Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Side 3

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Side 3
TÍMARIT UM FLUGMÁL REYKJAVÍK - MARZ 1955 1. TÖLUBLAÐ - 6. ARGANGUR EMBÆTTI ELUGMÁLASTJÓMA 10 ÁMA Hinn 15. marz 1945 tók Erling Ellingsen við embætti ílugmálastjóra. En embættið var stofnað með lögum nr. 24, 12. febrúar s. á. Með þessum lögum var mynduð yfirstjórn flug- mál hér á landi, og hefur margt gott af því leitt, eins og þegar hefur komið í ljós. Um þetta leyti voru flugmálin á byrjunarstigi hér á landi. En ýms- ir áhugamenn sáu möguleika til þess að gera flug- ið að atvinnugrein, senr þjóðin öll gæti notið góðs af. Áætlunarflug innanlands var í byrjun um þess- ar mundir, og var unnið að því að ná til, sem flestra staða á landinu og rjúfa einangrun og samgöngu- erfiðleika, sem margir höfðu búið við alla tíð. Flugráð og embætti flugvallastjóra ríkisins var stofnað með lögum nr. 65, 31. maí 1947. Með þess- um lögum var ákveðið, að flugráð og ílugvallastjóri hefðu yfirstjórn allra flugmála í landinu, ásarnt flugmálastjóra. Ágæt samvinna tókst með þessum aðilum og mikill og góður árangur hefur fengizt af starfi þeirra. Erling Ellingsen lét af starfi flug- málastjóra 1951, og voru störf flugvallastjóra og flugmálastjóra sameinuð í eitt embætti á því ári. Hefur núverandi flugmálastjóri, Agnar Kofoed- Elansen, gegnt því síðan með mikilli prýði og skör- ungsskap. — Þegar þess er gætt, hversu stutt er síð- an að íslendingar áttu hvorki flugvélar né flug- menn, verður að viðurkenna að þróun flugmál- anna hér á landi hefur verið ör og farsæl. Árið 1945 áttu bæði fiugfélögin, Flugfélag íslands og Loftleiðir h.f. aðeins 6 vélar. Stærst þeirra var Cata- lina-flugvél Flugfélagsins, en hinar tóku aðeins 4—8 farþega. Með þessum flugvélakosti var ekki unnt að halda uppi skipulagsbundnum ferðum til margra staða. Til þess að flugið gæti orðið til þæg- inda og góðs fyrir almenning í landinu, varð að fá stærri flugvélar, fleiri flugvélar og gera flugvelli víðs vegar um landið. Verkefnin voru því mörg og virtust oft óleysanleg kostnaðarins vegna. En þeg- ar viljinn er sterkur, tekst oft að leysa erfið við- fangsefni. Forystumenn og áhugamenn flugmál- anna á íslandi hafa sýnt þetta og sannað. Víðsýni þeirra, kjarkur og hugkvæmni hefur gert að veru- leika hér á landi það, sem erlendir menn geta naumast trúað í dag, og það, sem flestir íslending- ar töldu heyra aðeins framtíðinni til fyrir örfáum árurn. Nú eiga íslendingar 43 flugvélar. Er nú flog- ið innanlands til meira en 20 staða á landinu, reglubundið. Meira en þriðji hver íslendingur flaug með íslenzkum flugvélum s. 1. ár, og mun engin þjóð í heiminum nota flugið í jafn ríkum mæli og íslendingar. Flugvellir hafa verið gerðir og miklir fjármunir farið til þeirra framkvæmda. Innanlandsflugið hefur verið gert rnikið örugg- ara en áður, eftir að vitakerfið var sett upp, og flugmenn geta með aðstoð þess flogið blindflug og ávallt fundið út, hvar þeir eru. Ratsjá er í sam- bandi við Akureyrarflugvöll og eykur það öryggið til muna. Er sennilegt, að með aðstoð ratsjártækis á Akureyri, hafi verið komið í veg fyrir stórslys nú í vetur. Þess vegna þarf enn að vinna frekar að öryggisútbúnaði á flugvöllum og gera flugið eins öruggt og í mannlegu valdi stendur. Árið 1946 var hafið millilandaflug á vegum Flug- félags íslands h.f. og voru notaðar skozkar leigu- flugvélar. Ári síðar eignuðust íslendingar sína fyrstu millilandaflugvél — Heklu — sem Loftleiðir h.f. keyptu frá Bandaríkjunum. Árið 1948 keypti Flugfélag íslands sína fyrstu LANDSBÓKASArK 201877 fSLANDS FLUG - I

x

Flug : tímarit um flugmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.