Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Side 33

Flug : tímarit um flugmál - 01.10.1946, Side 33
viðbót, var það vél af sömu gerð og eldri vél féiags- ins. F. í. hefur urnboð fyrir sænsku félögin A.B.A. og SILA, sem eru systrafélög. A.B.A. rekur nú tvær flug- ferðir í mánuði hverjum milli Reykjavíkur og Stock- holms. Danska flugfélagið, D.D.L., sem F. í. hefur einnig urnboð fyrir, rekur engar flugferðir um ísland sem stendur, og er allt óráðið með framtíðina. Flugskóli Akureyrar hóf starfsemi sína haustið 1945, nreð tveimur Tiger Moth kennsluflugvélum, sem keyptar voru frá Kan- ada. Kennari var Kristján Mikaelsson, Akureyri. Að- setur sitt hafði skólinn á Melgerðismelum í Eyja- firði, 20 km. frá Akureyri. Kennt var í október og nóvember í fyrra, en vegna versnandi tíðarfars lagðist kennslan niður í nóvembermánuði, og hófst aftur í marzbyrjun í ár. Keypti skólinn um sama leyti eina fjögra sæta farþegaflugvél af gerðinni Percival Proc- tor, sem reynzt hefur mjög vel, og réði þá um leið annan flugmann í þjónustu sína, Njál Guðmunds- son, Akureyri. Skömmu síðar festi skólinn kaup á tveim Piper Cuh kennsluflugvélum frá Bandaríkjun- urn, og voru þær teknar í notkun í byrjun ágústs- mánaðar. — Aðsókn að skólanum hefur verið mikil, og hafa nemendur komið víðs vegar að, jafnvel frá fjarlægustu stöðurn. Alls hafa um 30 nemendur stund- að flugnám, um lengri eða skemmri tíma, og 9 lokið „Sóló“-prófi. í sumar hafa allmargir nemendur dvalið í húsakynnum skólans á Melgerðismelum og haft þar heimavist. Hefur flugskólinn látið gera hermanna- skála, er var við flugvöllinn, íbúðarhæfan og lagt þangað síma og gert þar svo vistlegt fyrir nemendur, sem kostur var á. Eigendur skólans eru þeir: Arni Bjarnarson, Akur- eyri, Gísli Ólafsson, Akureyri, og Steindór Hjaltalín, Reykjavík. Loftleiðir h.f. Félagið á nú 7 flugvélar, eru það tveir Grumman G 21 flugbátar (Amphibian), tveggja hreyfla, ein Avro Anson, tveggja hreyfla landvél, ein Stinson Reliant sjóflugvél, ein Vultee Stinson landvél, ein Douglas DC 4 Skymaster, sem mun verða tekin í notkun á utanlandsflugleiðum innan skamrns. Sam- tals taka vélar félagsins um 84 farþega. Félagið hefur á prjónunum að auka að mun við flugvclaflota sinn á næstunni. Fyrstu 8 mánuði þessa árs hefur félagið flutt 4371 farþega, 5995 kg. af pósti og 35603 kg. af öðrum flutningi. Flognir hafa verið 206000 km. Flugtími samtals var á sama tíma 973 klst. Auk þess, sem að frarnan getur, flaug síldarleitarvél félagsins 300 klst. í síldarleit. Tryggingíir í LOFTI, Á LÁÐI og Á LEGL FLUG - 31

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.