Heima er bezt


Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 94

Heima er bezt - 01.08.2009, Síða 94
þessu svokallaða hjónabandi saman.“ „Segðu mér af þér“, hann sneri sér að henni og horfði á hana athugulum augum í hálfbirtunni af tunglinu. Hún sagði honum það helsta, ffá heimili sínu í sveitinni, dauða móður sinnar og til hvers hún væri komin til Reykjavíkur. ,Þú ættir að vera þakklát fyrir að pabbi þinn er næstum búinn að ná í konu aftur þó að þú eigir aldrei eftir að bera sömu tilfmningar til hennar og móður þinnar. Ég finn það á mér að þú ert ekki sátt við veru hennar á heimilinu.“ Aftur fann hún að hann horfði á hana athugulum augum. „Ég skal hjálpa þér með námsefhið ef þig vantar aðstoð“, sagði hann á leiðinni heim. „Má ég koma í heimsókn til þín annað kvöld?“ spurði hann þegar þau voru fyrir framan húsið heima hjá henni. Hún var fegin að hann skyldi segja þetta, undir niðri hafði hún verið hrædd um að hann hefði ekki áhuga á að hitta hana aftur, að hún væri ekki nógu fín fyrir hann, hún sem var aðeins ómenntuð bóndadóttir, vann í stórmarkaði og baslaði í skóla á kvöldin. A bakgmnni þeirra var grundvallarmunur sem hún var hrædd við. Einhver rödd í henni varaði hana við þessu en á þessa rödd gat hún ekki hlustað. Mynd hans festist í hug hennar, eftir að þau höfðu kvaðst, og hélt fyrir henni vöku svo hún sofnaði ekki fyrr en langt var liðið á nóttu. Hún vaknaði snemma, fann ekki fyrir neinni þreytu og þótti gott að þurfa ekki að vinna um morguninn. Hún ákvað að fara að læra en það reyndist þrautin þyngri. Hún gat ekki með nokkru móti fest hugann við lærdóminn. Hún rölti því til Rósu sem var ekki komin á fætur. „Það var gott að þú komst, ég drattast þá í fotin“, sagði Rósa geispandi þegar hún opnaði fyrir Asdísi. „Sestu ef þú getur rutt einhverju af drasli úr sófanum“, sagði hún um leið og hún setti kafifi á könnuna. Asdís fór að tína saman dótið eftir dóttur Rósu, en það lá um öll gólf í íbúðinni og uppi á stólum og sófanum. „Ég var svo uppgefm í gærkvöldi að ég sofiiaði yfir sjónvarpinu og vaknaði ekki fyrr en um miðja nótt“, sagði Rósa innan úr svefnherberginu. „Svo hringdi pabbi hennar“, - hún átti við dóttur sína, „hann var fullur eins og hann er allar helgar. Hann vildi koma til mín en ég sagði honum að ég opnaði ekki. Ég er búin að fá mig fullsadda af honum. Það er rétt hending ef hann tekur stelpuna um helgar og þá fer hann bara með hana til foreldra sinna og skilur hana þar eftir. Síðast þegar það var pabbahelgi hjá henni þurfti ég að sækja hana sjálf í strætó efst upp í Breiðholt til gömlu hjónanna.“ „Þú býrð yfír einhverju“, sagði Rósa og horfði forvitin á Asdísi. „Þú verður að segja mér það.“ Asdís fór að segja henni af Stefáni og að þau hefðu farið út saman. „Blessuð, passaðu þig að verða ekki ólétt“, sagði Rósa. „Gerðu ráðstafanir í tíma og hleyptu honum ekki nálægt þér fyrr en þú ert gulltryggð. Pabbi hans er miklu myndarlegri en hann og næstum því eins unglegur, ég sá hann um daginn.“ „Hvemig vissirðu að það var pabbi hans?