Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Page 32
UR NAGRENNINU
Vélflugdeild Svifflugfélags íslands
var stofnuð 16. júlí 1944 af um 20 meðlimum Svif-
flugfélagsins. í fyrstu stjórn deildarinnar voru kosn-
ir: Kjartan Guðbrandsson, form., Guðbjartur Heið-
dal og Ásbjörn Magnússon. Vélflugdeildin var stofn-
uð í því augnamiði, að sjá meðlimum sínum fyrir
ódýru flugnámi. Námið var takmarkað við meðlimi
S.F.F.Í. og starfaði með klúbbsniði. Deildin keypti
til landsins Luscombe tveggja sæta vél með 65 ha.
Continental-hreyfli. Deildin jók fljótlega flugvéla-
kost sinn og er nú svo komið, að deildin á 4 vélar,
allt tveggja sæta, einshreyfils vélar. Eru þetta tvær
Luscombe, ein Tiger Moth og ein Stearman P.T. 17,
sem er 220 ha. — Jafnframt því að deildin jók
vélastólinn, var ákveðið að hún skyldi framvegis rekin
sem opinber flugskóli, sem stæði opin öllum, er
æsktu að læra flug og uppfylltu skilyrði Loftferða-
eftirlits ríkisins þar að lútandi. Kennarar við deildina
hafa verið ýmsir: Skúli Petersen, Kristinn Olsen, Sig-
urður Ólafsson, Georg Thorberg, Hörður Sigurjóns-
son, Hörður Jónsson, Halldór Beck, en núverandi
kennarar eru Jón Guðmundsson og Stefán Magnús-
son, og kom hinn síðar nefndi heim frá Bandaríkj-
unum með leiguflugvél Loftleiða h.f. nú um daginn.
Stefán er gamall meðlimur Svifflugsfélags íslands,
en hefur um 14 mánaða skeið stundað nám við Spart-
an flugskólann í Tulsa, Oklahoma, sem og svo margir
aðrir íslendingar. Framkvæmdastjóri deildarinnar er
Guðm. Baldvinsson. Stjórn deildarinnar skipa nú:
K. Guðbrandsson, form., Björn Örvarr, Matthías
Matthíasson, Magnús Guðbrandsson og Guðm. Bald-
vinsson.
Frá stofnun deildarinnar hafa stundað nám um
60 manns. 18 hafa lokið prófi til flugs einliðaðir.
En A-prófi (Private) hafa lokið 7 af nemendum deild-
arinnar.
Flugskólinn Cumulus
hóf starfsemi sína í september 1945, og er Cumulus
því fyrsti flugskólinn, sem hér er stofnaður. Skólinn
byrjaði starfsemi sína með tveimur Tiger Moth vél-
um og hafði hvor þeirra 130 ha. D.H. Gipsy Oueene-
hreyfil.
Skólinn hefur starfað stöðvunarlaust siðan, og hafa
á þessu tímabili stundað flugnám við hann milli 40
—50 nemendur. Þar af hafa lokið prófi til flugs ein-
liðaðir 15 af nemendum skólans, en 2 hafa lokið A-
prófi, sem veitir þeim leyfi til að fljúga eftirlitslaust
hvert sem vera skal um landið og taka með sér far-
þega, en án endurgjalds.
Eigendur skólans eru þeir flugmennirnir Jóhannes
Snorrason, Magnús Guðmundsson og Smári Karls-
son, allir starfandi hjá Flugfélagi íslands. Unnu þeir
þarft og merkilegt brautryðjendastarf með stofnun
skólans og sýndu með raunhæfum aðgerðum, að flug-
skóli fyrir almenning gat borið sig.
Skólanum veitir forstöðu Snorri Snorrason, korn-
ungur bróðir Jóhannesar. Kennari er Anton Axelsson
flugmaður, en hann hefur nú mikla reynslu í flug-
kennslu.
Flugfélag Islands
áformar að taka upp að nýju reglubundnar ferðir
til Fagurhólsmýrar og Egilsstaða. í ráði er einnig að
félagið hefji ferðir í náinni framtíð milli Reykjavíkur
og Sauðárkróks og Reykjavíkur og Kópaskers. Nú
rekur flugfélagið reglubundnar ferðir eins og hér
segir: Rvík—Akureyri, Rvík—Reyðarfjörður, Rvík—
Norðfjörður, Rvík—Fáskrúðsfjörður, Rvík—Horna-
fjörður, Rvík—Kirkjubæjarklaustur, Rvík—Þlólmavík.
í utanlandsferðum hefur félagið 24-sæta Liberator,
sem það leigir af Scottish Airlines. Fer vélin þrjár
ferðir í viku milli Reykjavíkur og Prestwick og tvær
ferðir til Kaupmannahafnar.
Dagana 17. og 29. sept. voru farnar flugferðir
til New York á vegum félagsins. Flugfélagið not-
aði Liberator til þessara ferða. Stjóm F.í. hefur
til athugunar, hvort mögulegt sé að hefja reglubundið
flug til Bandaríkjanna. Kaupmannahafnar- og Prest-
wick-ferðunum mun félagið halda áfram í vetur.
Flugfélagið hefur í undirbúningi mjög verulega
aukningu flugvélakostsins á innan og utan lands flug-
leiðum. Catalina-flugbátur félagsins, sem nauðlenti
við Laugarnestanga nýlega og skemmdist, mun verða
tilbúinn til flugs aftur um áramótin.
Nú eru í eigu félagsins 7 flugvélar, sem taka sam-
tals 102 farþega.
Árið 1938 hóf flugfélagið starfsemi sína, þá undir
nafninu Flugfélag Akureyrar. Keypti til byrjunar eina
fjögurra sæta Waco með 225 ha. Jakob-hreyfli. 1940
breytti félagið um nafn, flutti höfuðstöðvar sínar til
Reykjavíkur. Þá keypti félagið einnig eina flugvél í
30 - FLUG