Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 92

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 92
„Hvorugt“, sagði hún og brosti ósjálfrátt. „Ég er í skóla á kvöldin. „Hvaða skóla?“ spurði hann og horfði á hana athugulum augum. Hún sagði honum það og bætti við: „Eftir áramótin fer ég í Fjölbraut.“ „Ekki er ég svona atha&asamur, dútla í Háskólanum og hundleiðist.“ „Þama ertu þá, Stefán minn.“ Móðir Stefáns stóð skyndilega hjá þeim og horfði hvasst á Asdísi. „Við þurfúm að hraða okkur við innkaupin", sagði hún um leið og hún setti tvær baunadósir frá Ora í körfuna. Hún gaf Stefáni skipandi augnaráð um leið og hún stmnsaði burtu. „Ég býð þér á kaffihús einhvem daginn“, sagði Stefán við Ásdísi og flýtti sér burt áður en hún gat svarað honum. Ásdís lagði frá sér vinnuna stutta stund og fylgdist með þeim mæðginum þar sem þau vom afgreidd við kassann. Henni hitnaði í framan og hún varð þurr í hálsinum. Hún fann í senn til gleði og kvíða. ,Ásdís, komdu með mér í kaffi“, kallaði fngi. Kaffistofan var niðri á dósalagemum. Ásdís ók þangað tómu vörubretti á hjólum. Ingi var sestur við borðið og hafði dymar að stofúnni opnar til að geta fylgst með henni. „Komdu, ég er búinn að hella í bollann þinn“, kallaði hann. Hún settist þögul og ófús, gmnaði að hann hefði fylgst með samtali hennar og Stefáns. Gmnurinn reyndist réttur. „Skriftaðu nú fyrir velunnara þínum“, sagði Ingi galsa- lega. Hún lést ekki skilja hvað hann var að tala um. „Ég ætla bara að segja þér, Ásdís mín, að fara varlega, þú ert bæði sæt og dugleg stelpa. Ég held að þessi monthani sé að sverma fyrir þér, en ef hann er eitthvað líkur henni móður sinni þá hjálpi þér Guð ef þú ferð að skjóta þér í honum. Kerlingin er argasta skass og svo merkileg með sig að hún umgengst okkur búðarlokumar eins og hvert annað msl. Karlinn, pabbi hans, er allt önnur manngerð.“ „Þekkirðu þetta fólk?“ spurði Ásdís undrandi. „Þekki og.“ Hann snarþagnaði þegar Petra kom inn. Petra spurði hvort hún væri nokkuð að trufla. Ásdís notaði tækifærið og fór inn á lager og fyllti brettið af vömm. Hún átti erfítt með að einbeita sér í skólanum um kvöldið. Hugurinn lét ekki að stjórn og látlaust birtust myndir af Stefáni og Pálma í hugskotinu. Þegar hún stóð í strætóskýlinu hrökk hún í kút ef hvítur bíll renndi framhjá og óttaðist að Pálmi væri að lóna eftir henni. Hún vildi vera laus við hann en vissi að hann var þijóskur. Það var eins og hann hefði náð tökum á henni þvert gegn vilja hennar. Verst að vita ekki á hvemig bíl Stefán var. Hvað var Ingi að meina með því að vara hana við honum? Hún ásakaði sig fyrir eftirtektarleysið í skólanum um kvöldið, hún yrði að taka sig á og nota hverja stund til að læra. Með þeim ásetningi steig hún upp í strætisvagninn. Nágrannakona Gullu, sú sem Ásdís hafði mætt á sunnu- dagsmorgninum á heimleiðinni frá Rósu, var í vagninum. Hún var með sama flókahattinn og þá en hafði skipt um kápu. Konan heilsaði Ásdísi og þær urðu samferða frá stoppistöðinni. Hún spurði forvitnislega hvemig Gulla hefði það og hvemig Ásdísi líkaði við Didda. Hún beið ekki eftir svari, heldur fór að segja Ásdísi af æsku Didda: „Hann er Kanabam en Kristján sálugi ættleiddi hann þegar hann tók saman við Guðrúnu móður hans. Þau bjuggu fýrst í bragga eða þangað til Kristján kom til sögunnar. Það var óttaleg eymd á þeim. Guðrún drakk mikið og Diddi ræfíllinn var á útigangi. Hann er ekki slæmur en óttalegur óráðsíumaður. Búinn að vera giftur tveimur konum og búa með þeim nokkmm. Verst ef hún Gulla verður svo vitlaus að giftast honum, þá fær hann eigumar hennar eftir hennar dag og það er það sem hann vill. Um daginn var hann að gaspra með það úti í búð að hann ætlaði að kaupa búðina ef hjónin sem eiga hana vildu selja, en það get ég sagt þér að ef hún Gulla fer að leggja í púkk með honum í búðarkaupin þá missir hún allt sem hún setur í það. Hann hefúr aldrei getað rekið neitt hvemig sem hann hefúr reynt. Það er líka brennivínið sem fer með hann og við það bætist svo að hann er húðlatur. Mamma hans er nú í leiguíbúð fyrir aldraða. Hann náði öllu af henni og allt hefúr það brunnið upp í höndunum á honum. Skilaðu kveðju frá mér til hennar Gullu.“ Konan ýtti hurðinni í garðshliðinu upp með marri og lagði hana snöggt aftur, bograði dálitla stund við að setja rennilokuna fyrir. Þegar Ásdís kom inn úr dyrunum mætti hún Didda sem sagði: „Það er strákur búinn að hringja tvisvar og spyija um þig, hann vildi ekki að ég tæki skilaboð.“ Hver skyldi það hafa verið? hugsaði Ásdís. Hún komst að því strax um morguninn þegar hún kom í vinnuna. Það var Lárus, yfirmaðurinn í kjötinu, sem hafði verið að reyna að ná í hana. Hann vildi fá hana í kjötafgreiðsluna og ein stelpan þaðan færi í áfyllinguna. Sagði að karlinn hefði samþykkt það orðalaust. „Nú verður Petra fúl“, sagði Rósa og glotti. 6 Það var liðin vika af nóvember og þá daga sem Ásdís var búin að vinna í kjötinu hafði hún ekki séð Stefán eða móður hans koma í markaðinn. Hún hafði vakandi auga með umferð í búðinni. Hún réð ekki við það en þessi ungi maður virtist hafa gagntekið hug hennar. Ingi gaspraði að hún ætlaði að verða snögg að vinna sig upp og verða yfirmaður hans þegar Lárus yrði verslunarstjóri. Ásdís var fegin að Ingi vissi ekki raunverulega ástæðu fyrir árvekni hennar. Það var föstudagur og frí í skólanum um kvöldið. Kennarar höfðu ákveðið að halda sjálfum sér dálítinn gleðskap. Ásdís hafði ákveðið að eiga góða helgi og reyna að hætta að hugsa um Stefán. Hún fann að hún átti honum að hluta til að þakka að hún var búin að losna undan áhrifavaldi Pálma. En Pálmi hafði farið að koma í búðina og sitja fyrir henni þegar hún kom úr vinnunni, bæði úti á plani við búðina og fyrir utan heima hjá henni. Til þess að gera hana afbrýðisama fór hann að gefa sig að stelpunum á kössunum. Hún sá það síðast til hans að hann tók Petru upp í bílinn úti á plani. Daginn eftir hafði Petra litið sigrihrósandi á Ásdísi. „Ég vona bara að þessi strákur fari ekki illa með Petm“, 380 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.