einstæðu mæður, hefðum það gott. Síðar komst ég að því að hún átti mjög erfiða æsku. Pabbi hennar var drykkjumaður og fannst látinn í kirkjugarðinum á jóladagsmorgun fyrir mörgum áram, hann hafði orðið úti, lagst fyrir á leiði foreldra sinna og sofnað þar ofurölvi. Þetta gerðist víst árið eftir að Petra fermdist. Hún á tvo bræður. Annar þeirra er síbrotamaður og situr á Litla- Hrauni núna. Hinn er harðduglegur trésmiður. Petra býr hjá mömmu sinni sem er illa farin til heilsunnar og bundin við hjólastól.“ Þegar Ásdís gekk heimleiðis í veðurblíðunni í morgunsárið, mætti hún tveimur gömlum konum á leið til kirkju. Vonandi halda þær að ég sé á morgungöngu, hugsaði hún. Önnur þeirra kinkaði kolli til Ásdísar, grönn kona í grárri kápu með drapplitan flókahatt. Þetta var konan sem bjó í næsta húsi við Gullu. 4 Ásdís ýtti vagninum troðfullum af vörum út úr lyftunni í áttina að einum rekkanum og tók til við að verðmerkja Cheerios-pakka. Skyndilega fannst henni einhver vera að horfa á sig. Þegar hún leit upp frá vöranum sá hún að ungur dökkhærður maður stóð við endann á rekkanum og horfði á hana með athygli. Brún augu. Hann minnti hana óþægilega á Pálma, en var mun hærri og herðabreiðari. „Hvar felurðu hunda og kattamatinn?“ spurði hann bros- andi. Hún sýndi honum það þegjandi. 378 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.