Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Qupperneq 19

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Qupperneq 19
V SIGFÚS H. GUÐMUNDSSON framkvœmdastjóri Reykjavíkurflugvallarins: Hvað er PICAO? pICAO er skammstöfun á heitinu Provisional Inter- national Civil Aviation Organization, sem á ís- lenzku mætti kalla bráSabirgða alþjóðasambancl flug- rnála. I sjálfu sér er þetta ekkert svar. En til þess að hægt sé að gera sér nokkra grein fyrir, hvað þetta þýðir, verður að líta nokkuð aftur í tímann. Eins og kunnugt er, þá hafa heimsstyrjaldirnar tvær, sem háðar hafa verið síðan flugið komst á í sinni núverandi mynd, verið ákaflega áhrifaríkar á þróun flugsins. í seinni heimsstyrjöldinni hafði þó flugið miklu áhrifameira hlutverk, en í þeirri fyrri. Elinar miklu flutningaflugdeildir, sem herir sarnein- uðu þjóðanna höfðu í sinni þjónustu, sýndu mönn- um frarn á nauðsyn þess, að koma betra skipulagi á alþjóðaflugmál, en verið hafði. Hinir gífurlegu flutningar, sem framkvæmdir höfðu verið með flug- vélum herjanna, bentu mönnum líka á annað, sem sé, að flugið átti þá framtíð fyrir sér, sem bjartsýn- ustu áhugamenn höfðu gert sér vonir um. En eitt varð ljóst samtímis þessu, að þær glæstu vonir, sem bundnar voru við flugið í framtíðinni, gátu orðið að engu, ef ekki var tekið í taumana til þess að fyrir- byggja þann glundroða, sem verða myndi á alþjóða- flugmálum, ef engin samvinna yrði urn fyrirkomulag þeirra. Arangurinn af þessum athugunum varð flugmála- ráðstefnan í Chicago, sem hófst þann 1. nóv. 1944. Tilgangur þeirrar ráðstefnu var að koma föstu formi á alheimsflugsamgöngur, þannig að hægt væri að not- færa sem allra bezt hinar miklu framfarir, sem orðið höfðu á stríðsárunum. Ráðstefna sem þessi hafði þó verið haldin áður, eftir fyrri heimsstyrjöldina, árið 1919 í París. Þar var mestmegnis fengizt við tæknileg atriði, og upp úr henni stofnað alþjóðaráð loftferða. Sá ljóður var þó á, að þar áttu ekki fulltrúa ýms af stærri löndunum, m. a. Bandaríkin, Sovétríkin, Kína og Brazilía. Önnur ráðstefna hafði verið haldin 1928, í Havana, Cuba, og var hún setin af fulltrúum tíu Ameríku- ríkja. Var þar að hinu leytinu mest fengizt við póli- tísk mál í sambandi við flugið. T. d. samþykktu þessi ríki svokallað „frelsi loftsins“, gáfu hvert öðru rétt- indi til loftferða yfir land hins. Þessar samþykktir voru í sjálfu sér góðar, svo langt sem þær náðu. En þegar var komið fram í seinni heimsstyrjöldina, var auðsætt, að þær voru orðnar úreltar, enda var það eðlilegt, þegar gætt er að þeirn geysimiklu framförum, sem orðið höfðu á þessu tíma- bili. Snemma á árinu 1944 fóru fram umræður uni flugmál milli hinna stærri ríkja sameinuðu þjóðanna, en þær urðu til þess, að ákveðið var að boða til alþjóðlegs fundar um flugmál. Þann 1. nóvember 1944 hófst svo ráðstefnan í Chicago, sem haldin var að tilhlutun Bandaríkjanna. Voru þar samankomnir fulltrúar frá 55 þjóðum bandamanna og þjóðum vin- veittum þeim, þ. á. m. íslendingum. Á þessari ráðstefnu voru gerðar rnargar merkilegar samþykktir. Ein þeirra var samþykkt um stofnun al- þjóðaflugmálasambands. Alþjóðaflugmálasambandið, sem verður starfhæft, þegar 26 ríki hafa samþykkt stofnun þess, skal stofn- að samkvæmt ályktun Chicago-rástefnunnar, „til þess að tryggja þróun alþjóðaflugmála á heilbrigðan hátt og að alþjóðaflugsamgöngur geti hafizt á grundvelli jafn- réttis og verið reknar á fjárhagslega heilbrigðan hátt“. Samþykktir ráðstefnunnar hnigu í þá átt, að tryggja FLUG - 17

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.