Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 7

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Page 7
Forsœtisráðherra tekur við Reykjavíkurflugvelli úr hencli brezka flughersins 6. júlí 1946. „Heimilt er ríkisstjórninni að ráða mann með sérþekkingu á flugi sér til ráðuneytis og aðstoðar um allt er að flugi lýtur.“ Atvinnulaus flugmaður er ekki lengi að notfæra sér svona greinar, enda beitti ég strax tangarsókn- araðgerðum, skrifaði Sveini Björnssyni, þáverandi sendiherra í Kaupmannahöfn, og bað hann að reyna að hafa áhrif á ráðherra samgöngumála, til þess að notfæra sér þessa grein. Jafnframt þessu réði ég sjálfur nokkru seinna til atlögu við hr. Harald Guðmundsson ráðherra og liitti þar fyrir eitt hið mesta ljúfmenni, sem ég hefi átt viðskipti við fyrr eða síðar, og stuttu seinna var ég orðinn flugmálaráðunautur með 167.00 kr. mánaðarlaun. Skömmu seinna tókst mér að komast yfir skrifstofu- húsnæði í Bankastræti 14 og sníkti liúsgögn í skrif- stofuna, sein var allt í senn, skrifstofa flugmála- ráðunauts ríkisins, Flugmálafélags íslands og Svif- flugfélags íslands, en ég var þá jafnframt „forseti" Flugmálafélags íslands og formaður Svifflugfélags- ins, sem bæði voru nýstofnuð. Verkefni þessarar nýstofnuðu skrifstofu voru ekki margbrotin, þau snerust ekki umöryggi flugmála eða flugvalla eða flugumferðarstjórn, því engin var til flugvélin. Verkefnin voru áróður, áróður og aftur flugmálaáróður. í Flugmálafélagi íslands og Svifflugfélaginu voru fjölmargir hinir ágætustu starfskraftar og nú var hafizt handa um endur- lífgun íslenzkra flugmála. Umslagið varð brátt of lítið þótt enn væri engin flugvélin og hinn opin- beri stimpill minn gerði mér mun hægara um vik að vinna að framgangi þessara mála.“ Eins og sést af þessu yfirliti var það hinn ungi flugmaður, sem reyndi að blása lífi í kolin og sameina þá krafta, sem vildu berjast fyrir þeirri hugsjón, að gefa íslenzkum mönnum byr undir báða vængi og gera ílugið að þeim veigamikla hlekk í íslenzka samgöngukerfinu, sem það er nú orðið. Næst spyrjum vér um árangurinn af þessu undir- búningsstarfi. Erling Ellingsen flugmálastjóri 1945-1951. FLUG - 5

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.