Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 8

Flug : tímarit um flugmál - 01.03.1955, Qupperneq 8
Flugmálastjóri og fulltruar hans. „Fyrstu árin var unnið að því að leggja grund- völlinn að einhverri flugstarfsemi og flugmálum almennt. Þegar í upphafi voru samherjar mínir í Svifflugfélagi íslands og Flugmálafélagi íslands framsæknir og framsýnir menn og við beindum máli okkar til íslenzkra æskumanna. Þeir hlýddu þessu kalli og upp frá því hefur aldrei verið neinn skortur á ungum og áhugasömum mönnum til að starfa í þágu íslenzkra flugmála við hin ýmsu störf, sem þar þarf að vinna. Þegar á þessum fyrstu ár- um var mjög mikill áhugi fyrir flugi og flugsam- göngum og er Flugfélag Akureyrar var stofnað jókst sá áhugi og jafnframt var trú almennings á flug- samgöngum endurvakin, er menn fengu að reyna kosti þeirra sjálfir. Ekki má gleyma Svifflugfélagi íslands í þessu sambandi. í því félagi hófu starf fjölmargir þeirra manna, sem nú standa í fylking- arbrjósti í íslenzkum flugmálum og rnargur fé- lagsmaður þess fann köllun sína innan þeirra sam- taka. Svifflugið var í fyrstu dægrastytting þeirra, en síðar varð flugið undirstaðan að lífsstarfi og lífs- afkomu þeirra. Á þessum árum var lent á tugum sjálfgerðra flug- valla um land allt og síldarleit, sjúkraflug og önn- ur flugmálastarfsemi hafin. í desember 1943 var skipuð nefnd til þess að undirbúa löggjöf um flug- samgöngur og flugvelli og eftir tillögum nefndar- innar voru sett lög árið 1944, en í þeim lögum var heimilað að stofna embætti flugmálastjóra. Á stríðsárunum hafði viðhorfið í íslenzkum flug- málum gjörbreytzt og aðstaðan varð öll önnur. Fór nú að hilla undir stórfelldar framfarir og blóma- tíma í íslenzkri flugmálasögu, því á stríðsárunum höfðu verið gerðir tveir stórir flugvellir og tveir minni. f styrjaldarlok var einnig liægt að kaupa hentugar farþegaflugvélar fyrir mjög lítið verð. Flugfélag íslands fékk þá rnjög aukna möguleika til þess að annast reglubundið áætlunarflug og flugfélagið Loftleiðir, sem stofnað var 1944, fór rnjög myndarlega af stað. Var nú neytt heimildar í lögum og embætti flugmálastjóra stofnað 15. marz 1945 og Erling Ellingsen skipaður í það. Fyrstu verkefni flugmálastjórnarinnar voru að taka við Reykjavíkurflugvelli af brezka flughernum og skipuleggja rekstur hans og koma allri starfsemi þar í fast horf. í innanlandsfluginu eygðu menn nú nýtt mark og mið, og ekki leið á löngu þar til Loft- leiðir h.f. hófu sókn fyrir því, að komið yrði upp 6 - FLUG

x

Flug : tímarit um flugmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flug : tímarit um flugmál
https://timarit.is/publication/1869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.