Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Qupperneq 12
TF-OGN
Hér birtist mynd af íyrstu og einu flugvélinni, sem smíðuð
hefur verið hér á landi. Mennirnir, er sfanda framan við flug-
véiina, eru þcir flugvélavirk/arnir Björn Ólsen (látinn) og
Gunnar Jónasson, núverandi framkvæmdastjóri Stáihúsgögn.
Gunnar og B/'örn teiknuðu og smíðuðu vélina að öílu leyti
sjálfir, en hreytilinn, sem er „Gipsy“, Jceyptu þeir frá Eng-
Iandi. Hófu þeir félagar smíði vélarinnar 1932, en sölcum
Iélegra húsnæðisaðstæðna og fjárskorts urðu Iangar tafir við
smíðina. Hinn 24. nóvember 1940 var svo vélinni flogið í
fyrsta sinn; flugmaður var Örn Johnson framkvstjóri F.í. Flaug
hann vélinni nokkrum sinnum eftir það, síðast 7. desember
1940, en þá félí fíug niður vegna Iireyfilstruflana. — Ymsar
ástæður ollu því, að ekkert frekar var gjört, þar á meðal tak-
markanir þær, sem setuliðið setti fyrir flugi hér á landi.
Væri mjög tilhlýðilegt að vélin yrði nú sett á þjóðminja-
safnið, því að hvat sem litið er á vélina, ber hún metki alveg
dæmafárrar vandvirkni og snilli, auk þess sem vélin á tví-
inælalaust eftir að verða verðmæfur min/agripur í augum fram-
tíðainnar, þar sem nú flugið verður æ þýðingarmeiri þáttur
í samgöngum oícícar innanlands sem utan.
landi. Þessi tímamismunur reynist að fara eftir
vissum kúrvulínum (hyperbólum), sem eru merktar
inn á landabréf leiðsögumannsins (navigator). Leið-
sögumaðurinn finnur stöðu farartækisins með því að
lesa af tölur á kvarða á sjánni og bera þessar tölur
síðan saman við kortið. Loran-kerfið er þegar orðið
mjög útbreitt, sérstaklega vestan hafs.
Decca-kerfið líkist mjög Gee-kerfinu, sem var mikið
notað í stríðinu, en reyndist ekki nógu langdrægt
fyrir millilandaflug. Decca er svipað Loran að því
leyti, að notuð eru sérstök landabréf, en frábrugðið
í því, að hér er ekki mældur tímamismunur milli
móttekinna merkja frá sendistöðvunum, heldur hreyf-
ir fasamismunur sendistöðvanna (vanalegast eru 3—
4 stöðvar í hverju kerfi) sérstaka fasamæla. Aflestur
þeirra samanborínn við landabréfið gefur stöðu farar-
tækisins á hverri stundu.
Svo mætti að lokum minnast á ConsoJ-kerfið, sem
er upphaflega þýzkt. Því svipar að nokkru til hinna
eldri miðunarkerfa; notast er við útsendingu morse-
geisla. Aðalkostir Consol er tiltölulega mikið lang-
drægi, og svo að flugvélar eða skip þurfa aðeins að
vera útbúin vanalegum móttakara til að geta notfært
sér kerfið.
Hér licfur verið stiklað á því stærsta í sambandi
við leiðsagnakerfi flugvéla, og væri þá ekki úr vegi
að drepa örlítið á atriði, sem er ekki síður mikils-
vert en hin, — það er blindíendingin.
Oft eru flugvellir huldir þoku eða myrkri, svo að
flugmaðurinn verður að lenda vél sinni einungis með
aðstoð tækja í vélinni og á jörðu niðri. Blindlending
hefur verið auðvelduð með innrauðum geislum, þoku-
eyðingu eða sterkum ljósgeislum, en við öruggustu
og síðustu aðferðirnar eru notuð sérstök blindlend-
ingarkerfi. — Mætti nefna lauslegt dæmi. Á flug-
vellinum eru færanlegar sendistöðvar (á bílum), sem
senda út radiogeisla (runway-localizer) samsíða braut
þeirri, sem lent er á í hvert sinn; í öðru lagi kúrvu-
lagaðan geisla (gliding-path), sem sníður hinn og
beygir upp á við, og loks lóðrétta geisla við brautar-
endann (marker beacons).
I vélinni er móttakari fyrir hverja geislategund og
mælar, sem sýna, hvort réttri stefnu og hæð sé haldið;
sömuleiðis kemur ljósmerki á mælaborðið og hljóð-
merki í heyrnartæki flugmannsins, er hann flýgur
yfir brautarendann. — Auk áðurnefndra tækja er
mikill styrkur að fyrrnefndri hringsjá (Plan Position
Indicator). —
Þegar eru í notkun mjög fullkomin kerfi af þessu
tagi, og stöðugt er unnið að endurbótum þeirra. —
Þannig er útlit fyrir að mvrkur og þoka verði á
engan hátt þrándur í götu flugsamgangnanna.
Þótt hér hafi verið farið hratt yfir sögu, er auðsætt,
hversu ríkan þátt rafeindatæknin á í öryggismálum
flugsins.
Það er ekki óeðlilegt, að flugmenn kalli radio-
tækin beztu vini sína, því að þau veita þeim öryggi
og festu í starfinu.
Reykjavík, í sept. 1946.
Sverrir Norland.
10 - FLUG