Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Qupperneq 23
fullnaðarsamþykki hafði fengizt fyrir stofnun PICAO.
Stjórnin er talin sitja á rökstólum óslitið, en hefur
verið kvödd til reglulegs fundar 4—5 sinnum. Á fyrsta
fundinum var, eins og áður er sagt, kosinn forseti,
dr. Edward Warner, sem urn leið vék úr sæti sem
fulltrúi lands síns, Bandaríkjanna. Dr. Albert Roper,
sem var kosinn aðalritari, hafði áður verið aðal-
ritari alþjóðaráðs loftferða. Á öðrunr fundi stjórn-
arinnar var endanlega gengið frá stofnun ýmissa
tæknilegra nefnda. En í sambandi við það var álitið
að kalla bæri saman ráðstefnur fyrir sérstök svæði
eða leiðir, til þess að betur væri hægt að kynnast
vandamálum, er snerta þessi svæði sérstaklega.
Sú fyrsta þessara ráðstefna var sú, sem fjallaði um
vandamál Norður-Atlantshafsins. Hófst hún í Dublin
4 .marz 1946. Voru þar saman komnir fulltrúar 13
ríkja, þ. á m. íslands. Þar sem þessi ráðstefna var
sú fyrsta af tíu slíkurn, var eðlilegt að störf og árangur
hennar snerti meira eða minna alheimsflugmál. Enda
varð það og raun á, því að rnargar af ályktunum
Dublin-ráðstefnunnar hafa síðan verið notaðar sem
grundvöllur að fyrirmælum og leiðbeiningum um
alheimsflug.
Eins og áður er getið, var eitt af verkefnum stjórn-
arinnar að skipa vissar nefndir. Þrjár aðalnefndirnar,
sem skipaðar hafa verið, eru: ein nefnd, er fjallar um
flugmál frá sjónarmiði samgangna (Air Transport
Committee), önnur, er fjallar um loftsiglingar (Air
Navigation Committee), og sú þriðja, sem á að undir-
búa endanlega stofnun alþjóðaflugmálasambandsins.
Hinar tvær fyrrnefndu nefnda eru vel á veg komnar
með starf sitt, en sú þriðja hefur enn ekki tekið til
starfa.
Vegna hins margþætta starfs, sem hinum tveim
starfandi nefndum hefur verið falið, hafa þær orðið
að skipa sér niður í deildir, sem starfa að ýmsum
tæknilegum sérmálum. Þessar deildir fjalla um atriði
eins og flugvelli, flugumferðarstjórn, verðurfræði,
fjarskipti, björgunarstörf, landakortagerð, slysarann-
sóknir, flugfélagarekstur, o. fl.
Auk þeirra nefnda og deilda, sem þegar hafa verið
taldar, eru starfandi nefndir, sem fjalla um fjármál,
upplýsingar, skilríki fulltrúa, o. fl.
Málgagn sambandsins, The Picao Jouinal, sem
kemur út mánaðarlega, flytur fréttir og tilkynningar
frá stjórninni, og er það gefið út á ensku, frönsku og
spönsku. Þessi þrjú tungumál eru viðurkennd sem
aðalmál PICAO. Öll skjöl og verk sambandsins eru
gefin út á þessum tungumálum. í undirbúningi er
útgáfa flugtæknilegrar orðabókar á rnörgum tungu-
málum.
TÍMARIT U M FLUGMÁL
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Asbjörn MAGNÚSSON
ÚTGEFANDI: FLUGÚTGÁFAN
Utanáskrift:
FLUG, P. O. Box 681, Reykjavik
Prentsmiðjan ODDI h.p.
Að lokum þetta:
Þegar talað er um flutningaflugvélar herjanna og
það mikla afrek, sem þær hafa unnið í síðasta stríði,
gera sennilega fáir sér Ijóst, hvílík ógrynni fjár og
og hvílíkt óhemju starfsþrek og orka hafa farið í
það að sjá þessum flutningatækjum loftsins fyrir við-
unanlegum starfsskilyrðum. Hundruð flugvalla hafa
verið byggðir, veðurathuganastöðvar hafa verið byggð-
ar á hinum hinstu afkimum veraldar, björgunarstöðv-
um komið á fót og tilkynninga- og skeytakerfi full-
komnað. Flugið myndi ekki hafa verið það, sem það
er í dag, ef þessurn lífsnauðsynlegu hjálpartækjum
hefði ekki verið kornið upp og haldið við. En nú er
þessara tækja ekki lengur þörf frá hernaðarlegu sjón-
armiði og því eru þau líkleg til að breytast eða jafn-
vel hverfa.
PICAO hefur sett sér það mark, að þau hverfi
ekki, heldur verði þeim haldið við og þau endur-
bætt ár frá ári til þess að nálgast fullkomnun.
Það hefur einsett sér að koma samræmingu á flug-
ið, hvar sem er í heiminum, þannig að rnaður, sem
flýgur úr einni heimsálfu í aðra, vinni alls staðar
með sömu tækjum og sömu aðferðum.
Þegar þetta allt er fengið, fer að hylla undir þann
tíma, sem brautryðjendur flugsins hafa séð í draum-
um sínum, að flugið skipi þann þess, sem því er
ætlaður, að verða eign almennings í heiminum.
FLUG - 21