Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 4

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Síða 4
millilandaflugvél, Gullfaxa, og sama ár festu Loft- leiðir kaup á millilandaflugvélinni Geysi. Millilandaflugi hefur síðan verið haldið uppi af báðum flugfélögunum. Á s. 1. ári var millilanda- flugið aukið verulega. Ferðum var fjölgað milli Evrópu og Bandaríkjanna og tók flugfélagið Loft- leiðir Skymaster-vél á leigu í því skyni. Á yfirstand- andi ári mun millilandaflugið enn aukið. Flug- félag íslands h. f. keypti Skymaster-vél, Sólfaxa, á s. 1. hausti og hefur nú yfir að ráða tveimur milli- landaflugvélum, en hafði aðeins Guilfaxa áður. Loftleiðir h.f. eru að festa kaup á millilandavél, en höfðu á síðasta ári aðeins Heklu, auk leiguvél- anna. Loftleiðir ráðgera að hafa leiguvél áfrarn í millilandafluginu, þótt nýja vélin bætist við og verða þá á næsta sumri fimrn vélar í millilanda- flugi undir íslenzkum fána og íslenzkri stjórn. Áætlunarferðir eru til margra Evrópulanda og auk þess til Bandaríkjanna. Er ætlunin að fjölga ferð- um á komandi sumri með viðkomu í fleiri lönd- um. Ýmsir eru áhyggjufullir út af uppsögn loft- ferðasamningsins við Svíþjóð. Talið er að upp- sögn samningsins eigi rót sína að rekja til þeirrar samkeppni, sem skapazt hefir milli S.A.S. og Loft- leiða. Verður ekki öðru trúað að óreyndu, en að samkomulag náist við Svía um endurnýjun samn- ingsins. Þess verður að vænta, að siglingar um loft- in blá verði ekki heftar með valdi þess sterka, fremur en ferðir skipanna um heimshöfin. Um leið og millilandaflugið er aukið eins og nú er ráð- gert, eykst umferð um Reykjavíkurflugvöll til muna frá því sem verið hefur. Er því mikil nauð- syn á nýrri flugstöð á vellinum. Er nú þegar byrj- að á undirbúningi að þeirri byggingu. Flugmála- stjórnin sinnir ýmsu fleiru en hér hefir verið talið. íslendingar annast þjónustu fyrir alþjóðaflugmála- stofnunina, veðurþjónustu, fjarskipti og flugum- ferðarstjórn. Er óhætt að fullyrða, að starfsliðið er vel þjálfað og nýtur fyllsta trausts vegna þekkingar og reynslu. Fjöldi starfsmanna flugmálastjórnarinn- ar, og annarra, er starfa að flugmálum, er sem hér segir: Flugmálastjórnin 165 manns, Flugfélag íslands h.f. 160, Loftleiðir h.f. 100, flugveðurþjónusta 40 og flugfjarskiptaþjónusta 50 eða alls 515 manns. Flugið og þau störf, sem tengd eru við það eru æði fjölþætt og starfsmannafjöldinn mikill rniðað við mannfjölda hér. Flugið er þegar orðið þýðing- armikil atvinnugrein, sem er í stöðugum vexti. Er vonandi að ókomin ár megi einnig verða ár upp- byggingar og æskilegrar þróunar á sviði flugmál- anna. Þeim, sem vel hafa unnið undanfarið að framgangi þessara mála, vil ég þakka fyrir dugn- að og framsýni. Ég veit að haldið verður áfram í rétta átt og verkefnin leyst eftir því sem tök eru á. Sú trú mín og bjartsýni byggist á þeirri reynslu, sem fengin er á þeim fáu árum, sem flugmálin hafa verið byggð upp hér á landi. 2 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.