“ spurði Ásdís. „Ingi sagði mér það. Hann kom inn í búðina á meðan þú varst niðri og sótti eitthvað sem Ingi hafði tekið til fyrir ffúna en hún hringdi og bað um að þetta yrði tilbúið og sagði að maðurinn sinn myndi sækja það. Auðvitað vildi hún ekkert við mig tala, bað bara um Inga. Hún heldur víst að hann sé yfirmaður í kjötinu eða þá hún er skotin í honum.“ „Eg get bara ekki fest hugann við lærdóminn“, sagði Ásdís. „Þú ert á hættulegu stigi, passaðu þig bara“, sagði Rósa. Ásdís kom mátulega heim í hádegismatinn. Diddi kom fram að matborðinu í röndóttum náttslopp og sagðist ætla að leggja sig aftur eftir matinn. Hann spurði Ásdísi hvað hún hefði verið að slóra í nótt, sagði að þær frænkumar væm líkar, báðar gefnar fyrir karlmenn. Um leið leit hann á Gullu sem roðnaði eins og ung stúlka. Dyrabjallan hringdi um fjögurleytið. Úti stóð Stefán. Ásdís fór til dyranna. Gulla hafði skroppið eitthvað út. Diddi svaf ennþá. „Mér datt í hug að við fæmm útfyrir bæinn og í göngutúr upp í Heiðmörk, hefurðu komið þar?“ Þar hafði Ásdís ekki komið, en sagði að lærdómurinn væri í molum hjá sér. „Ég skal hjálpa þér á eftir ef þú vilt“, bauðst hann til. „Búðu þig vel, það er komið ffost“, sagði hann, „ég bíð úti í bíl á meðan.“ Hann gekk léttum skrefum að bílnum á hvítum íþróttaskóm og dökkbláum glansgalla með þekktu merki. Ásdís hefði viljað eiga íþróttagalla. Hún klæddi sig í svartar stretsbuxur og útprjónaða peysu. Hann horfði á hana ganga niður stíginn í átt að bílnum og fannst hún enn fegurri en daginn áður. Hann óskaði þess að hann hefði aldrei kynnst Hugrúnu og að móðir hans sækti ekki svona fast að þau yrðu hjón. Hann sá nú að það gæti aldrei orðið, víst þótti honum vænt um hana en það hafði aldrei verið nein ævintýraleg spenna í kringum það samband. Undarlegt að faðir hans hafði aldrei skipt sér neitt af þessum áformum móður hans. Ef hún ræddi um að hann yrði að fara til Bandaríkjanna og heimsækja Hugrúnu lagði faðir hans ekki orð í belg heldur stóð upp og gekk út. Þegar þau komu aftur úr Heiðmörkinni stakk Stefán upp á því að hann liti á námsefnið hennar. „En hvað með þitt nám?“ vogaði hún sér að segja. „Ég læri á morgun“, sagði hann brosandi. Hann hafði orð á því hvað herbergið hennar væri notalegt. „Hér er góður andi, má ég kannski vera hér um stund á morgun og vita hvort ég get fest hugann við námið?“ Henni fannst það góð tilhugsun að hann kæmi með sitt námsefni, þau gætu þá verið hvort í sínu hominu og lært. Það var reikningurinn sem hún átti verst með. „Þetta er bamaleikur. Ég hjálpa þér ef þú skilur ekki eitthvað, hvort sem það er reikningur eða eitthvað annað.“ Hún var rétt að verða búin með það sem hún þurfti að læra fyrir mánudaginn þegar hann tók hana eldsnöggt í fangið og settist með hana í sófann og kyssti hana krefjandi. Hún hafði ekkert mótstöðuafl gegn vilja hans. í þessu kallaði Gulla upp stigann og bað Ásdísi að koma í símann, pabbi hennar vildi heyra í henni. Stefán stóð á fætur, sýndi á sér fararsnið og sagði snöggt: „Ég kem eftir kvöldmat og sæki þig, við skulum skreppa á bíó.“ Framhald í nœsta blaði. 382 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.